Morgunblaðið - 22.02.2009, Blaðsíða 24
24 Skoðun
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2009
Eftir Einar Má Guðmundsson
F
yrir nokkrum árum ók ég
með vini mínum í gömlum
Suzuki-blæjujeppa, sem
hann kallar kaup-
leigujeppann, en er víð-
förlari en flestir jeppar af þeirri
gerð, séu kaupleigujeppar flokkaðir
þannig. Hann hefur brunað upp og
niður hálendið, inn í jökla og út úr
þeim aftur, skotist vestur á land og
austur á land, farið í ótal svaðilfarir
en alltaf komið aftur, eins og áhöfnin
á kútter Haraldi. Þessi vinur minn,
sem starfar hjá Orkuveitunni og fer
því víða um bæinn, sagði eitt sinn að
fátt einkenndi reykvískt síðdegi
meira en konur á kaupleigujeppum
að koma úr gardínubúðum. Þannig
tók hann til orða en bætti svo við: Og
yfir aðalgöturnar hafa verið byggðar
göngubrýr, en eftir þeim gengur
enginn, nema kannski ein kona í
mánuði með hund og það er af því að
annaðhvort er bíllinn hennar bilaður
eða hundurinn bílveikur.
En allt í lagi, þetta var fyrir
nokkrum árum, og ekki útilokað að
fólki á göngubrúm fari fjölgandi, nú
þegar innheimta bílalána stendur
sem hæst, en ég ók sem sé með þess-
um vini mínum, útvarpið var á og
fréttir að byrja. Þulurinn sagði eitt-
hvað um Seðlabankann, að hann
hefði hækkað eða lækkað stýrivexti.
Vinur minn sagði: „Getur þú sagt
mér hvað stýrivextir eru?“ Ég hugs-
aði mig örlítið um en sagði svo: „Ég
skal segja þér það ef þú segir mér
hvað verg þjóðarframleiðsla er?“
Svo hlógum við báðir, og ræddum
þetta ekki frekar, hvorki stýrivext-
ina né vergu þjóðarframleiðsluna.
Það skiptir máli að þetta var fyrir
nokkrum árum, já, það eru svona
fimm ár síðan. Þá var efnahagslífið
bara hugtök, orðaflaumur sem rann
út úr sérfræðingum, sem margir
hafa að vísu reynst ansi litlir sér-
fræðingar, frekar að þetta væru spá-
menn, oftast falsspámenn. Orð
þeirra runnu inn um annað og út um
hitt, og við botnuðum lítið í flestu
sem þeir sögðu. Í rauninni vorum við
flest hver allt of sátt við það hvað við
botnuðum lítið í hugtökum efna-
hagslífsins, hagspekinni, því hún er
býsna merkileg þegar maður fer að
botna eitthvað í henni og bestu hag-
fræðingana er yfirleitt enginn vandi
að skilja. Svo má líta á það sem
ákveðið hraustleikamerki á þjóð-
félaginu að borgararnir þurfi ekki að
rata um alla ranghalana í völund-
arhúsi fjármálanna og skilja allt
gangvirkið, alveg eins og þú kveikir
á lampa án þess að vita allt um raf-
magn eða gengur yfir göngubrú án
þess að vera verkfræðingur. You
don’t need a weatherman to know
that the wind blows. En þá er hætt-
an á næsta leiti, já einmitt þá þegar
allt virðist vera í sómanum, horfur á
markaðnum býsna góðar og allt sem
við eigum vex í huganum.
Ég nefni þetta, því nú þessum
nokkrum árum síðar ræði ég við
þennan vin minn og við tölum saman
eins og sprenglærðir hagfræðingar,
um stýrivextina, vergu þjóð-
arframleiðsluna, skuldsetningu
þjóðarinnar og bankahrunið, mynt-
ina og myntkörfurnar, gengisstigið,
verðtrygginguna og afleiðusamn-
inga. Við grípum til orða eins og
skortsala og krosseignatengsl, töl-
um um kjölfestufjárfesta eins og við
þekkjum þá persónulega og veltum
því fyrir okkur hvaða mynt væri
skynsamlegast að nota. Tökum til
dæmis orðið kjölfestufjárfestir. Það
hljómar fallega. Ég man hvað Val-
gerður Sverrisdóttir notaði oft þetta
orð þegar hún einkavæddi bankana
að undirlagi flokksbræðra sinna og
færði þeim auðlegð á silfurfati með
öllum stimplum sem til voru hjá rík-
isendurskoðun og öðrum eftirlits-
stofnunum. Hún endurtók í sífellu
hvað það væri mikilvægt að hafa
kjölfestufjárfesta, og fólk yppti öxl-
um og kinkaði kolli, já alveg bráð-
nauðsynlegt að hafa kjölfestufjár-
festa, en nú vill einn af þessum
merkilegu kjölfestufjárfestum sem
fékk heilan banka á silfurfati fá 180
milljarða í skaðabætur. Líklega hef-
ur ekki verið mikil kjölfesta í kjöl-
festu hans, en Valgerður Sverr-
isdóttir sagði alltaf að það væri
engin spilling af því að ríkisend-
urskoðandi gerði ekki athugasemd-
ir. Hvað var ríkisendurskoðandi að
pæla? Sjálfur birtist hann á meðal
stofnfjáreigenda í Hafnarfirði og
labbaði út með fimmtíu milljónir úr
sparisjóði bæjarins og höfðaði síðan
mál gegn einhverjum lögfræðingi af
því hann vildi fá meira.
