Morgunblaðið - 22.02.2009, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 22.02.2009, Blaðsíða 46
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2009 VENSELIN Topalov hefur ekki alltaf byrjað vel á skákmótum eða einvígjum en fékk fljúgandi start í einvígi sínu við Gata Kamsky sem nú stendur yfir í Sofia í Búlgaríu. Þeir munu tefla átta skákir og Topalov vann aðra skákina með svörtu í að- eins 32 leikjum. Sigurvegarinn öðl- ast rétt til að skora á heimsmeist- arann Anand. Þótt flest bendi til þess að Búlgarinn sigri má geta þess að Kamsky náði að vinna upp tveggja vinninga forskot Anands í Sanghi Naghar á Indlandi í lokaein- vígi heimsmeistarakeppni FIDE ár- ið 1994. Það var því ekki hægt að af- skrifa Bandaríkjamanninn. Kamsky notaði mikinn tíma í byrj- un skákarinnar en Topalov brá fyrir sig sjaldséðu afbrigði í spænska leiknum. Það varð Kamsky að falli að velja afar hvassa leið sem innihélt óljósa peðsfórn. Vendipunktur skák- arinnar var í 22. leik. Þá gat Kamsky unnið mann sem var besta leiðin þó að staða Topalov hefði verið sterk eftir sem áður: 2. einvígisskák: Gata Kamsky – Venselin Topalov Spænskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rf6 4. 0-0 Bc5 5. Rxe5 Rxe4 6. De2 Rxe5 7. d4!? Algengast er 7. Dxe4 Rc6 8. Dxe7+ Bxe7 9. c3 og hvítur hefur ör- lítið betra tafl. Peðsfórnin er þekkt en kostaði Kamsky engu að síður mikinn tíma. 7. … De7 8. dxc5 Rxc5 9. Rc3 Rg6 10. Dh5 c6 11. Bg5 f6 12. Hae1 Re6 13. Bd3 0-0 14. Bd2 d5 15. f4 Dc5+ 16. Kh1 d4 17. Bf5 Hver einasti leikur í byrjun þess- arar skákar kostaði miklar vanga- veltur. Líkur er á 16. Be3 hafi verið betra en 16. Kh1. Nú missti Topalov að leið sem sterkustu forritin Rybka og Fritz voru fljóta að benda á: 17. … Rexf4! 18. Hxf4 dxc3! og nú strandar 19. Be6+ Bxe6 20. Dxc5 cxd2 og svartur vinnur. 17. … Hf7 18. Re4 Dd5 19. Bxg6 hxg6 20. Dxd5 cxd5 21. Rd6 Hc7 SJÁ STÖÐUMYND Kamsky átti varla nema um 20 mínútur eftir á klukkunni. Hann sá að eftir 23. Rxc8 Haxc8 24. Hxe6 Hxc2 er svarta staðan betri m.a. vegna þess að 25. Hd1 strandar á 25. … Hxd2! Engu að síður varð hann að tefla þessa stöðu áfram og leika 25. Bb4. 22. c4?? dxc3 23. Bxc3 d4 24. Bb4 Bd7 25. Hf2 a5 26. Ba3 b5 27. b3 b4 28. Bb2 Ha6! Topalov teflir þennan þátt skák- arinnar af miklum krafti. 29. Re4 Hac6 30. Kg1 Hc2 31. g3 d3 32. Hd1 f5! – Lokahnykkurinn. Kamsky gafst upp því hörfi riddarinn kemur 33. … Hxf2 ásamt 34. … Hc2+ og vinnur mann. Minningarmót um Jón Þorsteinsson Minningarmót um Jón Þorsteins- son, skákmeistara, lögfræðing og al- þingismann, hófst í gær kl. 14 í Menntaskólanum við Hamrahlíð en í dag hefst taflið kl. 13. Synir Jóns standa fyrir mótinu í samvinnu við Taflfélag Reykjavíkur og Taflfélagið Helli. Reiknað er með þátttöku margra af sterkustu skákmönnum þjóðarinnar. Ekki verður teflt frá upphafsstöðu heldur mun mótsnefnd velja níu upphafsstöður sem tefldar verða í hverri umferð og verður upp- hafsstaðan kynnt fyrir hverja um- ferð. Jón Þorsteinsson var öllum þeim sem kynntust honum minnisstæður persónuleiki. Þeir sem fengust við að skrifa um skák í dagblöðin urðu þess fljótt áskynja að Jón var vel „læs“ á skáktexta