Morgunblaðið - 22.02.2009, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.02.2009, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2009 25. febrúar 1979: „Í stuttu máli hefur Sjálfstæðisflokkurinn með þessari stefnuyfirlýsingu haslað sér völl á ný sem fjöldahreyfing fólksins í landinu, sem tekur af- stöðu með einstaklingnum gegn kerfinu, sem tröllríður þjóðfélagi okkar. Þess vegna er þessi stefnu- yfirlýsing fagnaðarefni. Hún markar ákveðin þáttaskil. Hún dregur mjög skýrar línur í ís- lenzkum stjórnmálum. Efnahags- stefna flokkanna allra er ekki ein og hin sama. Um tvo skýra kosti er að ræða, efnahagsstefnu stjórn- arflokkanna, sem boðar aukna skattheimtu, aukin ríkisafskipti og aukna miðstýringu, og efnahags- stefna Sjálfstæðisflokksins, sem boðar skattalækkun, minni ríkisaf- skipti, aukið frjálsræði. Vafalaust munu einhverjir segja, eins og fram kom í forystugrein Vísis í fyrradag, að þetta sé gott og blessað, en Sjálfstæðisflokkurinn hafi hagað sér á annan veg í síð- ustu ríkisstjórn. Um þetta er það eitt að segja, að Sjálfstæðisflokk- urinn tók þá við stjórnarforystu með efnahags- og atvinnulíf lands- manna í rúst eftir vinstri stjórn- artímabil og stjórnaði landinu með Framsóknarflokknum, sem átti mestan þátt í að leggja efnahags- kerfið í rúst á árunum 1971-1974.“ . . . . . . . . . . 26. febrúar 1989: „Þorsteinn Páls- son bendir síðan á, að innan beggja þessara atvinnugreina, sjávarútvegs og landbúnaðar, hafi ekki náðst betri sátt um aðrar leiðir til þess að mæta nýjum að- stæðum. Það er rétt. Þótt kvóta- kerfið í landbúnaði hafi verið um- deilt hafa ekki komið fram hugmyndir um aðrar aðferðir, sem njóta meira fylgis. Hins veg- ar hefur kvótakerfíð í sjávar- útveginum verið umdeildara, þótt menn hafi unað við það, en líklega er vaxandi fylgi við hugmyndina um sölu veiðileyfa – en að vísu ut- an sjávarútvegsins. Sú hugmynd, að hér séu að skapast tvö ólík hagkerfi, annað á landsbyggðinni, hitt við Faxaflóa, er ný og for- vitnileg.“ Úr gömlum l e iðurum Fjár-mála-kreppan er nú orðin að fram- leiðslukreppu. Jafnvel er talað um hrun framleiðslunnar. Í nýjasta tölublaði tímaritsins The Eco- nomist er framleiðslukreppan meginefni. Þar er rakið hvernig flutningaskip sigla hálftóm um heimsins höf. Pantanir á verksmiðjuvélum voru 40% minni í Þýskalandi í desember en í sama mánuði árið áður. Helmingurinn af níu þúsund fyrirtækjum í Kína sem flytja út leikföng er gjaldþrota, 60% færri bílar voru framleiddir í Bandaríkj- unum í janúar í ár en í fyrra. Áhrifanna af fjármálahruninu gætir um allan heim, allt frá Suður-Ameríku til Asíu. Ástæðan fyrir því að fram- leiðsla dregst saman er aug- ljós. Eftirspurn hefur skropp- ið saman og Ísland er gott dæmi um það eins og sést á þeim umskiptum sem orðið hafa í innflutningi til landsins. Eftir því sem framleiðslan dregst saman eykst krafan um opinbera aðstoð. Hún get- ur átt rétt á sér ef spurningin snýst um að fyrirtæki komist í gegnum öldudal en það getur hins vegar ekki verið lausn til framtíðar að framleiða vörur sem enginn vill kaupa í hag- kerfi sem hefur getu til að framleiða langt umfram eft- irspurn. Paul Volcker, aðalráðgjafi Baracks Obama Bandaríkja- forseta í efnahagsmálum og fyrrverandi yfirmaður banda- ríska seðlabankans, sagði á föstudagskvöld að þróun og hraði fjármálakreppunnar hefði komið sér- fræðingum í opna skjöldu. Sam- drátturinn í fram- leiðslu í heiminum væri bein afleiðing af krepp- unni í hinu vestræna fjár- málakerfi og hann reiknaði „ekki með að við munum taka upp sams konar fjármálakerfi og við höfðum byggt upp fyrir kreppuna“. Volcker kom í ræðu sinni inn á lykilatriði varðandi end- urreisn hins alþjóðlega fjár- málakerfis. Alþjóðlegri sam- vinnu í efnahagsmálum yrði að koma í fastan farveg. Skapa yrði nýtt, alþjóðlegt lagaumhverfi, sem sér- staklega næði til banka og fjármálastofnana sem störf- uðu í mörgum löndum. Í kreppunni skapast and- rúmsloft þar sem hver hefur tilhneigingu til að hugsa um sig. Þau viðbrögð kunna