Morgunblaðið - 22.02.2009, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 22.02.2009, Blaðsíða 50
50 Minningar MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2009 ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ELÍN MÖLLER, Vallarási 5, Reykjavík, sem lést laugardaginn 14. febrúar, verður jarðsungin frá Neskirkju þriðjudaginn 24. febrúar kl. 13.00. Jón G. Baldvinsson, Hildur Magnea Jónsdóttir, Bernd Ogrodnik, Baldvin Jónsson, María Pétursdóttir, Þóra Jónsdóttir, Eggert Þór Jónsson, Brynhildur Jónsdóttir og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, bróðir og afi, SIGURÐUR ÞÓRIR HANSSON kennari, Miðmundarholti 1, Hellu, lést af slysförum fimmtudaginn 12. febrúar. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju, Garðabæ, mánudaginn 23. febrúar kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjálparsveit skáta í Garðabæ, 0546-26-901 kt. 431274-0199. Elísabet Einarsdóttir, Guðrún Helga Sigurðardóttir, Einar Sigurðsson, Þórey Haraldsdóttir, Lóa Hansdóttir, Steinunn Hansdóttir, Sigmunda Björg Pálsdóttir og barnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR A. JÚLÍUSSON, Melalind 8, Kópavogi, lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut laugardaginn 14. febrúar. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 25. febrúar kl. 13.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög. Gyða Gunnarsdóttir, börn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, GUÐBJÖRG PÁLSDÓTTIR, dvalarheimilinu Seljahlíð, Reykjavík, sem lést föstudaginn 13. febrúar, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 23. febrúar kl. 15.00. Páll Þór Jónsson, Hallfríður Helgadóttir, Sigríður Ragnheiður Jónsdóttir, Guðrún Pálsdóttir, Vilhelm Gauti Bergsveinsson, Hákon Pálsson, Auður Guðbjörg Pálsdóttir, Hildur Briem, Árni Briem, Sigrún Inga Briem, Gunnar Ingi Briem og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, systir og amma, ERLA HÓLMFRÍÐUR RAGNARSDÓTTIR, dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund, sem lést mánudaginn 9. febrúar, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju þriðjudaginn 24. febrúar kl. 11.00. Hrönn Hilmarsdóttir, Þorgeir Adamsson, Guðfinna Sigurbjörg Ragnarsdóttir, Ingveldur Ólöf Ragnarsdóttir, Adam Þór Þorgeirsson, Ragnhildur Erla Þorgeirsdóttir. Nú horfin er á braut ástkær tengdamóðir mín. Ég ber harm í huga en er þakk- lát fyrir að hafa átt samleið með þessari ljúfu og góðu konu. Í mínum huga var Guðlaug einstaklega dug- leg kona. Kynni okkar voru náin og afar ánægjurík og bar aldrei skugga á. Margar á ég minningar bæði í leik og starfi. En minningarnar um hana er best að geyma í hjartanu og reyna að læra af hennar góðu verkum og vinsemd. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem.) Hvíl í friði. Steinunn. Í dag kveðjum við elskulegu ömmu okkar, Guðlaugu Sæmunds- dóttur. Amma hefur alltaf verið stór hluti af lífi okkar enda var fjölskyldan henni mikilvæg og hún hélt ávallt verndarhendi yfir henni. Hún var einstaklega umhyggjusöm og góð amma. Amma ólst upp undir Eyjafjöllum á bænum Stóru-Mörk. Hún sagði okkur oft skemmtilegar sögur úr sveitinni og voru þær í miklu uppá- haldi þegar hún róaði okkur fyrir svefninn í okkar ótal mörgu nætur- gistingum hjá ömmu og afa. Sögur eins og þegar boli slapp laus á plan- inu og amma þurfti að flýja upp á hlöðuþakið undan æstu nautinu. Síð- ustu árin voru skemmtileg að því leyti að fleiri sögur komu í ljós. Fyr- ir rúmu ári voru amma og afi hjá okkur á jólunum. Talið barst að skíð- um og við spurðum ömmu hvort hún hefði prófað skíði. Já, það hélt hún, þau renndu sér oft niður brekkurnar í kringum bæinn á tunnustöfum! Stóra-Mörk átti alltaf sérstakan stað í hjarta hennar og þar höfum við stórfjölskyldan átt ótal skemmtileg- ar stundir saman, m.a. á ættarmót- um. Við eigum margar minningar um ömmu sem eru ómetanlegar. Þegar við komum