Morgunblaðið - 22.02.2009, Blaðsíða 45
Umræðan 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2009
Erum með í einkasölu glæsilega tveggja hæða penthouse-íbúð á besta stað á Akureyri, í göngu-
götunni, Hafnarstræti. Á neðri hæð eru tvö rúmgóð svefnher bergi, hol, stórt baðherbergi og svalir.
Á efri hæð eru stór stofa og borðstofa með mikilli lofthæð, eldhús, gestasnyrting og afar stórar
svalir/pallur (um 40fm). Útsýni til allra átta. Íbúðin telst 95fm en gólfflötur er um 10 fm stærri. Húsið
var allt gert upp fyrir um 10 árum, gluggar, rafmagn, hiti og annað. Íbúðin gæti hentað vel sem
einstaklega glæsileg orlofsíbúð enda afar vel staðsett á besta stað í hjarta bæjarsins.
Verð: 21,9 m kr.
Glæsileg eign á besta stað á Akureyri!
Nánari upplýsingar á remax.is. Sölumenn:
Ingi Þór, s: 6984450 og Gunnar, 6622839
Penthouse - íbúð í göngugötunni
Faxafen 10 - 108 Reykjavík - eignir@eignir.is
Gott atvinnutækifæri
Til sölu rótgróin og vel rekin kvenfataverslun á besta stað við Laugaveg.
Traustur viðskiptavinahópur, góð viðskiptasambönd, fín velta og ýmsir
stækkunarmöguleikar. Fallegar innréttingar í góðu húsnæði.
Verðhugmynd 5-6 millj. Ýmis skipti koma til greina, t.d. á góðum bíl.
Upplýsingar gefur Aðalheiður, adalheidur@eignir.is.
Sími 580 4600
Aðalheiður Karlsdóttir, lögg.fasteignasali
www.eignir.is
Í LJÓSI aðstæðna á
jörðinni í orkumálum er
nauðsynlegt að finna
nýjar leiðir til fram-
leiðslu vistvænnar orku.
Nauðsynlegt er að
draga úr notkun jarð-
eldsneytis með því að
auka vægi rafmagns
framleitt með vatns- og
gufuafli í heildarorkunotkun á jörðinni
í þeim mæli að gagnist mannkyni á
næstu áratugum. Undanfarin ár hefur
verið unnið að undirbúningi og gerð al-
þjóðlegs einkaleyfis. Einkaleyfið geng-
ur út á nýjar aðferðir til orkuvinnslu
úr iðrum jarðar.
Ætla má að setja megi upp þús-
undir slíkra orkuvera á jörðinni í
stærðinni 250 til 1000 megawött (MW)
hvert. Hvert MW kostar almennt um
150-200 milljónir króna (samkvæmt ís-
lenskum viðmiðum). 1000 MW 200
milljarðar. 1000 MW jafngilda 1 gíga-
watti (GW) sem framleiðir 8760 gíga-
wattstundir á ári eða 8,7 terawatt-
stundir. 1000 gígawattstundir
samsvara einni terawattstund.
142 milljónir gígawattstunda þarf
að framleiða ef allri orkuþörf jarðar
væri mætt með raforku. 142 milljónir
gígawattstunda samsvara 142 þúsund
terawattstundum. 16.210 orkuver af
stærðinni 1000 MW hvert (þ.e. 1 GW
hvert) þyrfti til að mæta allri áætlaðri
orkuþörf á jörðinni árið 2010.
Hinar nýju virkjanir byggjast á tví-
þættri hugmynd. Annars vegar að
nota vatnsaflsvirkjun undir yfirborði
sjávar og hins vegar að búa til jarð-
varmavirkjun með því að veita sjó inn
á þurrt háhitasvæði til notkunar fyrir
jarðvarmavirkjun. Sjór er látinn renna
frá sjávarbotni og leiddur gegnum að-
veitugöng að orkuveri (vatnsafls-
virkjun) sem er staðsett í jarðskorp-
unni í nokkur hundruð metra fjarlægð
frá sjávarbotni/yfirborði sjávar. Frá
orkuverinu er sjórinn leiddur í frá-
rennslisgöngum niður í háhitasvæði
þar sem gera má ráð
fyrir nægilegum hita til
að valda uppgufun sjáv-
ar/vatns. Gert er ráð fyr-
ir að nýta gufuna með
því að bora eftir henni
og virkja eins og gert er
í hefðbundinni jarð-
varmavirkjun.
Með þessu móti er
hægt að nýta tvo leggi í
þessari hringrás vatns-
ins, í fyrsta lagi í formi
vatnsaflsvirkjunar þeg-
ar vatn fellur niður og í
öðru lagi í formi jarðvarmavirkjunar á
háhitasvæði.
