Morgunblaðið - 22.02.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.02.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is MIKIL fækkun utanlandsferða mun væntanlega draga úr því að Íslend- ingar sólbrenni. Það gæti síðan leitt til fækkunar húðkrabbameinstilfella. Geislavarnir Íslands vekja athygli á niðurstöðum könnunar sem gerð var fyrir Lýðheilsustöð á seinni hluta árs- ins 2007 þar sem fram kemur að fleiri Íslendingar sólbrunnu erlendis en hér á landi. Nærri þriðjungur Íslendinga yfir 18 ára aldri sólbrann í sólarferð og 10% að auki brunnu annars staðar utan landsteinanna. Þegar litið er til aldursflokksins 18-25 ára sést að fleiri sólbrunnu í ljósabekk en í sólbaði á Ís- landi. Flestir úr þeim aldursflokki einnig brunnu þó í sólarferð. Útfjólublá geislun frá sólinni og ljósabekkjum er aðalorsök sortuæxla. Þegar fólk brennur, jafnt börn og fullorðnir, aukast líkurnar á því að húðkrabbamein greinist síðar á æv- inni. Óregluleg og tímabundin sól- argeislan, eins og gerist þegar Norð- urlandabúar ferðast til sólarlanda, er því áhættuþáttur. Að jafnaði hefur hver Íslendingur farið í eina og hálfa ferð til útlanda á ári. Útlit er fyrir mikla fækkun og hafa komið fram upplýsingar um 40% fækkun ferða. Telja Geislavarnir að samdráttur í ferðalögum geti aftur leitt til fækkunar húðkrabbamein- stilfella. Minna húðkrabbamein vegna fækkunar ferða Morgunblaðið/RAX Sólbað Þótt Íslendingar verji mestum tíma sínum á landinu sólbrenna flest- ir í ferðum til útlanda. Nauðsynlegt er að fara varlega hvar sem er. Fleiri Íslendingar sólbrenna erlendis en hér á landi„SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRAætti nú þegar að gefa út 50 til 70 þús- und tonna loðnukvóta. Það er vel innan skekkjumarka og setur stofn- inn alls ekki á hliðina. Það er enginn að tala um vaðandi loðnu úti um allan sjó en það er eitthvað þarna og við eigum að nýta það. Ástandið í þjóð- félaginu er þannig að ráðherra getur ekki leyft sér að hafast ekki að, það skiptir hver einasta króna máli,“ segir Lárus Grímsson, skipstjóri á Lundey NS. Áhöfnin á Lundey NS fór til loðnuveiða út af Reykjanesi í fyrri- nótt og fengust þar 1.250 tonn af loðnu í þremur köstum. Skipið var væntanlegt til Vopnafjarðar síðdegis á laugardag en þar fer loðnan til hrognatöku, í frystingu og bræðslu. Lárus segir að hrognafyllingin í loðnunni sé um 25-26% og hlutfall hrygnu og hængs í aflanum sé jafnt. Þar með hefst langþráð hrogna- vinnsla á Vopnafirði. Stefnt er að því að Faxi RE fari til veiða í dag, sunnudag, og Ingunn AK á mánudag ef veðurspáin gengur eft- ir. Loðnuafla allra skipanna verður landað á Vopnafirði. the@mbl.is Hrogna- taka loðnu loks hafin Skipstjóri Lundeyjar vill kvóta strax „ALLAR kostnaðartölur eru úr lausu lofti gripnar. Ekki má gleyma því að laugin var boðin út í alútboði þannig að hönn- uður og verktaki taka alla ábyrgð á kostnaðarþátt- um,“ segir Gunnar Svavarsson, for- maður fram- kvæmdaráðs Hafnarfjarð- arbæjar. Hann var spurður um frétt í blaðinu í gær þar sem sagt var að kostnaður við Ásvallalaug hefði hækkað mikið vegna gengisfalls krónunnar og væri nú áætlaður 3 til 3,5 milljarðar kr. Gunnar rifjar það upp að unnið hafi verið lengi að þessu verkefni og um það verið þverpólitísk samstaða í Hafnarfirði. Meðal annars hafi verið unnið að því í samvinnu við Sund- félag Hafnarfjarðar og íþróttafélag fatlaðra. Sundlaugin hafi verið sér- hönnuð fyrir starfsemina. Gunnar segir áætlað að laugin kosti um 1,8 milljarða króna. Nánar tiltekur hann að grunnkostnaður sé 1.450 milljónir kr., í samræmi við samning sem gerður var eftir alút- boð árið 2006. Síðan hafi fallið til aukaverk vegna breytinga í tengslum við íþróttastarfið sem kosti 200-300 milljónir. Lán vegna annarra þátta Hann segir að tölur um 3,5 millj- arða kr. kostnað séu svo fjarri raun- veruleikanum að ekki taki nokkru tali. Gunnar hafnar því einnig að blanda lántökum á síðasta ári inn í málið. „Það lánasafn sem vísað er til tengdist fjölmörgum þáttum í rekstri Hafnarfjarðarbæjar umliðna áratugi,“ segir Gunnar og nefnir endurgreiðslu gatnagerðargjalda. helgi@mbl.is Laugin kostar 1,8 milljarða Gunnar Svavarsson Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is EIGNIR Lífeyrissjóðs verslunar- manna voru um áramót 7,2% minni en lífeyrisskuldbindingar, samkvæmt tryggingafræðilegri athugun. Það er innan þeirra 