Morgunblaðið - 22.02.2009, Blaðsíða 62
62 Menning
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2009
Morgunblaðið/Kristinn
Páll Óskar „Gömul tugga“ þegar kemur að topplistum yfir vinsælustu
myndskeiðin. Myndbandið við „Allt fyrir ástina“ var t.d. mjög vinsælt.
FYRIR þá er hafa lítinn tíma á
hverjum degi til þess að róta eftir
einhverju gómsætu í þeim botnlausa
dótakassa er netið veitir aðgang að
er Viral Video Chart þægileg stoppi-
stöð. Ávísun á snögga skemmtun fyr-
ir þá er sætta sig við að fá aðeins
nokkrar teskeiðar af rjóma þeirra
myndskeiða er renna manna á milli á
netinu á degi hverjum. Viralvideoch-
art.com safnar nefnilega öllum vin-
sældalistum helstu myndskeiðasíðna
netsins og sameinar í einn. Síðan er
uppfærð á hverjum degi, þannig að
topp 100-listinn tekur stöðugum
breytingum frá degi til dags eftir sí-
breytilegum upplýsingum síðna á
borð við YouTube, DailyMotion,
MySpace eða Metacafe. Notandinn
getur svo valið um nokkra flokka, og
fengið vinsældalista dagsins flokkaða
eftir því hvort myndbandið er aug-
lýsing, tónlistarmyndband, skondin
heimastikla eða helstu atriði íþrótta-
viðburða. Einnig er hægt að sjá vin-
sælustu myndbönd síðustu viku,
mánaðar eða árs.
Eins og hlaupabóla!
Notandanum eru veittar upplýs-
ingar af ýmsum toga um mynd-
skeiðin, um áhrifamikil blogg er
myndböndin birtast á og áhorf þeirra
frá degi til dags. Síðan birtist línurit
er sýnir auknar eða minnkandi vin-
sældir myndbandsins síðustu þrjátíu
daga. Loks er gefin einnar setningar
umsögn þar sem kemur fram hversu
vinsælt myndbandið er þá stundina.
Vinsælustu myndskeiðin fá umsögn-
ina; „spreading across the interweb
like Wildfire!“ (óbein þýðing: smitast
hraðar á milli manna á netinu en
hlaupabóla í leikskóla!).
Hægt er að gera leit að eldri
myndböndum og er listinn botnlaus.
Þá fær notandinn áhugaverðar upp-
lýsingar um tiltekið myndband. Þeg-
ar myndband lagsins „Allt fyrir ást-
ina“ er skoðað er það merkt með
orðunum „this video was popular
once, but it’s pretty old news now“
(óbein þýðing: veistu ekki hver þetta
var?). Þessu fylgja þær upplýsingar
að myndbandið hafi verið sótt
226.243 sinnum, að það hafi verið birt
á 23 áhrifamiklum bloggsíðum (með
lista yfir hverjar þær eru) og að það
hafi verið „uppgötvað“ á netinu 13.
júlí 2007. Þannig geta t.d. áhuga-
samir leikmenn (blaða-, auglýsinga-
eða tónlistarfólk og þess háttar)
fylgst gaumgæfilega með því hvort
almenn vitund á hinu og þessu sé að
aukast eða minnka.
En skemmtanagildið felst þó auð-
vitað ekki í slíkum línuritum eða not-
andaupplýsingum, heldur mynd-
böndunum sjálfum. Ef eitthvert
myndband þeytist á milli síðna á net-
inu eru yfirvofandi líkur á því að það
endi á vinsældalista Viral Video
Chart, svo fremi sem það er ekki
klámkyns eða auðmóðgandi. Þetta er
því bæði þægileg leið til þess að sjá
toppinn á ísjakanum þegar kemur að
eftirliti með straumum og stefnum
poppmenningar heims eða bara til
þess að sjá grátbrosleg myndbönd.
biggi@mbl.is
Topp 20 mynd-
skeið netsins
Simpsons Ný kynning þáttanna er
eitt vinsælasta myndband netsins.
VEFSÍÐA VIKUNNAR: viralvideochart.com»
Opið hús
Næsta þriðjudag, 24. febrúar, verður opið hús
í Menntaskólanum Hraðbraut
frá kl. 8.30 - 16.30.
Allir sem vilja kynna sér skólann
eru velkomnir.
T V E I MUR ÁRUM
Á UNDAN
Faxafeni 10 · 108 Reykjavík · Sími: 517-5040 · www.hradbraut.is
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn