Morgunblaðið - 22.02.2009, Blaðsíða 12
12 Heilbrigðismál
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2009
Eftir Orra Pál Ormarsson
orri@mbl.is
S
amskipti lækna og sjúk-
linga skipta milljónum á ári
hverju og því miður er ekki
hægt að koma alfarið í veg
fyrir að eitthvað geti farið
úrskeiðis við greiningu sjúkdóma eða
að réttri greiningu seinkar, en okkar
hlutverk er að stuðla að því að halda
þeim tilvikum í algjöru lágmarki.
Læknar eru almennt vel menntaðir
og tækin góð en sumir sjúkdómar
leyna verulega á sér og ekki verður
við öllu séð. Sérstaklega þarf að huga
að því að upplýsingagjöf og samspil
og samskipti milli heilbrigðisstarfs-
fólks séu með eðlilegum hætti,“ segir
Matthías Halldórsson landlæknir
spurður um skilvirkni íslenska heil-
brigðiskerfisins þegar kemur að því
að greina sjúkdóma.
Eins og saga Björgvins Björgvins-
sonar í Morgunblaðinu í dag og saga
Atla Thoroddsens flugmanns í
blaðinu fyrir þremur vikum staðfesta
getur röng sjúkdómsgreining haft af-
drifaríkar afleiðingar í för með sér.
Björgvin lést í fyrra en krabbamein
Atla er á lokastigi. Í báðum tilfellum
er kvartað undan samskiptaleysi
milli lækna.
Matthías segir landlæknisemb-
ættið reiðubúið að gera ítarlega al-
menna kerfisbundna rannsókn á
helstu orsökum þess að mistök eiga
sér stað í heilbrigðiskerfinu en ekki
hafi fengist til þess fjárveiting.
„Þetta er mikið verk eigi að gera það
almennilega en eins og staðan er í
fjármálum íslenska ríkisins núna eru
ekki miklar líkur á því að fjárveiting
fáist til þess á næstunni. Þangað til
við getum gert þessa rannsókn er
ógerlegt að segja til um tíðni mistaka
af þessu tagi,“ segir Matthías en
bætir við að margt bendi til þess að
mistök í heilbrigðiskerfinu séu fleiri
en komi fram. „Oft virðist tilviljunum
háð hvað kemur upp á yfirborðið.“
Rútínuvinna færð til betri vegar
Ekki er venja að landlæknisemb-
ættið bregðist við málum óumbeðið
en Matthías segir embættið í aukn-
um mæli farið að breyta vinnubrögð-
um sínum á þann veg að það kanni
og reyni að færa rútínuvinnu í heil-
brigðiskerfinu til betri vegar í stað
þess að bregðast við einstaka til-
vikum. Nefnir hann sem dæmi klín-
ískar leiðbeiningar, þ.e.hvernig eigi
að greina og meðhöndla algenga
sjúkdóma.
Matthías segir rannsóknir á mis-
tökum hafa verið gerðar víða erlend-
is og oftar en ekki hafi komið í ljós að
samspilið milli fólks mætti vera
betra. „Þetta er yfirleitt ekki kunn-
áttuskortur, heldur eitthvað sem fer
úrskeiðis í kerfinu sem slíku.“
Frumvarp um sjúkraskrár liggur
nú fyrir Alþingi og segir Matthías
rafræna sjúkraskrá fá þar aukið
vægi sem komi til með að verða til
mikilla bóta, ekki síst þegar sjúkling-
ar þurfa að ganga milli ólíkra sér-
Fremur sko
Erlendar rannsóknir benda til þess að fremur
sé um skort á samspili en kunnáttu að ræða
þegar sjúklingar fá ranga greiningu. Ekki hef-
ur enn fengist fjármagn til að rannsaka þetta
til hlítar hér á landi og landlæknir hefur grun
um að ekki komi öll mál af þessu tagi upp á
yfirborðið.
Eftir Orra Pál Ormarsson
orri@mbl.is
Það er þrautin þyngri aðkenna helstu verk enskrarbókmenntasögu á þessumsíðustu og verstu tímum
þar sem hinn almenni háskólanemi í
Englandi hefur hvorki nægilega
þekkingu á Biblíunni né goðafræð-
um til að skilja þau.
Þetta upplýsti lárviðarskáld
Breta, Andrew Motion, í breska rík-
isútvarpinu, BBC, í vikunni. Hann
kennir við Konunglega Holloway-
háskólann í Lundúnum og segir
klassískar bókmenntir ennþá hafa
ótvírætt gildi þar sem þær veiti
ómetanlega innsýn í mannlegt eðli.
Margir nemendur eigi aftur á móti
erfitt með að skilja þær.
„Fyrir skemmstu varð ég fyrir
dapurlegri reynslu þegar ég var að
reyna að fræða nemendur mína um
Paradísarmissi. Þeir vissu svo lítið
um samhengið sem ljóðið er ort í og
tilvísanirnar í því að við komumst
hreinlega ekki spönn frá rassi. Og
þetta voru afburðanemendur,“ sagði
Motion.