Ein hlið á hugmyndinni um slík
orkuver snýr að nýtingu á vatni/sjó í
„lokaðri“ hringrás sem hugsanlega
gæti dregið úr vandamálum tengdum
uppleystum efnum í heita jarðvatninu.
Efni sem leysast upp þegar heitt vatn
leikur um jarðlögin er alþekkt vanda-
mál við háhitavirkjanir, t.d. kísill og
brennisteinn.
Nýnæmið felst í því að nota höfin
sem uppistöðulón við öflun orku, nota
fallið gegnum túrbínur og síðan að
nota varma jarðarinnar til að flytja
vatnið/sjóinn upp á yfirborð jarðar,
virkja gufuna til rafmagnsframleiðslu
og að lokum að virkja fallið á vatninu/
sjónum sem fer aftur í gegnum borhol-
ur inn í jörðina.
Hugmyndin stuðlar að vistvænni
orku. Megnið af virkninni er neð-
anjarðar. Höfin hafa verið til staðar í
milljarða ára og því ólíkt því sem á við
um manngerð uppistöðulón sem vitað
er að geta valdið jarðskjálftum. Hefð-
bundnar vatnsaflsvirkjanir raska
vatnakerfum svo og ferskvatns- og
sjávarvistkerfum; gufuaflsvirkjanir
valda brennisteinsmengun svo dæmi
séu nefnd.
Hugmyndin um „hringrásina“ er ný
á markaði; hún byggist þó á hefðbund-
inni þekkingu á vatnsafls- og gufuafls-
virkjunum. Einkaleyfisumsóknin hef-
ur verið birt á netinu. Patent
International Publication Number:
WO 2008/072262 A1.
Gert er ráð fyrir að orkuframleiðsla
aukist um 60% fram til 2030 sam-
kvæmt Alþjóðaorkustofnuninni og að
85% aukningarinnar muni koma frá
jarðeldsneyti svo sem olíu, kolum og
jarðgasi. Notkunin er ekki sjálfbær,
enda ekki endurnýjanleg orka.
2010 er gert ráð fyrir að kol verði
22,7% heildarorkunotkunar á jörðinni,
vatnsorka (vatnsafl og gufuafl) verði
2,2%, olía 35,3%, jarðgas 25,2%, líf-
rænn massi + úrg. 11,2%, kjarnorka
+ A-kraft 6,4%. Spáin fyrir raforku
framleidda með vatns- og gufuafli fyr-
ir árið 2030 er ekki nema 2,3%, sem er
ekki ásættanlegt vegna gróðurhúsa-
áhrifa og lífsskilyrða á jörðinni. Auk
þess er æskilegt að spara jarðelds-
neyti fyrir komandi kynslóðir. Jarð-
eldsneyti er mannkyni mikilvægt um
langa framtíð þar sem ekki er hægt að
koma við notkun annarra orkugjafa.
Aldrei hefur verið brýnna en nú að
maðurinn vinni í takt við jörðina og
eðli hennar. Með því að nota höfin sem
uppistöðulón fyrir vatnsafls- og jarð-
varmaorku mætti „hugsa“ sér að auka
hlutfall vistvænnar raforku af heildar-
orkuframleiðslu á jörðinni í rúmlega
30% árið 2030 og árið 2060 í allt að 50
til 60%.
Heppileg svæði eru þar sem að-
gengilegur jarðvarmi finnst og stórir
notendur eru í nánd, helst stórar borg-
ir eða orkufrek iðnaðarsvæði. Fjár-
festar geta í dag keypt notkunarrétt-
indi einkaleyfisins á einstökum
svæðum (borgum) eða löndum. Geta
má þess að á Íslandi kemur 71% allrar
orkunotkunar úr jarðhita og vatns-
orku, sem er væntanlega eitthvert
hæsta hlutfall meðal þjóða. Hafa má
Ísland til hliðsjónar við mótun framtíð-
arsýnar í orkumálum á jörðinni.
Nýsköpun í orkumálum
Ólafur Jónsson
skrifar um leiðir til
framleiðslu vist-
vænnar orku
» Í ljósi aðstæðna á
jörðinni í orku-
málum er nauðsynlegt
að finna nýjar leiðir til
framleiðslu á vistvænni
orku.
Ólafur Jónsson
Höfundur er uppfinningamaður.
gwpolj@gmail.com.