að vera eðlileg birtingarmynd sjálfsbjargarviðleitninnar en þau eru hins vegar líklegri til að valda skaða þegar til lengri tíma er litið. Að sama skapi er ekki hægt að ætlast til þess að eitt ríki opni allt upp á gátt á meðan öll hin ríkin setja upp verndarmúra og skekkja alla samkeppni. Eftir því sem kreppan verð- ur víðtækari og alvarlegri verður brýnna að taka á þessu vandamáli. Eins og Volcker sagði er alþjóðlegt samstarf nauðsynlegt til að leiðrétta kúrsinn en það á ekki bara við um umhverfið í fjármálaheim- inum heldur einnig í hinu raunverulega hagkerfi þar sem verðmætin verða til sem eru undirstaða fjármálahrær- inganna. Framleiðsla dregst saman í heiminum.}Kreppan breiðist út S amfylkingin glímir við sérkenni- legan vanda. Hún hefur innan sinna raða vinsælasta stjórnmála- mann landsins sem var gerður að forsætisráðherra í eins konar milli- leik þar sem horft var til þess hvað líklegast væri til að falla í kramið hjá þjóðinni. Þetta var snjall leikur sem tókst fullkomlega. Stundum hvarflar reyndar að manni hvort þeir sem tóku þessa ákvörðun hafi áttað sig á því til hvers hún myndi leiða. Það að gera Jó- hönnu Sigurðardóttur að forsætisráðherra hefur sennilega bjargað Samfylkingunni frá hruni í skoðanakönnunum en um leið skapað ákveðinn vanda. Núverandi forsætisráðherra, sem fékk starfið til bráðabirgða, er svo miklu vinsælli en núverandi formaður Samfylking- arinnar. Sú spurning vaknar og verður áleitnari með degi hverjum hvort Samfylkingin hafi efni á að víkja Jóhönnu Sigurðardóttur til hliðar þegar líður að kosningum og tefla fram Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem formanni og forsætisráðherraefni sínu. Vegna veikinda hefur Ingibjörg Sólrún verið lítt sýni- leg á hinu pólitíska sviði frá bankahruninu í október síð- astliðnum. Ef hún kæmi nú fram, svo skömmu fyrir kosningar og eftir alllanga fjarveru, til að leiða flokk sinn í næstu kosningum myndi hún ekki laða að kjósendur í sama mæli og Jóhanna Sigurðardóttir. Í huga þjóð- arinnar er tími Jóhönnu kominn. Spurningin er hvort Samfylkingin ætli að láta eins og hún viti ekki af því. Jóhanna hefur sagt að hún muni ekki bjóða sig fram til formanns gegn Ingibjörgu Sól- rúnu og engin ástæða er til að ætla annað en að hún muni standa við það. En það verður ekki horft framhjá því að formaður Samfylk- ingar hefur verið að glíma við veikindi og hef- ur verið fjarri vettvangi í nokkurn tíma. Á meðan hefur Jóhanna stolið senunni. Það hef- ur hún gert með því einu að vera hún sjálf. En það er svosem ekki lítið þegar Jóhanna á í hlut því hún er heiðarleg, sjálfri sér sam- kvæm, ákveðin og óhrædd við að taka ákvarð- anir. Þjóðin vill þannig stjórnmálamenn. Jóhanna gæti reyndar kosið að hverfa af hinum pólitíska vettvangi eftir áratuga far- sælt starf. Það væri ansi vont fyrir Samfylk- inguna að þurfa að sjá á bak farsælum forystumanni sem nýtur víðtæks trausts og það kæmi niður á fylgi flokks- ins í kosningum. Vissulega á þjóðin góðan stjórnmála- mann í Ingibjörgu Sólrúnu en veikindi hennar hafa sett rækilegt strik í reikninginn. Það er einfaldlega ekki hægt að láta eins og þau hafi ekki orðið. Ingibjörg Sólrún á ekki að draga sig í hlé vegna bankahruns sem hún ber ekki ábyrgð á heldur vegna veikinda. Þeir sem veikjast þurfa tíma til að jafna sig. Það vita allir. Ingibjörg Sólrún þarf engu að kvíða þótt hún dragi sig í hlé um tíma. Hennar tími mun koma á ný. Tími Jó- hönnu er núna. