Morgunblaðið - 22.02.2009, Blaðsíða 49
unni og börnunum, þá leyndi stoltið
sér ekki.
Sem dropi tindrandi
tæki sig út úr regni
hætti við að falla
héldist í loftinu kyrr –
þannig fer unaðssönnum
augnablikum hins liðna.
Þau taka sig út úr
tímanum og ljóma
kyrrstæð, meðan hrynur
gegnum hjartað stund eftir stund.
(Hannes Pétursson.)
Það er margs að minnast en með
þessum lítilfjörlegu orðum vil ég
þakka fyrir vináttu hans og viðkynn-
ingu alla. Guðrúnu, börnum og fjöl-
skyldu sendi ég mínar innilegustu
samúðarkveðjur. Guð geymi góðan
dreng, blessuð sé minning Óttars
Bjarnasonar.
Andri Kárason.
Snemma á sjöunda áratugnum hóf-
um við sem fædd erum árið 1955
norður á Siglufirði, skólagöngu okk-
ar. Einn af þeim sem þar mætti til að
nema fræðin og gerast ferðafélagi
okkar hinna á lífsins braut var Óttar
Bjarnason. Til að byrja með fór ekki
mikið fyrir honum en það átti eftir að
breytast því með tíð og tíma óx hann
af kerskni sinni og grallaraskap okk-
ur krökkunum oftar en ekki til
óblandinnar ánægju, en kennurum
okkar öllu minni.
Eftir að samveruárin voru að baki
og skólagöngu okkar á Siglufirði var
lokið þynntist hópurinn á heimslóð-
unum eins og gengur og mörg okkar
héldu á braut, ýmist til starfa eða
náms. Óttar fór ekki langt, heldur
settist að á Sauðárkróki sem var svo
mjög í leiðinni fyrir okkur sem bjugg-
um á suðvesturhorninu. Ósjaldan
kom það því fyrir að eitthvert okkar
rak inn nefið hjá honum og Gunnu
þegar við áttum leið hjá og það er ekki
ofsagt að þau hafi verið hinir mestu
höfðingjar heim að sækja.
Árið 1995 hittist hópurinn á Sigló.
Við rifjuðum upp horfnar stundir og
gamlar prakkarasögur. Ekki er ég frá
því að nafn Óttars hafi oftar verið nefnt
til sögunnar í þeirri upprifjun en
margra annarra. Og þegar farið var yf-
ir margar gamlar skólasögur, er óhætt
að segja að sá hluti þeirra sem að hon-
um sneri hafi vakið einna mestu kát-
ínuna, verið uppspretta mikillar gleði
og hlátraskalla og brosin í augnkrók-
unum eftir þær lifðu lengur. Þarna var
líka hljómsveitin okkar frá Gaggaár-
unum endurvakin, en í henni gegndi
Óttar veigamiklu hlutverki. Hápunkt-
ur tónleikanna sem hún hélt okkur var
án efa þegar Óttar söng „Sem lindin
tær“ fullum hálsi.
Tíu árum síðar kom hópurinn svo
aftur saman og að þessu sinni í sum-
arbústaðnum þeirra Óttars og
Gunnu. Í þessari gróðursælu vin sem
er eins og lítið herrasetur, þessu
skjóli frá erli dagsins sem er byggt
upp af svo mikilli eljusemi og blómum
skrýtt. Í þessari litlu paradís áttum
við svo góða stund og þegar leið á
nóttina mátti heyra glaðan söng berg-
mála í fjöllunum í kring en mest og
best heyrðist þó í forsöngvaranum og
herra staðarins.
