Morgunblaðið - 22.02.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.02.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirVIKUSPEGILL MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is M IKILL gáfumaður og hrókur alls fagnaðar á mannfundum, mæltur á fjögur tungumál, frábær kokkur, vel að sér í listasögu og ágætis klarinettuleikari. Þannig hljóðar lýsingin á David Mills, fyrr- verandi skattalög- fræðingi Silvios Berlusconis, for- sætisráðherra Ítal- íu. Dómstóll þar í landi hefur nú dæmt hann í fjög- urra og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa þegið mútur, um 65 millj. ísl. kr., en að auki var hann sakaður um að hafa borið ljúgvitni í tvennum mála- ferlum gegn Berlusconi á síðasta ára- tug. Málið gegn Mills vakti mikla at- hygli í Bretlandi fyrir nokkrum árum og þá ekki síst fyrir það, að hann var kvæntur Tessu Jowell, þáverandi menningarráðherra í ríkisstjórn Tony Blairs. Skildu þau fljótlega eft- ir að málið komst í hámæli og töldu margir víst, að hún hefði ákveðið að fórna eiginmanninum á altari síns pólitíska frama. Mills hafði unnið að lögfræðistörf- um í áratug þegar hann áttaði sig á því, að það væri miklu arðbærara fyrir hann að annast hagsmuni stór- fyrirtækja. Líklega átti ítölskukunn- átta hans mikinn þátt í því, að lög- fræðingastofan Carnelutti í Mílanó bað hann að fara fyrir útibúi hennar í London og umsvifin urðu strax mjög mikil. Sum erlendu fyrirtækjanna, sem til hans leituðu, þurftu aðeins á að halda leiðsögn í hinu breska laga- umhverfi en önnur voru að leita að dálítið „frjórri“ ráðleggingum. Meðal þeirra var Fininvest, fjármálafyr- irtækið að baki fjölmiðlasamsteypu Berlusconis. Varð Mills einn af höf- uðsmiðum hins leyndardómsfulla og flókna kerfis aflandsfélaga í eigu Berlusconis. Telja ítalskir saksókn- arar, að í gegnum þau hafi Berlus- coni ekki aðeins stundað stórkostleg skattsvik og peningaþvætti, heldur einnig mútað ítölskum stjórn- málamönnum. Fjöldi mála hefur verið höfðaður gegn Berlusconi án þess að saksókn- arar hafi haft erindi sem erfiði, ýmist vegna tæknilegra atriða eða, sem marga grunar, að dómurum hafi ver- ið mútað. Mills var í fyrstu aðeins vitni í sumum þessara mála en sak- sóknararnir sáu fljótt, að aðkoma hans hafði verið miklu meiri en bara sem ráðgjafa. Margir hafa furðað sig á, að David Mills skuli hafa hætt ærunni með því að ganga erinda Berlusconis, núver- andi forsætisráðherra á Ítalíu. Mills var á sínum tíma mjög virkur í Verkamannaflokknum og hann kynntist konunni sinni fyrrverandi, Tessu Jowell, er þau voru bæði bæj- arfulltrúar í Camden í London. Mikl- ir peningar eru að sjálfsögðu mikil freisting en skapgerðin skiptir líka máli. Mills þykir dálítið hvatvís og gefinn fyrir að tefla á tvær hættur. Á honum hefur helst verið að skilja, að hann hafi upplifað málið allt eins og mikið ævintýri. Þegar málarekst- urinn gegn honum var hvað mestur og hjónabandið fokið út um gluggann sagði hann í viðtali við tímaritið Leg- al Business: „Þetta er eins og reyfari, allt ákaflega spennandi.“ Þrátt fyrir ótvíræða hæfileika hef- ur Mills stundum gerst sekur um dómgreindarleysi. Fyrir þremur ár- um neituðu yfirvöld í Dubai honum um leyfi til að stunda lögfræðistörf þar vegna þess, að hann hafði látið hjá líða að geta þess, að hann hefði sætt opinberri rannsókn. Verra var er hann blandaðist inn í tilraunir til að selja þotur til Írans en mestu mis- tökin voru þó bréf, sem hann afhenti endurskoðanda sínum, Bob Drenn- an. Örlagaríkt bréf Að kvöldi dags 2. febrúar 2004 hringdi Mills í Drennan og sagðist þurfa að hitta hann strax. Þegar þeir fundust var Mills með bréf, sem hann lét Drennan fá. Í því segist hann hafa áhyggjur af því, að ítalskir saksókn- arar muni höfða mál á hendur honum og auk þess óttaðist hann, að bresk skattayfirvöld væru farin að forvitn- ast um 400.000 pund, um 65 millj. ísl. kr., sem hann hafði fengið fjórum ár- um fyrr. Til að skýra út hvers vegna hann hefði ekki gefið peningana upp sagði hann, að þeir hefðu verið „lang- tímalán eða gjöf“ frá „B-liðinu“, sem vissi, „að framburður minn (ég laug engu en fór dálítið frjálslega með, svo vægt sé til orða tekið) hefði hlíft hon- um við þeim miklu vandræðum, sem hann hefði lent í, hefði ég sagt allt, sem ég vissi.