heim til hennar þá gekk maður inn í annan heim. Hún hafði tekið allt það besta úr sveitinni með sér til borgarinnar. Heimili ömmu og afa stóð alltaf öllum opið, þar var alltaf gott að vera og alltaf voru kræsingar á borðum. Ef hún vissi af okkur á leiðinni þá biðu okkar rjúk- andi gómsætar pönnukökur, amma gerði bestu pönnukökurnar. Hjá ömmu saumuðum við saman slátur- keppi, spiluðum, möluðum kaffi- baunir, gáfum fuglunum, tókum upp kartöflur; hvað það var gaman þegar skrýtnu óreglulegu kartöflurnar komu upp. Við lékum okkur með gamlar tölur, fórum með ömmu í berjamó og aldrei var maður ríkari en þegar maður lék sér með gömlu krónurnar hennar ömmu! Ef amma var ekki með okkur var hún prjónandi eða raulandi í eldhús- inu við gömlu Gufuna. Amma var mikil prjóna- og saumakona, hún gerði allt vel og af mikilli vandvirkni Guðlaug Sæmundsdóttir ✝ Guðlaug Sæ-mundsdóttir fæddist í Stóru-Mörk í Vestur-Eyja- fjallahreppi 6. nóv- ember 1921. Hún lést á Vífilsstöðum að- faranótt föstudagsins 30. janúar síðastlið- ins. Útför Guðlaugar var gerð frá Selja- kirkju 9. febrúar sl. og það liggja ótal meistaraverk eftir hana. Það var alltaf nota- legt að sitja við eld- húsborðið hjá ömmu og afa, drekka kaffi og spjalla við ömmu. Það var alltaf fínt hjá henni og hlutirnir í röð og reglu. Amma hugs- aði einstaklega vel um afa og undir lokin voru hennar mestu áhyggj- ur af því hvernig afi hefði það. Það er gott að amma fékk loks hvíld eftir erfið veikindi, en hennar er sárt saknað. Amma sagði alltaf að englarnir svifu yfir okkur og pöss- uðu okkur þegar við svæfum. Það er gott að vita til þess að amma vakir yfir okkur núna. Takk fyrir allt, elsku amma. Björk, Hlynur, Þórarinn og Sigrún Dís. Elsku amma, við höfum verið förunautar en nú skilur leiðir að sinni. Til þín var alltaf gott að koma og var alltaf tilhlökkunarefni þegar farið var til Reykjavíkur í heimsókn með mömmu og pabba. Það var sér- staklega gott að eiga þess kost að búa hjá ykkur hjónum þegar leiðin lá í skóla í Reykjavík. Nokkra hluti lærði ég af þér á meðan ég bjó hjá ykkur hjónum í Steinaselinu. Þú kenndir mér að strauja með þeim orðum að það þýddi ekkert annað en að ég kynni það, ég gæti ekki verið alveg ósjálfbjarga. Annað sem ég lærði var hvernig hægt er að rækta samband hjóna eins og þið gerðuð. Mér fannst það aðdáunarvert hve þið hjónin genguð í takt og voruð góð hvort við annað. Þetta gekk jafnvel svo langt að þið hrutuð alltaf á sama tíma fyrir framan sjónvarpið. Einn þáttur hélt ykkur samt alltaf vakandi en það var Matlock, þá horfðuð þið bæði á með athygli. Í hverri viku fóruð þið síðan að dansa í Mjóddinni eða í Glæsibæ. Þegar ég kláraði skólann selduð þið Steinasel- ið og fluttuð á Skúlagötuna. Þangað vandi ég komur mínar og fór snemma að koma með konuna mína, hana Guðrúnu, með mér. Þú tókst henni strax og heillaðir með þinni góðu og rólegu nærveru. Þið gátuð alltaf talað saman um tíma þinn á Selfossi og jafnvel um nýjustu strauma í barnauppeldi, brjóstagjöf og fleiri málefni sem brenna á ung- um mæðrum. Síðan fjölgaði í hópn- um okkar og við komum með dreng- ina okkar í heimsókn, fyrst einn, svo tvo og að lokum þrjá. Alltaf voru þá dregin fram leikföng og kaffi og með því. Drengirnir okkar þekktu leiðina til ykkar. Þegar komið var á Sæ- brautina á sunnudagsmorgnum vissu þeir hvert við vorum að fara. Þeim fannst alltaf jafn skemmtilegt að koma til ykkar og þeir sakna þín sárt. Elsku amma mín, ég þakka þér allar stundirnar. Guðni Þór Gunnarsson. Elsku amma okkar. Við systurnar munum ávallt verða þakklátar fyrir það hvað þú varst góð við okkur, eins og þú varst við öll barnabörnin þín. Við vitum að þú varst svo stolt af börnunum þínum og barnabörnum og vildir alltaf allt fyrir fjölskylduna gera. Fríður var svo heppin þegar hún var lítil að fá að vera í pössun hjá þér. Henni fannst svo gott að vera hjá þér að hún fékk að