Morgunblaðið - 22.02.2009, Blaðsíða 40
40 Guðfræðin og hrunið
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2009
stæða einangrunar og vísar til
mikilvægs grunngildis sem kristin
trú deilir með fjölmörgum siða-
kerfum öðrum. Orðið getur virst
yfirborðskennt og óþægilegt. Af
þeim sökum og ýmsum öðrum er
umræðu um kristin gildi líka oft
mætt með fálæti. Slíkt tómlæti
stafar ekki alltaf af því að fólk taki
afstöðu gegn gildum af þessu tagi
heldur getur það stafað af söknuði
eftir innihaldi. Það virðist sem þau
hafi skort þann hljómgrunn í sam-
félaginu sem fólk jafnvel óskar.
Hér á landi tilheyra langflestir
kristinni kirkju. Við getum því ætl-
að að almenningur byggi líf sitt á
gildum sem sótt eru til hennar en
samfélagið allt, lagaumhverfi okk-
ar, saga og menning byggja á þeim
grunni. Á undanförnum árum hef-
ur verið vegið að þessum gildum
og þau smámsaman máðst út úr
umhverfi okkar. Þessi gildi sem
flest eru sammannleg þarf því að
endurreisa þar á meðal náunga-
kærleikann sem tengir okkur sam-
an og minnir okkur á að við mynd-
um eina heild. Það skiptir máli en
hefur gleymst á tímum hraða,
græðgi og áherslu á eigin hag – oft
á kostnað náungans. Hegðun af
þessu tagi hefur kallað fram sárs-
auka og við verðum að þora að
finna til. Við þurfum að horfast í
augu við þá óþægilegu tilfinningu
að við höfum verið svikin. Stefna
einstaklingshyggju og hug-
myndafræði um markað sem
stjórnaði sér sjálfur og leiddi sjálf-
krafa til bestu niðurstöðu fyrir
samfélagið hefur beðið skip-
Glerhýsi í stað dómkirkju
Tíðarandi hins rangláta kerfis
sýnir okkur hvaða verðmæti eru
sett efst í þeirri heimsmynd sem
því tilheyrir. Í drottnunarkerfum
eru það völd og auður. Það sem
auðkennt hefur vestræn þjóðfélag
í seinni tíð umfram önnur er ein-
mitt þetta: vægi auðs og valda.
Flest önnur þjóðfélög litu horn-
auga græðgi og auðmenn sem bár-
ust á. Nútímaþjóðfélag á Vest-
urlöndum er hins vegar orðið að
„hagkerfi“ þar sem neysluhyggja
er meginuppistaðan; glerhýsi er
komið í stað dómkirkju, milljarð-
armæringur í stað hetju, forstjóri í
stað dýrlings og hugmyndafræði
græðginnar í stað trúarbragða.
Kærleikurinn bestur
Það er ekki ofsagt að reiði og
sársauki hafi sett svip sinn á und-
anfarna mánuði – innibyrgð hjá
mörgum, en sem betur fer hafa
margir látið í sér heyra og krafist
réttlætis. Reiði verður að fá útrás
og réttlætið verður að ná fram að
ganga ef möguleiki á að vera á því
að hún sefist. Undir því er fé-
lagsleg velferð og líðan okkar allra
komin.
Aðkoma okkar sem ritum þessa
grein að umræðu dagsins er frá
sjónarhóli guðfræðinnar, fræði-
greinar sem er samofin arfi krist-
innar trúar og húmanískrar hefð-
ar. Það að mæta þeim sem á vegi
þínum verða eins og þú vilt að þér
sé mætt er lífsregla margra trúar-
bragða. Í kristinni trú er kærleik-
urinn til náungans sú undirstaða
sem gefin er til leiðbeiningar í
samskiptum. Allar rannsóknir
sýna að samskipti við aðra skipta
höfuðmáli í lífi okkar. Þetta vita
þau sem um hafa hugsað. ,,Maður
er manns gaman“ kvað höfundur
Hávamála. Hugsanir okkar, til-
finningar og gerðir mótast af því
hvernig við umgöngumst annað
fólk. Þess vegna er einmanaleiki
tærandi en náungakærleikur
nærandi.
Oftrú á frjálsan markað
Það er alvarlegt þegar sam-
keppni er allsráðandi en sam-
kennd, samvinna, samhugur og um
leið samviska eru lögð til hliðar.
Samkeppni, einstaklingsfrelsi og
oftrú á fyrirbæri eins og frjálsan
markað leiðir til einangrunar og
einmanaleika sem jafnvel þau sem
virðast hafa allt til alls og aðgang
að öllu og öllum finna fyrir. Það
getur líka virst klisjukennt að tala
um náungakærleika sem er and-
S
ársauki hefur hríslast
um íslenskt samfélag
síðustu vikur og mánuði,
sársauki brostinna vona.
Kvíði og ótti hefur seytl-
að inn hjá ungum jafnt sem öldn-
um. Í ævintýraheimi barnanna
verður kreppan að ófreskju. Fólk á
öllum aldri sem hélt að það byggi
við fjárhagslegt öryggi í skipulegu
og góðu samfélagi finnur jörðina
gliðna undir fótum sér. Ungt fólk
berst nú við að halda húsnæði sínu
sem allt látbragð samfélagsins
sagði því að óhætt væri að kaupa.