Þegar árgangurinn kom saman fyr-
ir fáeinum dögum var rifjaður upp
„hittingur“ fyrir tveimur árum á heim-
ili þeirra í Kópavoginum. Það var auð-
vitað góður og skemmtilegur dagur
eins og allir aðrir slíkir þegar þessi
ágæti hópur hittist en Óttar hafði bak-
að risastóra súkkulaðiköku sem hann
bar á borð fyrir okkur. Þegar horft er
til baka var ekkert okkar í hinum
minnsta vafa um að þarna hefði verið
framreidd sú besta súkkulaðikaka sem
nokkurt okkar hafði á ævinni smakk-
að. Óttar er fimmti bekkjarbróðirinn
sem hefur nú kvatt okkur, flutt sig um
set og yfir á annað tilverustig. Við
munum sakna hans sárt og getum illa
fengið skilið ástæður þess að sumir eru
kvaddir til svona allt of snemma. Svo
fyrirvaralaust og óvænt þegar lífs-
krafturinn svellur og á gleðinni yfir því
að vera til er engan bilbug að finna.
Við kveðjum vin okkar og bekkjar-
félaga, vottum Gunnu og fjölskyld-
unni allri okkar dýpstu samúð.
Fyrir hönd árgangsins 1955 á
Siglufirði.
Leó Reynir Ólason.
Minningar 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2009
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma og systir,
SVEINBJÖRG ÁGÚSTA JÓNSDÓTTIR
húsmóðir,
Drápuhlíð 44,
Reykjavík,
sem lést fimmtudaginn 12. febrúar, verður
jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn
23. febrúar kl. 15.00.
Jarðsett verður í Kópavogskirkjugarði.
Jón Jósefsson, Kristín Gísladóttir,
Anna Guðrún Jósefsdóttir,
Sesselja Ingibjörg Jósefsdóttir, Guðjón Hilmarsson,
barnabörn og barnabarnabörn,
Ingibjörg Jónsdóttir.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
JAKOBÍNA JÓNSDÓTTIR
kennari,
Hrafnistu,
Reykjavík,
sem lést á Hrafnistu laugardaginn 14. febrúar,
verður jarðsungin frá Áskirkju í Reykjavík
þriðjudaginn 24. febrúar kl. 15.00.
Jón Þorvaldsson, Guðbjörg Jónsdóttir,
Baldur Þór Þorvaldsson,
Katrín Þorvaldsdóttir,
Ingibjörg Rósa Þorvaldsdóttir,
barnabörn og fjölskyldur þeirra.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR,
áður til heimilis
Eskihlíð 16,
verður jarðsungin frá Garðakirkju, Álftanesi,
föstudaginn 27. febrúar kl. 13.00.
Reynir Hlíðar, Þóra Pétursdóttir,
Þórður Magnússon,
Ólafur Már Magnússon, Erna Ágústsdóttir,
Gunnar Magnússon, Eygló Pálsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma, langamma, systir, mágkona og
frænka,
ELÍN ÁRÓRA JÓNSDÓTTIR,
Asparfelli 8,
Reykjavík,
sem lést á Landspítala Hringbraut laugardaginn
14. febrúar, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 24. febrúar kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið.
Bjarni Guðmundur Gissurarson,
Jón Svavar Jónasson, Kolbrún Ósk Óskarsdóttir,
Ásthildur Jónasdóttir, Jónbjörn Björnsson,
Hrafnhildur Sigurgeirsdóttir,
Sturla Már Jónasson, Kristín Fjeldsted,
Jónas Jónasson, Gabriela Medina,
barnabörn og barnabarnabörn,
Margrét Halla Jónsdóttir, Hörður Skarphéðinsson,
Ásthildur Jónsdóttir,
Svanhildur Jónsdóttir.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
GUÐRÚN GYÐA HANSDÓTTIR,
Háaleitisbraut 36,
Reykjavík,
sem lést þriðjudaginn 10. febrúar, hefur verið
jarðsungin í kyrrþey.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Droplaugarstaða
fyrir góða umönnun og hlýju.
Hans Wíum Ólafsson,
Eyjólfur Ólafsson, Kirstine Ólafsson,
Magdalena Margrét Ólafsdóttir, Kristján Ásgeirsson,
Guðrún Gyða Ólafsdóttir, Kjartan Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
Elsku amma Villa.