En þetta vekur líka aðra spurn-
ingu: Hvað þýðir orðið kjölfestufjár-
festir? Jú, það þýðir í raun sá sem
hefur tögl og hagldir í fyrirtæki í
krafti fjármagns. Sumir segja að þá
hafi viðkomandi aðili ólýðræðislegan
meirihluta. Hugsið ykkur ef Val-
gerður hefði alltaf sagt að það væri
mjög gott að fá ólýðræðislegan
meirihluta í fyrirtæki og banka. Það
sagði mér nefnilega góður spaugari
að allt hefði klikkað í íslensku hag-
kerfi nema orðabók Seðlabankans;
og vonandi ætlar ríkisstjórnin ekki
að reka ritstjóra hennar eða hann er
kannski einmitt maðurinn sem ætti
að reka? Fátt finnst okkur Íslend-
ingum merkilegra en að finna upp
orð. Fyrir aldarfjórðungi, þegar
eyðnifaraldurinn tók að herja á
heimsbyggðina og flestar þjóðir
ræddu um hann sem heilbrigð-
isvanda, þá hnakkrifumst við hér
heima um hvað orð væri best að nota
yfir vandann. Eyðni eða alnæmi. Nú
ætla ég ekki að fara að lasta þann sið
að finna íslensk orð yfir allt sem lífs-
anda dregur og heldur ekki að
blanda mér í viðkvæm heilbrigð-
ismál, en þetta, að búa til falleg orð
yfir vafasamar athafnir, þar hefur
hagspekingunum tekist mjög vel
upp, jafnvel betur en fíkniefnasöl-
unum sem kölluðu e-pilluna alsælu.
Skortsala og kjölfestufjárfestir.
Bæði orðin eru stuðluð og hljóm-
mikil, það síðarnefnda vekur hugboð
um skip, kraftmikið skip. Lánalínur
þýðir til dæmis bara yfirdráttur, en
það er látið hljóma eins og einhvers
konar ljósleiðarakerfi um þjóðfélag-
ið. Það er talað um að opna lánalínur
og maður fær á tilfinninguna að það
sé verið að opna stíflu eða vígja brú.
Kannski veit ég ekkert um hvað
ég er að tala, enda hef ég aldrei kom-
ið í Seðlabankann og séð lánalínur,
bindiskyldur eða kjölfestufjármagn.
En ég þekki mann sem vann í Seðla-
bankanum. Hann var svo fluttur yfir
í alþjóðlegan banka í Frakklandi,
ekki hreppaflutningum eins og
gamla fólkið á Akureyri heldur var
um mikla upphefð að ræða, stöðu-
hækkun, svo mikla að því var í mín
eyru líkt við að ef við værum enn á
kaþólskum tíma þá hefði maðurinn
verið fluttur úr Skálholti og yfir í
Vatíkanið, sjálfan páfagarð. Þegar
ég ræddi við hann ekki alls fyrir
löngu og spurði hann um efnahags-
ástandið eins og eðlilegt er að leik-
maður geri við sérfræðing þá sagðist
hann ekki mega segja mér neitt, en
að hann vissi ýmislegt. Þannig upp-
lifir þjóðin allt kerfið. Menn mega
ekki segja það sem þeir vita og vita
ekki það sem þeir segja. Í blöðunum
les maður hálfgerðar leyni-
lögreglusögur, um stóru plönin og
litlu plönin, hvað þessi ætlaðist fyrir
og hinn, en minna fer fyrir greiningu
á ástandinu. En til að smitast ekki af
heiftinni, gremjunni og allri órökvís-
inni í andrúmsloftinu þarf maður að
lesa gamlar greinar eftir gamla hag-
fræðinga, hlusta á Gunnar Tóm-
asson, lesa Jón Daníelsson og Geir
Zoëga og ótal aðra yfirvegaða menn.
Síðan heimsækir maður gamla rót-
tæklinga sem löngu hefur verið sagt
upp störfum vegna skoðana sinna
eða jafnvel aldrei fengið neitt starf
undir ráðstjórn frjálshyggjunnar.
Svo eru líka til gamlir róttæklingar
sem baða sig í afleiðusamningum
bankanna en þeir muna ekkert eftir
fortíðinni, enda engar skilanefndir
þar að störfum. Á meðan rignir yfir
okkur sögum, hneykslissögum,
hundrað milljarðar fluttir hingað,
hundrað milljarðar þangað, en svo
kemur einhver yfirlýsing um að ekk-
ert hafi verið óeðlilegt eða ólöglegt
við téða fjármagnsflutninga, og mál-
ið er dautt. Skuldir þjóðarinnar eru
aðalatriðið, en það á ekkert að gera í
skuldum þjóðarinnar, ekkert nema
að borga þær, þótt ekki sé hægt að
borga þær, af því að þeir sem stofn-
uðu til skuldanna eiga ekki að sæta
neinni ábyrgð. Jú, það á að gera eitt-
Kjölfestubandalagið
Miðvikudaginn 25. febrúar verður opið hús í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ kl. 16.00-18.00. Þá
gefst unglingum og foreldrum/forráða-mönnum þeirra kostur á að skoða skólann og fá
upplýsingar um nám, námsbrautir, námsframboð, kennslu og aðstöðu til náms.
Stjórnendur, námsráðgjafar og kennarar verða til viðtals á staðnum.
Kl. 18.00-19.00 sama dag verður fundur í skólanum um málefni unglinga, s.s. lífsstíl þeirra,
samskipti við foreldra, heimilislíf o.fl.
Allir velkomnir!
Foreldrar/forráðamenn núverandi og tilvonandi nemenda í FG
eru hvattir til að koma í heimsókn í FG á opið hús og/eða á fundinn!
Skólameistari.
OPIÐ HÚS í FG
og fræðslufundur um málefni unglinga