þ.e.a.s. hann þurfti ekki og „… var ekki með neitt borð …“ þeg- ar hann var að sundurgreina skák- irnar. Jón fylgdi sonum sínum Jóhannesi Gísla og Jóni Gunnari á barna- og unglingaskákmót og umgekkst ung- viðið á jafningjagrundvelli þó að stundum hefði hann á orði að uppeldi sumra væri ábótavant. Ungur maður í TR, Benedikt Jónasson, gróf ein- hverju sinni upp gamla þingræðu Jóns frá viðreisnarárunum þar sem m.a. kom fyrir lína til marks um vel- sæld þjóðarinnar, “… að nú ættu all- ir Íslendingar ísskápa“. Urðu þetta fleyg orð í sölum Taflfélags Reykja- víkur. Jón tefldi sennilega mest á átt- unda áratug aldarinnar. Á Skákþingi Reykjavíkur 1975 var Friðrik Ólafs- son meðal þátttakenda. Skák hans við Jón Þorsteinsson fór í bið og þeg- ar Jón var búinn að loka umslaginu hafði hann á orði að: “… síðast þegar ég tefldi við stórmeistara tapaði ég í 12 leikjum.“ Biðstaðan var að vísu koltöpuð hjá Jóni og Friðrik svaraði glettnislega: „Þú veist nú símanúmerið mitt.“ Það varð úr að Jón gaf biðskákina símleiðis. Við skákborðið vann Jón margan frækinn sigur, t.d. lagði hann Jóhann Hjartarson að velli á Skákþingi Ís- lands 1982. Topalov hefur tekið forystuna gegn Kamsky Helgi Ólafsson | helol@simnet.is Spennandi einvígi Kamsky (t.v.) og Topalov við taflið í Sofia. SKÁK Sofia, Búlgaríu Áskorendaeinvígi 17.-27. febrúar 2009 ENN og aftur er umræðan um tvöföld- un Suðurlandsvegar í uppnámi. Vangaveltur sam- gönguráðherra nýver- ið þar sem hann efast um nauðsyn tvöföld- unar Suðurlandsvegar hafa valdið mér og fleiri Sunnlendingum miklum von- brigðum. Samgöngumál á suður- og suðvesturhorninu hafa ekki átt upp á pallborðið hjá hæstvirtum samgönguráðherra og hefur hann fundið Suðurlandsvegi allt til for- áttu og tafið framkvæmdir. Íbúar og sveitarstjórnarmenn á Suður- landi hafa barist fyrir Suður- landsvegi með 2+2 sniði í mörg ár. Þingmenn Suðurlands, allir sem einn, hafa und- anfarið unnið hörð- um höndum að að koma þessu máli í gegnum þingið. Nú þegar íbúar svæð- isins voru loks farnir að eygja von kemur samgönguráðherra fram og talar um 2+1 veg sem kemur á engan hátt til með að anna þeim um- ferðarþunga sem um veginn fer, um það eru sérfræðingar, sveitarstjórn- armenn og íbúar sammála. Það er með ólíkindum að þurfa enn og aftur að fara af stað í þessa baráttu, forsendur hafa ekkert breyst, þörfin er sú sama og áð- ur. Nú ríður á að við Sunnlend- ingar stöndum saman og krefj- umst þess að samgönguráðherra leyfi sér ekki að gera slíkar breytingar, sérstaklega þar sem umboð ríkisstjórnarinnar sem nú situr er stutt en kosningar nálgast sem betur fer óðfluga. Suðurlandsvegurinn er ekki krafa um aukin þægindi heldur er þetta spurning um öryggismál, at- vinnumál og heilbrigðismál fyrir vegfarendur. Vangaveltur samgönguráð- herra valda vonbrigðum Unnur Þormóðs- dóttir skrifar um samgöngubætur á Suðurlandi » Vangaveltur sam- gönguráðherra ný- verið, þar sem hann efast um nauðsyn tvö- földunar Suðurlands- vegar, hafa valdið Sunn- lendingum miklum vonbrigðum. Unnur Þormóðsdóttir Höfundur er hjúkrunarfræðingur og bæjarfulltrúi í Hveragerði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.