Nú hefur þú kvatt okkur í hinsta
sinn. Ég er ofboðslega þakklát fyr-
ir að hafa fengið að vera hjá þér
síðasta kvöldið sem þú lifðir og
fengið að kveðja þig með kossi.
Þrátt fyrir að við vissum í hvað
stefndi var stutt í húmorinn þinn
og þú hafðir miklar áhyggjur af því
hvað mér var kalt á höndunum.
Síðustu daga hef ég verið að rifja
upp mikið af fallegum minningum
um þig og þær mun ég ævinlega
geyma í hjarta mínu. Ég veit að þú
varst sátt við að fá að fara en það
er samt svo erfitt að kveðja. Ég
veit líka að þú ert núna á góðum
stað og Díana hefur eflaust tekið
vel á móti þér og þið sitjið núna og
ræðið saman. Og hafið sjálfsagt
mikið um að tala. Mér þykir óend-
anlega vænt um myndina sem
fylgir þér og mér finnst ég heyra í
þér þegar þú horfir á hana. Þú
veist hvað ég meina. Þú ljómaðir
alltaf þegar þú sást lítil börn og ég
minnist þess þegar við Arnar kom-
um til þín með Skírni Daða fjög-
urra daga gamlan því þú treystir
þér ekki upp á spítala. Þetta var á
afmælisdaginn hans afa Bjarna. Ég
hlakkaði mikið til að koma með
hann til þín og ég veit að þér
fannst ómetanlegt að við skyldum
koma. Að lokum vil ég þakka þér,
elsku amma Villa, fyrir allar okkar
stundir og allt það sem þú hefur
kennt mér. Minning þín mun lifa í
hjarta okkar. Við munum passa
upp á afa fyrir þig. Þín nafna
Vilborg Sigurðardóttir.
Villa í Miðtúni er látin. Það var
Vilborg alnafna hennar og barna-
barn sem lét mig vita. Hún sagði
ennfremur að hún hefði verið sæl og
sátt að fá hvíldina. Hún fékk ósk
sína uppfyllta áður en hún yfirgaf
þennan heim. Ég heimsótti hana
einu sinni á L-deild FSA nokkrum
dögum áður og er ég fegin því og
veit ég að henni þótti vænt um
heimsókn mína. Þrátt fyrir veikindi
sín þá hafði hún húmorinn svo sann-
arlega í lagi fram á síðasta dag.
Ég hef ekki verið eldri en 9 ára
þegar ég heimsótti Villu og Bjarna
í Miðtún með Steinu systur í fyrsta
sinn. Ég man ekki eftir allra fyrstu
heimsókninni en þær urðu margar
í gegnum árin. Alltaf var vel tekið
á móti okkur með kaffi, kökum og
spjalli. Mér fannst Miðtún hálfgert
ævintýrahús að koma í þegar ég
var yngri. Heimilið með öllum þeim
herbergjum, herbergi Bryndísar
og fleiri sem gaman var að kíkja í
og veðurathugunarherbergið með
öllum þeim tækjum og tólum sem
fylgdu, því Villa stóð veðurvaktina
í Grímsey til fjölda ára af stakri
prýði og samviskusamlega. Síðast
en ekki síst minnist ég svo fallega
gróðurhússins í garðinum við Mið-
tún sem þú hugsaðir svo vel um og
gaman var að koma í og skoða fal-
legu rósirnar.
Elsku Villa, þú kvaddir okkur
með húmorinn í lagi og varst sátt
við að fara. Skilaðu kærri kveðju til
Díönu vinkonu minnar, ég veit að
hún hefur tekið mjög vel á móti
þér. Þið sitjið eflaust núna saman
með kaffibolla og kökur og spjallið
saman um löngu liðna tíma. Þið er-
uð langflottastar.
Elsku Bjarni, Siggi, Maggi,
Gerða, Kidda og Bryndís, tengda-
börn, barnabörn og barnabarna-
börn, ég sendi ykkur mínar dýpstu
samúðarkveðjur.
Marta Stefánsdóttir.
