Morgunblaðið - 22.02.2009, Blaðsíða 58
58 Menning
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2009
Nýdönsk gerði duglegan skurk í eyrum landsmanna með hinu frísklega „Hólmfríður Júlíusdóttir“ fyrir réttum tuttugu árum og
fór með himinskautum hins íslenska poppheims í kjölfarið. Sveitin fetaði einstigi framsækinnar og fágaðrar popptónlistar og
vinsældavænni tegundar hennar af mikilli list en þraut svo örendi árið 1994 eftir fimm plötur á jafn mörgum árum. Sveitinni hef-
ur svo skotið upp reglulega síðan, nú síðast í fyrra en þá snaraði hún út nýrri hljóðversplötu, Turninum.
Það tekur ekki langan tíma að þurrausa hljómleikarúntinn á Íslandi. Nýdanskirleituðu því til útlanda til að reyna sig og skerpa á sér. Jakob Frímann Magnússon,
menningarfulltrúi vor í Lundúnum, greiddi götuna eins og hann gat en pot sveitarinnar
í útlend eyru varð endasleppt.
Stóri plúsinn var hins vegar
platan Himnasending sem var
tekin upp í nágrenni London og
komu breskir nokkuð við sögu
á plötunni. Skýrasta dæmið
um það má heyra í mögnuðum
bakröddum poppsnilldarinnar
„Horfðu til himins“. Platan sló
allar fyrri plötur sveitarinnar út
hvað sölu og vinsældir varðar.
Nýdönsk var alltaf höfð í handraðanum af meðlimum til aðveita lögum og almennri spilunarþörf útrás. Um Pólfarir höfðu
þeir félagar þetta að segja, og kímdu efalaust við: „Við fengum einu
sinni þann dóm í Mogganum að nokkur lög á plötunni Regnboga-
land væru hrútleiðinleg ... Núna ákváðum við að gera þetta í anda
Hermanns
Gunnarssonar,
vera hressir og
ekkert stressaðir.
Leiðinlegar plötur
eru bara ekki
jafnskemmtilegar
og skemmtilegar
plötur.“
Síðasta ár var æðiannasamt hjá
sveitinni. Og unnendur
sveitarinnar fengu góðar
fréttir í upphafi þess er
tilkynnt var um inngöngu
Daníels Ágústs í
sveitina á nýjan leik eftir
fjórtán ára fjarveru. Öxul-
veldið Daníel og Björn Jörundur, Yin-ið og Yangi-ið, gengið
saman aftur. Í enda árs var ný plata gefin út, Turninn. Segja
má að upphafslag hennar sé lýsandi fyrir þann nett græskufulla
og kaldhæðnislega húmor sem fylgt hefur sveitinni frá fyrstu
tíð. Lagið heitir „Leiðinlegasta lag í heimi“.
5
Fyrsta starfsárið kom Nýdönsk fyrir, sjónrænt hið minnsta, sem listræntþenkjandi tilraunapoppsveit með annan fótinn, og mögulega báða, utan-
garðs. Sveitin tróð upp máluð og skrýdd furðubúningum. Stofnárið sigraði sveitin
í hljómsveitakeppni í Húsafelli
og fyrsta lag sveitarinnar
sem kom út á plasti var lagið
„Síglaður“, gefið út á safnplötu
Skífunnar, Smellir, árið 1987.
Lagið hefur ekki komið út á
geisladiski enn og mun líkast til
aldrei gera úr því að tækifærið
var ekki notað er safnplata með
sjaldfgæfum og vandfundnum
lögum kom út í hittífyrra.
Nýdönsk sló vartfeilnótu fyrstu
árin sem hún starfaði.
Frumburðurinn, Ekki er
á allt kosið, er burðugt
og metnaðarfullt verk
og gat af sér tvö sígild
lög sem eru enn þann
dag í dag sungin í góðra
vina hópi um land allt,
„Fram á nótt“ og
„Hjálpaðu mér upp“. „Nýdönsk er hljómsveit sem óhætt er að
vænta mikils af, ef marka má Ekki er á allt kosið,“ sagði í dómi
Morgunblaðsins á sínum tíma. Orð að sönnu.
Nýdönsk var þegar hér var komið sögu búin að leggja lýðinn aðfótum sér, bæði popphænsn og jaðarhunda. Dr. Gunni, sem var á
þeim tíma kirfilega bundinn í seinni básinn lýsti því t.d. yfir í gagnrýni að
platan væri meistaraverk. Björn Jörundur sagði á þessum tíma sveitina
vera metnaðarfullt poppband sem spilaði á böllum og lýsir það eigindum
sveitarinnar vel. Nok-
kurs konar popp fyrir
þá þenkjandi en um
leið nægilega grípandi
fyrir fjöldann. Þetta
tvíþætta aðdráttafl
sveitarinnar orkaði
hvað sterkast um þetta
leyti.