hætta í leik- skólanum til að vera hjá þér allan daginn. Þú kenndir okkur að prjóna og sauma og við vonum að okkur takist einn daginn að verða jafndug- legar í höndunum og þú. Þú varst líka svo dugleg í eldhúsinu og það var best þegar þú bakaðir kleinur og pönnukökur, þú gerðir bestu pönnu- kökur í heimi. Það var svo skemmti- legt að vera hjá þér og þú varst alltaf glöð og syngjandi, við munum aldrei eftir að hafa séð þig í vondu skapi. Vonandi munum við einn daginn eiga barnabörn til að vera eins góðar við og þú varst við okkur. Við fórum oft saman í göngutúra og berjamó enda leið þér svo vel úti í náttúrunni. Það var svo gaman að vera á ætt- armótum með þér amma, þú kunnir svo vel við þig í sveitinni undir Eyja- fjöllum. Okkur finnst þetta ljóð svo fallegt og minnir okkur á þig og Stóru-Mörk þar sem þú ólst upp: En fjarri er nú söngur þinn, sólskríkjan mín, og sumur þíns vinar hin fegurstu liðin. Hann langar svo oft heim á Þórsmörk til þín, hann þráir svo ljóðin og vornæturfriðinn, – hann harmar í skógunum hrjósturlönd sín, hann hlustar sem gestur á náttgalakliðinn. (Þorsteinn Erlingsson.) Nú færðu að hvílast, amma okkar, síðustu mánuði gerðu veikindi líf þitt erfitt og þú varst ósátt við að geta ekki hugsað um afa. En þú þarft ekki að hafa áhyggjur af honum, við pössum hann. Við munum ávallt minnast þín eins og þú varst alltaf, svo glöð og sæl. Þínar, Fríður, Katrín Alma og Ragnheiður. Elsku amma var alltaf í góðu skapi, svo blíð, góð og hláturmild. Hjá henni var svo notalegt að vera, aldrei neitt stress, aldrei nein leið- indi. Alltaf var maður velkominn og amma vildi alltaf allt fyrir mann gera. Ég man eftir mér lítilli í pöss- un hjá ömmu. Það var svo gaman. Við amma fórum saman hitt og þetta, í búðina til dæmis að versla í matinn og alltaf keypti hún ís svo ég gæti fengið mér eftir hádegismatinn. Það er yndislegt að hafa átt svona ömmu og fengið að stússast með henni í rólegheitum í hinum ýmsu verkum. Ég er henni svo þakklát. Ég á eingöngu fallegar og góðar minningar um ömmu og okkar tíma saman. Fyrir það er ég líka þakklát. Elsku amma okkar. Það er erfitt að velja orð til að lýsa þér, orð sem vega nógu þungt án þess að láta mik- ið yfir sér. Þannig varst þú, sinntir heimili, eiginmanni, börnum, barna- börnum, barnabarnabörnum og öll- um sem stóðu þér nærri af einstakri alúð. Einstök – það lýsir þér vel, því þú stóðst iðulega ein við öll verk og bægðir oft frá þér hjálp og ég minn- ist þess ekki að þú hafir nokkurn tímann óskað eftir henni. Æsku- minningarnar eru margar og góðar frá því að fjölskyldan hittist þar sem þú stóðst vaktina, iðulega í eldhús- inu, og leiddir niðjahópinn á þinn yf- irvegaða hátt. Það er margt sem við unga fólkið gætum lært af þér. Iðju- semi án áreynslu, þrautseigja án gremju, gjafmildi án óskar um end- urgjöf, en umfram allt hæfileikinn til að tjá væntumþykju á óumdeilanleg- an hátt með gjörðum þínum. Hjá þér var allt á borði fremur en í orði. Von- andi getum við þroskast og líkst þér með tímanum, það væri sannarlega ekki leiðum að líkjast. Elsku amma, megir þú hvíla í friði. Við söknum þín. Takk fyrir allt. Ebba Guðný og Jóhannes Þór. Með fátækum orðum þér vil ég tjá, söknuð og þakklæti ættfólki frá. Við æ munum eiga minningu um þig, Drottinn hann veiti þér eilífan frið. Aldrei ég heyrði þig tala illt orð, skilning og ást þú æ barst á borð. Þú sofnaðir síðust, fyrst fórst á stjá, þú varst okkar skjól, ef bjátaði á. Þitt líf var að fæða og ala upp börn, já, elsku amma, við syrgjum þig mörg. Þín laun voru lítil, en sterk var þín trú, því biðjum við Guð að launa þér nú. (Guðmundur Guðmundsson.) Elsku amma, takk fyrir sam- veruna, pönnsurnar og vettlingana sem þú hefur gert fyrir okkur í gegnum árin. Við munum minnast þín með bros á vör, en söknuð í hjarta. Guðrún Ósk, Guðlaug Ýr og Eva Dögg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.