Vilborg Sigurðardóttir
✝ Vilborg Sigurð-ardóttir, ljós-
móðir í Grímsey,
fæddist í Hátúni í
Grímsey 1. maí 1929.
Hún andaðist á
Sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri aðfaranótt
mánudagsins 2. febr-
úar síðastliðins.
Útför Vilborgar fór
fram frá Miðgarða-
kirkju í Grímsey 9.
febrúar sl.
Að heilsast og
kveðjast, það er lífs-
ins saga. Í dag kveðj-
um við kvenfélags-
konurnar í Baugi
kæra vinkonu okkar,
stofn- og heiðurs-
félagann Vilborgu
Sigurðardóttur.
Vilborg fæddist 1.
maí 1929 í Grímsey
og hér lifði hún og
starfaði alla sína ævi.
Ung giftist hún
Bjarna Magnússyni
hreppstjóra, þar
bundust tvö Grímseyjarbörn ævi-
löngum tryggðarböndum. Vilborg
nam ljósmóðurfræði en starfsvett-
vangur hennar varð annar, nefni-
lega símstöðvarstjóri og veðurat-
hugunarmaður í Grímsey í heil
fimmtíu ár auk þess að vera fimm
barna móðir og stýra fjölmennu
heimili. Vilborg var vel þekkt og
vinsæl af störfum sínum við símann
og veðrið. Til margra ára afgreiddi
Vilborg öll símtöl með „gömlu
sveitasímaaðferðinni“: „ein löng og
tvær stuttar“, Og það hefur sann-
arlega verið mikil binding og krefj-
andi, löngu fyrir tíma sjálfvirku
veðurstöðvanna að fara margoft á
hverjum sólarhring, hvernig sem
viðraði að gefa veður allan árins
hring. Þessi störf bæði leysti Vil-
borg af mikilli trúmennsku og sam-
viskusemi.
Í Grímsey hefur Vilborg löngum
verið þekkt fyrir sinn sérstæða
„húmor“ og beinskeytt tilsvör sem
mörg munu lifa meðal eyjarbúa um
ókomna tíð. Trúlega hefur það ein-
mitt verið „húmorinn“ sem hjálpaði
henni að takast á við daglegt
„bras“, þegar líkamleg veikindi
settu henni mörk. En Vilborg var
heilsuveil allt frá því að hún sem
ung kona var að byrja lífið. En
andi hennar var sterkur og hug-
urinn skýr og vakandi – til síðustu
stundar. Nú hefur hún kvatt og við
vinkonur hennar í Kvenfélaginu
Baugi samgleðjumst henni að vera
laus úr viðjum veiks líkama og geta
gengið frjáls og frísk inn í ljós ei-
lífðarlandsins.
Guð geymi og styrki eiginmann
hennar og börnin þeirra öll. Guð
geymi og blessi Vilborgu Sigurð-
ardóttur.
Fyrir hönd Baugskvenna
í Grímsey,
Helga Mattína Björnsdóttir.
Ég var afleysingamaður hjá
Vita- og hafnamálum. Ég lenti á
ýmsum stöðum; það var mikil upp-
lifun er ég var sendur til Gríms-
eyjar. Þar var veðurathugun og
rafstöð. Ábyrgðarstörf sem mér
var treyst fyrir. Strax mætti mér
hlýja, vinsemd og traust. Hjónin
Bjarni Magnússon og Vilborg Sig-
urðardóttir sýndu mér kærleika og
vinsemd. Það var einstök gleði að
fá að upplifa það aftur ári síðar. Að
lifa í þessu samfélagi gefur mikið.
Lífið og náttúran í Grímsey, það er
guðdómur Íslands. Þau hjónin
Bjarni og Vilborg eru það besta
sem hægt er að hugsa sér. Guð
blessi sálir þeirra og hughreysti af-
komendur með kærleik og fegurð.
Ég kveð Vilborgu með þakklæti í
huga og söknuði.
Grímur Marinó Steindórsson.