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Sérkennilegur vandi Hriktir í stoðum japanska kerfisins Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is E r mikilla breytinga að vænta í japönskum stjórnmálum? Riðar valdakerfi Frjálslynda lýðræðisflokksins til falls eftir nær sleitulausa valdasetu frá stofnárinu, 1955? Slíkar spurningar gerast æ hávær- ari enda staða flokksins slæm. Það var því til að bæta gráu ofan á svart þegar fjármálaráðherrann Sho- ichi Nakagawa sagði af sér fyrir helgi eftir rökstuddar ásakanir um að hann hefði komið fram drukkinn, atvik sem varð ekki til að auka stuðning við stjórn Taro Aso forsætisráðherra sem mældist 13,4 prósent á fimmtu- dag. Allt bendir til að flokkurinn gjaldi afhroð í kosningunum í haust. Þessi umskipti kalla á forsögu. Kristín Ingvarsdóttir, dr. í félags- vísindum frá Hitotsubashi-háskóla í Tókýó, bendir aðspurð á að eftir lok síðari heimsstyrjaldar hafi pólitískt landslag í Japan verið gjörólíkt því sem nú er að því leyti að fjöldinn allur af framboðum einstaklinga og flokka hafi sprottið upp. Við stofnun sósíal- istaflokks hafi hægriframboðin sam- einast undir merkjum Frjálslynda lýðræðisflokksins, sem hafi allar göt- ur síðan verið stærsti flokkurinn, samsettur úr mörgum flokksbrotum. Miðjan í hagsmunaneti „Það hafa því alltaf verið miklir flokkadrættir innan flokksins og það þarf sterka leiðtoga með gott bakland til að flokkurinn nái að sýna samstöðu út á við. Vinsældir meðal almennings gefa aukið umboð. Síðast var það Junichiro Koizumi sem náði að sam- eina þetta tvennt. Arftakar hans hafa aftur á móti átt í töluverðum erfið- leikum. Flokkurinn hefur átt fastan sess í mjög öflugu hagsmunaneti sem oft hefur verið líkt við þríeyki, þar sem tengsl milli flokksins, stórfyrir- tækja og embættismanna tvinnast saman,“ segir Kristín, sem skýrir sterka stöðu flokksins meðal annars með því að honum hafi tekist að byggja upp stöðugt velmegunarþjóð- félag eftir tímabil örbirgðar og hungursneyðar í stríðslok. Þessi staða hafi breyst. „Það sem hefur síðan hrikt í stoð- um flokksins eru eftirmálar þess að japanska efnahagsbólan sprakk í byrjun tíunda áratugarins. Margir hafa bent á þá einföldu „lógík“ að ef það var fyrst og fremst efnahags- undrið sem hélt flokknum svo lengi við lýði sé eðlilegt að staða hans hafi veikst eftir að tímabil efnahagsörð- ugleika og stöðnunar tók við.“ Efnahagslægðin varaði enn þegar Koizumi settist í stól forsætisráð- herra árið 2001 með loforð um um- bætur í efnahagskerfinu. Kristín segir skiptar skoðanir um hversu miklum árangri Koizumi hafi náð í þessum efnum. Tíminn leiði í ljós þann dóm sögunnar sem einka- væðingarferli hans fái. Ólíkt eftirmönnum sínum, Shinzo Abe og Yasuo Fukuda, hafi Koizumi ekki hrökklast úr embætti heldur hafi hann lýst því yfir að hann myndi ekki sitja allt tímabilið. Ýmislegt bendir nú til að Taro Aso forsætisráðherra fari sömu leið og Abe og Fukuda. Lítilla breytinga að vænta Hvað snertir möguleika Demó- krataflokksins, helsta stjórnarand- stöðuflokksins, á að koma á breyt- ingum bendir Kristín á að sumir af forystumönnum flokksins hafi byrjað feril sinn í Frjálslynda lýðræðis- flokknum. Ekki þurfi að fara djúpt of- an í stefnumál flokkanna til að sjá að þeir séu um margt líkir. Kristín væntir því ekki róttækra breytinga fari eins og nú horfir, að Demókrataflokkurinn standi uppi sem sigurvegari í haust. Jafnframt beri að hafa í huga að oftar en ekki hafi sterk staða flokksins í könnunum ekki skilað sér í kjörklefanum. Reuters Í heitum sætum Shoichi Nakagawa, fyrrverandi fjármálaráðherra, leitar ráða hjá Taro Aso í japanska þinginu. Líklegt er að Aso fari senn frá. BORIÐ hefur á þeirri skoðun að ástandið í japönsku þjóðlífi sé svo alvarlegt og staða Frjálslynda lýð- ræðisflokksins svo veik að allt stefni í stjórnarskipti, eða jafnvel nýtt flokkakerfi. Kristín bendir á þá gagnrýni að með uppgangi Demókrataflokksins sé í raun ekki að myndast tveggja flokka kerfi, til þess þyki stærstu flokkarnir tveir of líkir. Margir telji að stjórnarskipti myndu varla hafa í för með sér rót- tækar breytingar. Innt eftir því hvort almennt megi segja um japanska kjósendur að þeir séu íhaldssamir segir Kristín að margir Japanar hafi verið rót- tækir í kjölfar síðari heimsstyrjald- arinnar en hafi síðan unað við vald- hafana í þeim stöðugleika sem ríkti. Námsmenn hafi til að mynda ver- ið mjög róttækir á sjöunda ára- tugnum en ekki látið mikið að sér kveða á vettvangi stjórnmálanna síðan. KEIMLÍKIR FLOKKAR›› Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.