10% vikmarka sem lög heimila. Því munu lífeyrisgreiðslur og réttindi haldast óbreyttar frá áramót- um. Hins vegar er vissa um þróunina. Lífeyrissjóður verslunarmanna birtir í auglýsingu í Morgunblaðinu í dag upplýsingar um starfsemi sjóðs- ins á síðasta ári. Lífeyrissjóðirnir töp- uðu miklum fjármunum við fall við- skiptabankanna og verðfall á öðrum eignum. Fram kemur að þrátt fyrir það hafi sjóðurinn náð að verja meg- inhluta af eignasafni sínu. Þannig námu eignir 249 milljörðum í lok árs 2008 í stað 269 milljarða ári fyrr. Lífeyris- sjóður verslunar- manna stóð vel fyrir kreppuna og hefur hækkað líf- eyrisréttindi sjóðfélaga um rúm 21% umfram verðlagsbreyting- ar frá 1997. Fram kemur í upplýs- ingum frá sjóðnum að þróun lífeyr- isgreiðslna muni ráðast af ástandinu á fjármálamörkuðum og áhrifum þess á eignir. „Afkoma ársins veldur mér að sjálfsögðu vonbrigðum. Miðað við allar aðstæður má þó ef til vill segja að það hafi unnist ákveðinn varnar- sigur,“ segir Þorgeir Eyjólfsson, framkvæmdastjóri. Bendir hann í því sambandi á að nafnávöxtun hafi lækkað hjá erlendum sjóðum, þar á meðal lífeyrissjóðum, jafnvel um 20- 30%. Ákveðin óvissa er um horfur á þessu ári. Þorgeir bendir á að verð hlutabréfa hafi haldið áfram að lækka á erlendum mörkuðum auk þess sem styrking íslensku krónunnar hafi nei- kvæð áhrif á stöðu sjóðsins. Þá sé réttarleg óvissa um uppgjör gjald- miðlavarnarsamninga. „Staðan býður jafnframt upp á tækifæri þar sem verðbréf eru í lágu verði. Það gefur okkur tækifæri til að fjárfesta í verð- bréfum á hagstæðu verði til lengri tíma.“ Réttindi óbreytt hjá Lífeyr- issjóði verslunarmanna Í HNOTSKURN »Lífeyrissjóður versl-unarmanna tapaði 32 milljörðum á fjárfestingum sínum á síðasta ári. »Ávöxtun eigna sjóðsinsvar neikvæð um 11,8% á árinu og raunávöxtun nei- kvæð um 24,1%. Þegar litið er til síðustu fimm eða tíu ára sést að hrein raun- ávöxtun hefur verið jákvæð. »Á síðasta ári fengu8.662 greiddan lífeyri, alls að fjárhæð 5 milljarða kr. Þorgeir Eyjólfsson KONURNAR tvær sem slösuðust alvarlega þegar lok af majónestunnu þeyttist í andlit þeirra í Kart- öfluverksmiðjunni í Þykkvabæ á föstudag, voru í gær, laugardag, í öndunarvél og líðan þeirra stöðug. Þær gengust undir aðgerðir á föstu- dag og í fyrrinótt, en báðar voru þær með alvarlega andlits- og höf- uðáverka, að sögn læknis á gjör- gæsludeild Landspítalans. Lög- reglan á Hvolsvelli segir ekki vitað hvað olli sprengingunni en bæði lög- regla frá rannsóknardeildinni á Sel- fossi og Vinnueftirlitið hafi komið á staðinn og kannað aðstæður. Í öndunar- vél eftir al- varlegt slys Ekki vitað hvers vegna lokið þeyttist af Hversu hættulegur er sólbruni? Útfjólublá geislun er aðalorsök sortuæxla. Um 50 manns greinast að jafnaði á ári með sortuæxli í húð, rúmlega 50 með önnur húð- æxli og um 220 með grunnfrum- æxli. Átta Íslendingar deyja árlega úr sortuæxlum í húð. Hverjir eru í mestri hættu? Sortuæxli eru algengari meðal kvenna en karla. Fjölgunin er mest áberandi hjá ungum konum og er sortuæxli orðið algengasta krabbameinið í þeim hópi. S&S ÞRÍR Íslendingar sem brugðu sér á krá í Haslev á Sjálandi í gær sluppu ómeiddir eftir að nokkrir Danir sem þeir tróðu illsakir við hugðust ná sér niðri á þeim. Hleyptu Danirnir af nokkrum skotum úr afsagaðri hagla- byssu á glugga stúdentaíbúðar í bænum í þeirri trú að þar væri að finna mennina af kránni. Þar voru hins Pólverjar sem tengdust málinu ekki. Tildrög árásarinnar voru þau að hóparnir tveir rifust heiftarlega á kránni en ekki er vitað hvert bitbein þeirra var. Að sögn lögreglunnar á Suður-Sjálandi voru Íslendingarnir þrír í heimsókn hjá fjölskyldum sín- um í Danmörku. Hefur einn þeirra verið yfirheyrð- ur vegna málsins en lögreglan hafði ekki upplýsingar um aldur mann- anna þegar eftir þeim var leitað. Taldi lögreglan ólíklegt að menn- irnir yrðu kærðir en vísaði þó til þess að myndbandsupptaka væri til af slagsmálunum á kránni og því væri ekki útilokað að einhver kæra yrði lögð fram í framhaldinu. Lögreglan hafði ekki upplýsingar um hvort ættingjar Íslendinganna væru í námi í Haslev. Árásarmennirnir, sem eru 24, 25 og 31 árs, eru allir í haldi lögreglu. Talið er að þeir hafi sótt fleiri skotvopn áður en þeir létu til skarar skríða. baldura@mbl.is Ætluðu að skjóta á Íslendinga Þrír Danir í haldi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.