“ Mills virðist ekki hafa áttað sig á því, að Drennan bar skylda til að láta bresk yfirvöld fá bréfið og hann komst ekki að því fyrr en fjórum mánuðum síðar, að ítölsku saksókn- ararnir höfðu það líka undir höndum. Mills staðfesti í fyrstu bréfið og þann skilning, sem í það var lagður, en sneri síðan við blaðinu og sagði, að féð hefði komið frá skipakóngi í Na- pólí, Diego Attanasio í gegnum sjóð á Bahamaeyjum. Hefur sá staðfest það, að vísu með dálítið óljósum hætti, en marga grunar, að hann sé bara enn eitt peðið á taflborði Ber- lusconis. Mills var dæmdur fyrir að þiggja mútur en hvað um Berlusconi? Jú, það var eitt af fyrstu verkum hans sem forsætisráðherra á síðasta ári að fá ítalska þingið til að samþykkja lög, sem undanþiggja hann allri saksókn. Mútuþegi Berlusconis? David Mills var hampað sem snjöllum lögfræðingi og fáir stóðu honum á sporði í þekkingu á vafasamri starfsemi aflandsfélaga. Nú bíður hans rúmlega fjögurra ára fangelsi á Ítalíu Silvio Berlusconi Spennufall Skattalögfræðingurinn David Mills í London í mars 2006. Hann lýsti einu sinni málinu og rétt- arhöldunum gegn sér sem spenn- andi reyfara en nú bíður hans rúm- lega fjögurra ára fangelsi verði hann framseldur til Ítalíu. Reuters Er Silvio Berlusconi tók aftur við sem forsætisráðherra Ítalíu á síð- asta ári var það fyrsta og brýnasta verkefni stjórnar hans að koma í gegnum þingið lögum, sem und- anskildu hann lögsókn. Réttarhöldin og dómurinn yfir David Mills sýna vel mikilvægi lag- anna fyrir Berlusconi. Samt er ekki alveg víst, að hann sé sloppinn fyrir horn. Lögin eru nú til umfjöllunar hjá ítalska stjórnarskrárréttinum og komist hann að þeirri niðurstöðu, að þau brjóti í bága við stjórnarskrána, ætti að vera unnt enn einu sinni að ákæra Berlusconi. Pólitísk spilling hefur verið samgró- in ítölsku þjóðlífi um aldir. Fyrir 500 árum skrifaði Niccolo Machiavelli, að spilltir leiðtogar væru til skamm- ar fyrir hverja þjóð en það breytti engu um, að spillingin lifði áfram góðu lífi. Fyrir áratug hrundi allt ítalska flokkakerfið vegna víðtækrar spillingar og þá vonuðu margir, að ný Ítalía myndi rísa úr rústunum. Á því virðist ætla að verða einhver bið. Berlusconi forsætisráðherra hefur átt í stanslausum málaferlum vegna ásakana um margvíslega fjár- málaspillingu en samt nýtur hann hylli ítalskra kjósenda. Atburðarásin Þau David Mills og Tessa Jowell kynntust er þau voru bæj- arfulltrúar í Camden í London á áttunda áratug síðustu aldar. Þau voru þá bæði gift en fóru að draga sig saman, skildu síð- an við maka sína og gengu í hjónaband 1979. Áttu þau sam- an son og dóttur. Bæði tóku þau mikinn þátt í starfi Verkamannaflokks- ins og voru síðar kölluð „heitasta parið“ þar á bæ, hún þá orðin ráðherra og á uppleið í pólitíkinni og hann frægur og auðugur lögfræðingur á alþjóðavísu. Á því varð bráður end- ir er málið gegn Mills hófst og tengsl hans við Berlusconi urðu mikið fréttaefni í breskum fjölmiðlum árið 2006. Jowell beið ekki boðanna með að skilja við mann sinn og sá kvittur komst á kreik, að Alistair Campbell, ráðgjafi Tonys Blairs, hefði lagt að henni að fórna eiginmanninum fyrir flokkinn og póli- tískan frama sinn. Því neitaði hún og sagði, að óánægja hennar með ítölsku peningana hefði ráðið úrslitum. Um þá hefði hún ekkert vit- að. Nokkru áður hafði raunar verið upplýst, að Mills hefði tekið nýtt veðlán út á eitt af húsum þeirra hjóna árið 2000 og síðan end- urgreitt það að langmestu leyti skömmu síðar. Svaraði upphæðin nokkurn veginn til mútugreiðslunnar, sem hann var síðar dæmdur fyrir. Jowell hafði skrifað undir lánsskjölin en sagði, að sig hefði ekki grunað að nokkur maðkur gæti verið í mysunni. Með þetta slapp Jowell en vegur hennar í pólitíkinni lá nú bara niður á við. Var henni skipt út strax í fyrstu uppstokkun Gordons Browns á ríkisstjórninni en hún fer þó enn með málefni Ólympíuleikanna. Bráður endir hjá „heita parinu“ Tessa Jo- well Reuters Tírol og Alparnir í allri sinni dýrð. Gist verður 5 nætur í Seefeld í Tírol á glæsilegu hóteli. Ferðin hefst á flugi til Frankfurt, þaðan verður ekið til Ulm og gist fyrstu nóttina. Á leið okkar til Seefeld skoðum við ævintýrahöllina, Neuschwanstein í Füssen. Frá Seefeld verður farið í skemmtilegar skoðunarferðir, t.d. að Achenseee sem er með fallegustu vötnum Tíróls og að Gramai-Alm, en þar er upplagt að fá sér léttan hádegisverð í osta- og pylsuseli frá 16. Öld. Ekin falleg leið yfir Brennerskarðið til Brixen í Suður-Tíról á Ítalíu. Ferðinni lýkur í Würzburg þar sem gist er eina nótt áður en flogið er heim. Fararstjóri: Hólmfríður Bjarnadóttir Verð: 152.500 kr. á mann í tvíbýli Innifalið: Flug, skattar, hótelgisting, allar skoðunarferðir með rútu, hálft fæði og íslensk fararstjórn. VOR 1 5. - 12. apríl Sp ör - Ra gn he ið ur In gu nn Ág ús ts dó tt ir Seefeld í Tíról s: 570 2790www.baendaferdir.is A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R Meðhálfufæðiogöllumskoðunarferðum!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.