3
Gr
af
ík
:M
or
gu
nb
la
ði
ð/
El
ín
Es
th
er
Gengisvísitala
Nýdanskrar
1988
Goðsagnir
Ofurstjörnur
Stjörnur
Frægir
Þekktir
Efnilegir
Óþekktir
1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009
2
6
1
4
3.000
eintök
1987
4.000
eintök
5.000
eintök
2.000
eintök
8.000
eintök
4.000
eintök
8.000
eintök
3.000
eintök 2.000
eintök 1.500
eintök
3.000
eintök
1
1987: Nýdönsk stofnuð af
MH-ingunum Birni Jörundi
Friðbjörnssyni og Valdimari
Braga Bragasyni.
2
1989: Nýdönsk gefur út sína
fyrstu hljóðversplötu undir hatti
Steina hf. Ein snarpasta - og
um leið drýgsta - vinnulota
íslenskrar popphljómsveitar frá
upphafi er sett í gang.
1990: Nýdönsk sannar að ei er tjaldað til
einnar nætur með sumarsmellinum „Nostra-
damus“ og um haustið kemur hin mjög svo
hippíska Regnbogaland út. Kvarnast hafði
úr sveitinni og Possibillies-meðlimirnir
Jón Ólafsson og Stefán Hjörleifsson
gengnir til lið við þá Björn Jörund, Daníel
Ágúst og Ólaf Hólm. Sveitin hóf sig upp á
annað stig við þessar breytingar.
1988: Lagið „Hólmfríður Júlíusdóttir“
slær rækilega í gegn. Lagið er tekið af
safnplötunni merku Frostlög þar sem
m.a. Todmobile reið á vaðið með lag sitt
„Sameiginlegt“. Nýdönsk átti eitt lag til
á plötunni, „Eða hvað“ en það vakti hins
vegar litla, ef nokkra athygli.
1994: Nýdönsk tekur að sér
„frílans“ verkefni, spilar undir í hinni
gríðarvinsælu sýningu Þjóðleikhús-
sins, Gauragangi, auk þess að
leika undir hjá Megasi á tónleikum
meistarans í MH. Tónleikarnir komu
út á plötu, Drög að upprisu. Sveitin
er sett í salt og menn fara hver í sína
áttina, Björn Jörundur gefur t.a.m.
út sólóplötuna BJF.
1997: Gott gengi safnplötunn-
ar 1987-1997 færir heim
sanninn um að sveitin lifir enn
góðu lífi í hjörtum landans. Ári
síðar er nýrri hljóðversplötu,
Húsmæðragarðinum, stungið
út en nú er Daníel Ágúst fjarri
góðu gamni.
5
2001: Nýdönsk rís reglulega
upp við dogg og alltaf eru lög á
lager. Platan Pólfarir er tekin
upp á Möltu og dagskipunin er
að einfalda lagauppbyggingar
og strípa þær niður. Lagið
„Flugvélar“ öðlast allnokkrar
vinsældir.
2002: Platan Freistingar, þar
sem nýdanskir véla um eigin
lagasmíðar, kemur út. Daníel
Ágúst, sem hafði ekki komið
nálægt sveitinni í bráðum áratug
og var sárt saknað af aðdáendum
lagði þar til nýtt lag, hið undur-
furðulega „Fagurt fés“.
2004: Á tímabili var
sem allar popp-
sveitir landsins væru
skyldaðar í sinfóníska
yfirhalningu. Nýdönsk
var þar að sjálfsögðu
ekki undanskilin og var
afraksturinn borinn á
borð í líki hljómskíf-
unnar Skynjun.
2007: Tuttugu ára
afmæli sveitarinnar
fagnað með veg-
legum safnkassa,
safnplötu og plötu
með vandfundnum
lögum og munaðar-
lausum. Afmælinu er
og fagnað með tón-
leikum ... en enginn
Daníel Ágúst?
6
2008: Daníel gengur til liðs við sína
gömlu félaga í upphafi árs og hörð-
ustu aðdáendur nýdanskra komast
við. Sveitin er ötul við spilamennsku
út allt árið og því er svo slúttað með
nýrri hljóðversplötu, Turninum.
2009: Spánýjasta fréttin
af nýdönskum er heldur
óskemmtileg en í vikunni
bárust þær fréttir að Björn
Jörundur Friðbjörnsson
væri flæktur í kókaínmál.
Það er þó spurning hvaða
áhrif þetta hefur á feril
sveitarinnar, ef einhver. Og
er slæmt umtal ekki betra en
ekki neitt?
1991: Árið sem allt gekk upp.
Sveitin innsiglaði sig sem
helstu poppsveit landsins, fyrst
með stuttskífunni Kirsuber og
svo með breiðskífunni Deluxe,
sem margir vilja meina að sé
meistaraverk sveitarinnar.
3
4
1992: Nýdönsk slær ekki slöku við
og sköpunarmátturinn nær hæstu
hæðum í hinni tilhlýðilega nefndu
Himnasending. Menn eru auk þess
farnir að skyggnast til útlanda og
brúka til þess nöfn eins og Arctic
Orange og Kind. Úff...
1993: Fimmta platan
á jafnmörgum árum,
Hunang, lítur dagsins
ljós en nú er farið
að sljákka nokkuð
í hersingunni og
ekki nema von enda
keyrslan búin að vera
gríðarleg.