Paradísarmissir er almennt álitið
eitt af öndvegisverkum enskra bók-
mennta en þetta guðfræðilega sögu-
Illa að sér í
Biblíunni og
goðafræðum
LÁRVIÐARSKÁLD
BRETA HEFUR
ÁHYGGJUR AF FÁ-
FRÆÐI HÁSKÓLA-
NEMA ÞAR Í LANDI
Gottskálk Þór
Jensson
Andrew
Motion
Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur
kolbrun@mbl.is
BJÖRGVIN Björgvinsson, 32 ára
bifvélavirki, lést úr húðkrabba-
meini í maí síðastliðnum. Ekkja
Björgvins, Telma Magnúsdóttir, og
tengdafaðir hans, Magnús Matt-
híasson, segja að heilbrigðiskerfið
hafi gjörsamlega brugðist en
krabbamein Björgvins greindist
seint og um síðir eftir að læknar
höfðu staðhæft að hann væri heill
heilsu.
Mistök lækna
Björgvin og Telma bjuggu á
Tálknafirði árið 2001 þegar Björg-
vin varð var við fæðingarblett á
baki. Læknir á staðnum fjarlægði
blettinn og sendi í ræktun. Í ljós
kom að um var að ræða illkynja
sortuæxli. „Við fórum til Reykjavík-
ur þar sem læknar rannsökuðu
Björgvin og sendu hann síðan í að-
gerð. Eftir það fór Björgvin nokkr-
um sinnum í eftirlit sem byggðist
aðallega á því að kanna hvort fleiri
blettir fyndust á líkamanum. Engar
blóðrannsóknir eða annað eftirlit
fór fram,“ segir Telma.
Vorið 2005 átti Telma von á öðru
barni þeirra hjóna. Björgvin vildi þá
vera alveg viss um að ekkert amaði
að honum og fór því í frekari rann-
sóknir. Honum var sagt að hann
væri laus við öll mein. Sonur fædd-
ist þeim hjónum seinna á árinu en
fyrir áttu þau fjögurra ára dóttur. Í
febrúar 2008 fann Björgvin fyrir
miklum verkjum í maga og var
fluttur á bráðamóttöku Borgarspít-
alans. Við rannsóknir kom í ljós að
meinvörp voru í maga. Frekari rann-
sóknir leiddu í ljós að meinið var
komið út um allan líkamann.
Læknar höfðu allt frá árinu 2001
talið að ekkert amaði að Björgvini
en nú var ljóst að þeir höfðu haft á
röngu að standa. Tæpir þrír mán-
uðir liðu frá greiningu þar til Björg-
vin lést, 22. maí 2008.
Vonin dofnar
„Það var ekki fyrr en 19. maí sem
okkur varð ljóst að vonin væri orðin
lítil um að hann myndi lifa,“ segir
Telma. „Læknir á líknardeild í
Kópavogi sagði okkur að þetta væri
ekki spurning um vikur og mánuði
heldur nokkra daga. Þegar Björgvin
var fluttur á líknardeild á mánudeg-
inum sá ég á honum hvert stefndi
því augu hans voru alveg tóm, það
var enginn neisti, ekkert líf eftir í
þeim. Ég vildi samt ekki trúa því að
hann væri að deyja og hélt í vonina
um bata. Á þriðjudagsmorgni var
hann orðinn rænulítill og hann dó
aðfaranótt fimmtudags. Frá þeim
tíma hef ég verið að læra á lífið upp
á nýtt. Ég stend ein eftir með tvö
börn, sjö og þriggja ára, og reyni að
útskýra fyrir þeim af hverju pabbi
þeirra kemur ekki lengur heim til
þeirra. Um leið þarf ég að berjast
við sorgina sem fylgir því að missa
þann sem maður elskar.“
Magnús segir að þau Telma von-
ist til að örlagasaga Björgvins verði
til þess að heilbrigðiskerfið verði
bætt þannig að rannsóknir og eft-
irlit verði markvissara. „Það á ekki
að segja við sjúkling: Þú ert orðinn
góður – bless! heldur verður að
tryggja almennilegar rannsóknir og
eftirlit. Fólk á ekki að þurfa að
ástæðulausu að missa sína nán-
ustu.“
Morgunblaðið/Kristinn
Fjölskylda Magnús Matthíasson, tengdafaðir Björgvins Björgvinssonar og Telma Magnúsdóttir, ekkja Björg-
vins, segja heilbrigðiskerfið hafa brugðist honum. Sjúkdómur hans greindist seint og um síðir.
Látinn Björgvin Björgvinsson lést úr krabbameini aðeins 32 ára að aldri.
LÆKNAR SÖGÐU AÐ
ALLT VÆRI Í LAGI