Morgunblaðið - 22.02.2009, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 22.02.2009, Blaðsíða 43
Umræðan 43 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2009 • Rótgróin bílaleiga í eigin húsnæði. Ársvelta 120 mkr. EBITDA 30 mkr. • Narfeyrarstofa. Glæsilegt veitingahús í eigin húsnæði á besta stað í Stykkishólmi. Góður og vaxandi rekstur. Góður hagnaður. • Rótgróin heildverslun með neytendavörur. Ársvelta 160 mkr. EBITDA 45 mkr. • Eitt vinsælasta vínveitingahús landsins. Ársvelta 250 mkr. EBITDA 90 mkr. Engar skuldir. Mjög hagstætt dæmi fyrir fjárfesta. • Sölustjóri-meðeigandi óskast að FIAT umboðinu á Íslandi. Sjá nánar á www.kontakt.is. • Stórt innflutnings- og framleiðslufyrirtæki með miklar erlendar skuldir, sem gert er ráð fyrir að verði afskrifaðar að hluta við eigendaskipti. • Meðfjárfestir óskast við kaup á rótgrónu dönsku framleiðslufyrirtæki. Sam- þykkt kauptilboð, fjármögnun og áreiðanleikakönnun liggur fyrir. Viðkom- andi þyrfti að leggja fram 20 millj. DKK. 182 fm skrifstofur, 4. hæð, lyftuhús. Móttaka, skrifstofur, fundarherb., opið rými, eldhús, salerni og ræsting. Húsnæði í góðu standi, mjög gott útsýni, tölvu- og símalagnir. Laust 1. mars. Hagstæð leiga. Húsnæðið er án kvaðar um vsk. Upplýsingar gefur Magnús í síma 820 2206. Til leigu Bolholt Bakkabraut 2 - Kópavogi TIL LEIGU 480 FM IÐNAÐAR- OG GEYMSLUHÚSNÆÐI Til leigu mjög gott ca 480 fm iðnaðar- og geymsluhúsnæði við Bakkabraut í Kópavogi. Í boði er: · Mjög góð lofthæð rúm 6,5 m · Stór innkeyrsluhurð · Góð skrifstofu- og salernisaðstaða · Góð aðkoma og stórt malbikað útisvæði · Góð staðsetning · Hagstæð leigukjör Guðrún Árnadóttir lögg. fasteignasali Sími 530 1500 • Heimasíða www.husakaup.is Jón Gretar Jónsson Sölumaður GSM. 617-1800 ÞAÐ er fastur liður að „listamannalaun“ komi til umræðu um þetta leyti árs þegar árleg úthlutun er um garð gengin. Fyrir kemur að nokkurrar ónákvæmni gæti og misskilnings, til að mynda í umfjöllun Stöðvar 2 nú nýlega. Því er ekki nema rétt og skylt að rifja upp helstu staðreyndir mála. „Listamannalaun“ sem svo eru kölluð eru starfslaun sem listamenn geta sótt um árlega skv. lögum nr. 35 frá 1991 og hafa því verið við lýði í 18 ár. Þau eru veitt til 3 mán- aða skemmst, eins árs lengst – en þó er í örfáum tilfellum heimilt að veita þau allt að 2-3 árum. Upp- hæðin nemur nú kr. 266.737 á mán- uði. Af henni dragast síðan lífeyr- isgreiðslur, orlof og skattur. Úthlutun launa af hálfu hins op- inbera til listamanna á sér þó mun lengri sögu og mun t.a.m. hafa tíðkast alla 20. öldina, ýmist út- hlutað beint af alþingismönnum eða aðilum sem þeir tilnefndu. Það fyr- irkomulag var listamönnum ógeð- fellt og því langþráður ávinningur þegar lögin um starfslaun tóku gildi, þar sem gengið var út frá hlutlægum vinnubrögðum bæði við umsókn og úthlutun launanna. Sótt var um til að inna af höndum til- tekið starf sem til þess bær nefnd lagði mat sitt á, en að því loknu skilaði viðkomandi listamaður skýrslu um framgang verksins. Og kæmi því aðeins til greina við aðra úthlutun að fyrirheit um verk og framgang hefðu gengið eftir. Í nýlegri frétt á Stöð 2 var talað um hóp manna sem væru „áskrif- endur að starfslaunum“. Hvað skyldi vera átt við með því? Er fréttamaðurinn áskrifandi að sínum launum? Væntanlega hefur hann sótt um starfið og verið ráðinn til verksins sem hann síðan sinnir – og er umbunað í samræmi við það. Þá er athyglisvert að hann tiltók einvörðungu rithöfunda, en