Morgunblaðið - 22.02.2009, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.02.2009, Blaðsíða 39
Menntun 39 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2009 M eð meistaranámi í Evrópufræðum er- um við að bregðast við mikilli þörf hjá atvinnulífinu og í stjórnkerfinu fyrir fólk með þverfag- lega sérþekkingu á málefnum sem snerta Evrópusambandið og innri markað þess,“ segir Kristján Vigfús- son, forstöðumaður nýs meist- aranáms í Evrópufræðum sem hefst í Háskólanum í Reykjavík næsta haust. Kristján bendir á að samning- urinn um Evrópska efnahagssvæðið sé stærsti og umfangsmesti við- skiptasamningur sem Ísland hafi gert. „Með honum erum við aðilar að markaði 27 ríkja með um 500 millj- ónir manna. Hvort sem Ísland gerist aðili að ESB eða ekki þá eru um 70% viðskipta okkar á innri markaðinum og viðskiptaumhverfi íslenskra fyr- irtækja markast af þeim reglum sem eru settar á innri markaðinum og því samkeppnisumhverfi sem þar ríkir. Auk þess á Ísland í nánu samstarfi og samskiptum við Evrópusam- bandið á öðrum sviðum sem samn- ingurinn nær ekki til, eins og Schen- gen-landamærasamstarfinu.“ Kristján segir að Háskólinn í Reykjavík hafi sterkan grunn til að bjóða meistaranám í Evrópufræð- um. „Við erum svo lánsöm að hafa byggt upp mjög öfluga lagadeild og viðskiptadeild, en þessar deildir standa sameinaðar að baki náminu. Ennfremur hefur hér verið starf- rækt rannsóknastofnun í Evr- ópufræðum, Evrópuréttarstofnun sem og upplýsingaþjónusta í Evr- ópumálum innan bókasafns skólans. Að byggja upp svona nám á þessum tímamótum í íslensku efnahagslífi er einnig hluti af nýsköpunarstefnu skólans og tengingu við hið al- þjóðlega samfélag.“ Þverfagleg nálgun Í meistaranáminu nálgast nem- endur viðfangsefnið út frá lögfræði, hagfræði, viðskiptafræði, sagnfræði og stjórnmálafræði. Kristján segir það ekki hafa verið gert hér á landi með svo þverfaglegum hætti áður. „Hjá Háskólanum starfar fjöldi fólks, sem hefur ekki eingöngu aka- demíska þekkingu á Evrópufræðum, heldur hefur starfað í tengslum við samninginn um Evrópska efnahags- svæðið, hjá framkvæmdastjórn ESB, EFTA, Eftirlitsstofnun EFTA og hjá sendiráði Íslands í Brussel. Þessi hópur þekkir kerfið innan frá og veit hvernig það virkar.“ Um er að ræða tveggja ára mast- ersnám, samtals 120 einingar. Gert er ráð fyrir að nemendur séu í fullu námi. Að öllu jöfnu eru nemendur í fjórum til fimm kúrsum á hverri önn en aðeins í tveimur kúrsum á síðustu önninni eða á sama tíma og 15 ein- inga mastersritgerð er skrifuð. Auk kjarnakúrsa sem allir þurfa að taka er boðið upp á valkúrsa úr laga- og viðskiptadeild sem eru sér- hæfðir í Evrópumálefnum eða tengdir viðskiptum á evrópskum mörkuðum. Kristján segist ekki efast um að mikil þörf sé fyrir nám af þessu tagi hér á landi. „Við sjáum vandræði ís- lenskra útrásarfyrirtækja á mörk- uðum sem þau hafa ekki kynnt sér nægilega vel og þau vandamál og álitamál sem upp hafa komið varð- andi lög og reglur Evrópusamband- ins sem gilda hér og nægir í því sam- bandi að nefna Icesave-deiluna. Ef af inngöngu í ESB verður á næstu misserum þá verður enn frekari þörf fyrir fólk með þessa menntun hjá einkaaðilum og opinberum hér heima, auk þess sem fjöldi starfa skapast í Brussel fyrir Íslendinga sem hafa sérhæft sig í Evr- ópufræðum.“ Fyrra nám og reynsla Allir sem hafa að minnsta kosti BS- eða BA-gráðu í lögum, hag- fræði, viðskiptafræði, sagnfræði, stjórnmálafræði eða öðrum fé- lagsvísindum geta sótt um námið. Fólk með aðra grunnmenntun verð- ur metið sérstaklega, en Kristján hvetur alla áhugasama til að sækja um. „Að sjálfsögðu er síðan litið til reynslu úr atvinnulífinu, af fé- lagsstörfum, annarrar hæfni og for- ystuhæfileika við mat á umsóknum. Námið er sem sagt ætlað hvort- tveggja fyrir nýútskrifaða nem- endur sem og fólk sem hefur verið í atvinnulífinu um lengri eða skemmri tíma.“ Kristján segir Háskólann í Reykjavík einnig líta til þess að um leið og nýtt, þverfagleg nám í Evr- ópufræðum byggist upp verði hægt að stórefla rannsóknir og nýsköpun í tengslum við Evrópufræðin í skól- anum. rsv@mbl.is Mikil þörf fyrir Evrópufræðinga Morgunblaðið/Ómar Evrópa Atvinnulífið og stjórnkerfið hefur þörf fyrir fólk með þverfaglega þekkingu á málefnum sem snerta Evrópu- sambandið, segir Kristján Vigfússon, forstöðumaður meistaranáms Háskólans í Reykjavík í Evrópufræðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.