Á UNDANFÖRN-
UM árum hefur af og
til borið á umræðu um
hugsanlega skaðsemi
bólusetninga. Á Íslandi
hefur almenn þátttaka
í bólusetningum fram
til þessa verið mjög
góð sem hefur leitt til
þess að í dag sjást hér
varla þeir sjúkdómar sem bólusett
er gegn. Þegar litið er á íslenskar
heilbrigðisskýrslur kemur glöggt í
ljós að flestir ofangreindra sjúk-
dóma hafa alfarið horfið vegna til-
komu bólusetninga. Ungir foreldrar
í dag hafa aldrei séð eða upplifað
bólusetningasjúkdóma og telja jafn-
vel að þeir fyrirfinnist ekki en það
ásamt umræðu um hugsanlega skað-
semi bólusetninga eru vafalaust
helstu ástæður þess að borið hefur á
andstöðu gegn þeim.
En eru bólusetningar hættulegar?
Bólusetningar valda oft vægum
aukaverkunum eins og hita, roða og
þrota á stungustað en alvarlegar
aukaverkanir eru afar sjaldséðar.
Alvarlegar aukaverkanir geta sést
eftir um það bil eina af milljón bólu-
setningum sem þýðir að á Íslandi má
búast við slíkum aukaverkunum á
40-50 ára fresti. Hins vegar eru al-
varlegar afleiðingar sjúkdómanna
sem bólusetningar koma í veg fyrir
margfalt algengari og alvarlegri.
Sem dæmi má nefna að alvarlegar
afleiðingar mislinga, einkum dauði,
heilabólga og lungnabólga, sjást hjá
um 10% barna sem sýkjast en engin
meðferð er til í dag við sjúkdómnum.
Fyrir um 10 árum vaknaði um-
ræða um að MMR-bóluefni sem
verndar gegn mislingum, rauðum
hundum og hettusótt geti valdið ein-
hverfu. Á síðustu árum hafa verið
birtir nokkrir tugir rannsókna sem
allar sýna að engin tengsl eru á milli
MMR-bólusetningar og einhverfu.
Þrátt fyrir þessa staðreynd þá geng-
ur illa að kveða niður orðróminn um
ofangreind tengsl. Vert er benda á
að höfundar tilgátunnar um tengsl
einhverfu og MMR-bólusetningar
hafa nýlega verið ásakaðir um að
falsa forsendur tilgátu sinnar og auk
þess hafa þeir orðið uppvísir að því
að þiggja fé fyrir framsetningu
hennar (http://www.timeson-
line.co.uk/tol/life_and_style/health/
article5683671.ece). Margir höfund-
anna hafa dregið tilgátur sínar til
baka og auk þess hafa ritstjórar hins
virta vísindatímarits „The Lancet“
þurft að biðjast afsökunar á birtingu
upphaflegu greinarinnar sem tengdi
MMR-bólusetningu við einhverfu.
Því hefur einnig verið haldið fram að
bóluefni sem hér eru notuð í almenn-
um bólusetningum innihaldi kvika-
silfurssambönd. Hið rétta er að eng-
in bóluefni sem notuð eru á Íslandi í
almennum bólusetningum innihalda
kvikasilfurssambönd. Víða í Evrópu
þar sem þátttaka í bólusetningum er
óviðunandi hafa sést faraldrar af
mislingum með skelfilegum afleið-
ingum fyrir mörg börn. Vísbend-
ingar eru um að þátttaka íslenskra
barna í MMR-bólusetningum sé
ófullnægjandi og því má búast við að
mislingar geti borist hingað til lands
frá nágrannaþjóðum. Erfitt er að
skilja hverjir hagsmunir þeirra eru
sem hvetja foreldra til að láta ekki
bólusetja börn sín. Enginn sem ber
hagsmuni barna fyrir brjósti getur
réttlætt að hér komi upp faraldrar af
alvarlegum sjúkdómum sem valda
dauða og örkuml hjá tugum eða
hundruðum barna. Mikilvægt er því
að hvetja alla foreldra til að láta
bólusetja börn sín samkvæmt því
fyrirkomulagi bólusetninga sem hér
ríkir. Aðeins á þann hátt verndum
við börnin okkar gegn þessum
hættulegu sjúkdómum.
Eru bólusetningar hættulegar ?
Þórólfur Guðnason
og Haraldur Briem
skrifa um bólusetn-
ingar á börnum
»Enginn sem ber
hagsmuni barna fyr-
ir brjósti getur réttlætt
að hér komi upp far-
aldrar af alvarlegum
sjúkdómum sem valda
dauða og örkuml hjá
tugum eða hundruðum
barna.
Þórólfur Guðnason
Þórólfur Guðnason er barnalæknir og
sérfræðingur í smitsjúkdómum barna
og yfirlæknir á sóttvarnasviði land-
læknisembættisins. Haraldur Briem
er sóttvarnalæknir
Haraldur Briem