þeir eru að sjálfsögðu aðeins hluti lista- manna, af 1.200 mánaðarlaunum koma 480 í þeirra hlut. Annað mál er það að rithöfundar eiga í óvenju ríkum mæli undir starfslaunum að geta stundað vinnu sína óskiptir. Íslensk- ur höfundur skrifar fyrir eitt minnsta mál- svæði í veröldinni. Í dag er meðalupplag af íslenskri skáldsögu 1.000 eintök – sem er risavaxið – menn þýði það yfir á dönsku (20 þúsund eintök), frönsku (200 þúsund eintök), amer- ísku (milljón eintök). Sem breytir ekki því að ritlaun höfundar fyrir bók í þúsund eintökum nema um 600 þúsundum kr. Nú tekur að meðaltali tvö ár að vinna bók þann- ig að laun höfundarins deilt með tveimur nema um 300 þúsund kr. á ári. Af þessu ætti hvert mannsbarn að sjá að starfið er ekki gerlegt nema samfélagið úrskurði að það eigi rétt á sér og skapi því grund- völl. Hvers vegna skyldi samfélagið gera það? Jú, lífæð þeirrar þjóðar sem hér lifir og starfar er íslensk tunga. Það er hún sem sérkennir okkur og réttlætir sem sérstaka þjóð. Það undur að svo fámennur hópur skuli megna að halda úti sér- stakri tungu er fyrst og fremst að þakka bókmenntum þjóðarinnar og þeirri almennu skáldskapar- og fræðaiðkun sem hingað til hefur talist sérkenna okkur á verald- arvísu. En staðreyndirnar eru þarna: ís- lenskur bókamarkaður er of smár til að halda uppi atvinnuhöfundum einn sér. Menn hugleiði að höf- undur á borð við Halldór Laxness var lengst af á hæsta skáldastyrk af hálfu hins opinbera – og halarófa annarra höfunda sem við stærum okkur af vann verk sín með stuðn- ingi af listamannalaunum: Davíð Stefánsson, Þórbergur Þórðarson, Jóhannes úr Kötlum, Steinn Stein- arr, Guðmundur Hagalín, Tómas Guðmundsson … listinn fer langt út yfir takmörk þessarar greinar. Starfslaunin gera að verkum að hverju sinni getur nokkur hópur manna og kvenna helgað sig list sinni – og hefur nú þegar borið þann ávöxt að hér ríkir óumdeild gróska á öllum sviðum lista. Sem nota bene leggja til þjóðarbúsins margfalda þá upphæð sem til þeirra er veitt – í hlutföllum útsæð- is og uppskeru. Hlutur lista í landsframleiðslunni er talinn nema um fjórum hundraðshlutum eða um 50 milljörðum króna – á meðan heildarupphæð starfslauna er 330 milljónir! Að því er skáldskapinn varðar hafa á umræddu tímabili sprottið upp höfundar og orðið til bók- menntaverk sem bera gróskunni ótvírætt vitni. Og starfa þeirra gætir að sjálfsögðu í ótal ferlum úti um allt samfélag: bókaútgáfu, prentsmiðjum, auglýsingastofum, fjölmiðlum … Sem breytir ekki því að stór hluti af vinnu rithöfunda er sjálfboðavinna. Starfs síns vegna er hann kallaður til af ótal tilefnum í útvarpi, sjónvarpi, í grunnskólum jafnt sem háskólum og málþingum – alls staðar þar sem umræðu og umþenkingar er þörf – oftast nær án þóknunar. Að ógleymdu því að það starf sem hann innir af hendi við sköpun verksins heimtar fram- lag sem seint yrði mælt með skeið- klukku eða verðlagt. Þetta gerir höfundurinn af fúsum og frjálsum vilja af því að hann trúir að það hafi merkingu – ekki aðeins fyrir hann sjálfan, heldur samfélagið allt í bráð og lengd. Um starfslaun listamanna – að gefnu tilefni Pétur Gunnarsson skrifar um mik- ilvægi listamanna- launa »Hlutur lista í lands- framleiðslunni er talinn nema fjórum hundraðshlutum eða 50 milljörðum króna – en heildarupphæð starfs- launa er 330 milljónir! Pétur Gunnarsson Höfundur er formaður Rithöfundasambands Íslands. @Fréttirá SMS @
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.