Tugþúsundum saman horfir fólk á
eftir atvinnu sinni, ungir sem aldn-
ir horfa á eftir glötuðu sparifé sem
ætlað var til húsnæðiskaupa, til
efri ára eða til að stuðla að öryggi
afkomendanna. Íslenskt samfélag
hefur upplifað ranglæti sem snert-
ir okkur öll. Upplifunin er sterk og
hún er vond. Við getum orðað það
svo að við höfum verið rænd, vel-
ferðinni hafi verið stolið og allt átti
þetta sér stað í dagsbirtu fyrir
framan nefið á okkur. Framtíð
barnanna okkar hefur verið sett í
uppnám. Þetta eru skrýtnir tímar,
umbrotatímar og það er sársauki í
samfélaginu okkar. Við erum líka
með sektarkennd vegna þess að
við trúðum á það sem var að ger-
ast, vorum flest hver ekki á varð-
bergi, ekkert frekar en þau sem
áttu þó að vera á verði fyrir okkur,
stjórnvöld og eftirlitsstofnanir.
Gætum einnig að líðan þeirra.
Klassískum gildum ýtt út
Tíminn eftir efnahagshrunið hef-
ur gengið nærri einstaklingum,
fjölskyldum og þjóðinni allri. En
hrunið kom ekki úr tóminu, það er
ekki eins og allt hafi verið með
felldu en svo hafi skyndilega dreg-
ið ský fyrir sólu.
Hægt og bítandi hefur klass-
ískum gildum verið ýtt til hliðar.
Orð eins og samkeppni, velta,
vöxtur og verðbréfamarkaður voru
orðin flestum töm. Fátíðari voru
hins vegar orð eins og samvinna,
umhyggja, sannleikur og vinátta.
Glansmyndir voru dregnar upp af
ríku fólki og það sett á stall.
Gegndarlaus fjáraustur í hégóma
var hafinn upp til skýjanna. Pen-
ingar og gróði urðu mælikvarði
lífshamingju. Spurt var um hvað
væri löglegt, ekki hvað væri sið-
legt eða réttlátt. Vangaveltur um
að viðskipti og aðrir gjörningar
væru löglegir en siðlausir voru
meira hafðar í flimtingum heldur
en að siðleysi væri fordæmt. Út-
koman var hörmuleg, um það er
ekki deilt.
brot. Eftir stöndum við hnípin,
reið og full blygðunar. Við köllum
eftir réttlæti, köllum eftir raun-
verulegri iðrun sem er forsenda
allra sátta og fyrirgefningar en
hún er síðasta skrefið í erfiðu
sáttaferli. Þess verður ekki krafist
að þolendur fyrirgefi án þess að í
ljós verði leitt hverjir beri ábyrgð
á því hruni sem orðið hefur og þeir
geri yfirbót, bæti fyrir brot sín
með áþreifanlegum hætti.
Erindi guðfræðinnar
Sá vandi sem íslenskt samfélag
stendur frammi fyrir nú er ekki
aðeins hagfræðilegur eða pólitísk-
ur heldur ekki síður guðfræðileg-
ur. Guðfræðin býr að orðfæri sem
talar inn í sársauka samtímans.
Guðfræðin fjallar um gildi sem
snúast um velferð, um náungakær-
leika, um samskipti og sjálfskoðun.
Guðfræði á erindi í umræðu um
mannleg kjör. Hún sér fyrir sér
samfélag þar sem félagslegt rétt-
læti ríkir og þar sem menn bera
virðingu hver fyrir öðrum og láta
sig skipta aðstæður hver annars.
Allt eru þetta grundvallarþættir í
kristinni kenningu og eru síður en
svo einkamál þeirra sem kalla sig
stjórnmálamenn eða hreyfinga
sem kalla sig flokka. Kannski er
hluti af óförum okkar fólginn í því,
hver sem við erum, hvað sem við
fáumst við, hverjar sem vonir okk-
ar og þrár eru, að við létum of fáa
um að leiða umræðuna sem leiddi
okkur inn í öngstrætið. Við sem
hér skrifum ætlum að láta af því
að okkar leyti og deila sýn okkar
með öðrum. Við ætlum að leggja
orð í belg í fleiri greinum hér í
blaðinu, fjalla um líðan fólks eftir
hið efnahagslega hrun og benda á
hvaða gildi við teljum að leggja
eigi áherslu á í því samfélagi sem
við hljótum að byggja hér upp í
sameiningu. Það verður að vera
réttlátt samfélag þar sem fyrst og
fremst er tekið tillit til þeirra sem
höllum fæti standa, samfélag þar
sem kristin og sammannleg gildi
um kærleika, hógværð, umhyggj-
una verða lögð til grundvallar.
Guðfræðin getur að sjálfsögðu
ekki svarað öllum spurningum sem
leita á hugann, ekkert frekar en
hagfræðin, stjórnmálafræðin,
læknisfræðin eða lögfræðin. Nálg-
un hennar að viðfangsefninu er
önnur og hún er gagnleg. Það er
hafið yfir allan vafa af því að guð-
fræðin spyr fyrst og síðast um það
sem mestu máli skiptir – manninn
í samfélagi við skapara sinn og alla
sköpun. Þessi grein er því aðeins
upptaktur hjá okkur sem hér rit-
um. Við munum á næstunni fjalla
um íslenskt samfélag á yfirstand-
andi tímum sem valda mörgum svo
miklum sársauka.
Anna Sigríður Pálsdóttir
Arnfríður Guðmundsdóttir
Baldur Kristjánsson
Hjalti Hugason
Pétur Pétursson
Sólveig Anna Bóasdóttir
Sigrún Óskarsdóttir
Sigurður Árni Þórðarson
Höfundar eru guðfræðingar
Sársaukinn í samfélaginu