Morgunblaðið - 22.02.2009, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.02.2009, Blaðsíða 23
Var lokað á ykkur víða í kjölfar þessa? „Nei, það var ekki lokað á okkur neins staðar. Hins vegar voru greinilega fyrirmæli frá sænska seðlabankanum um að meta allar eignir á Íslandi sem verðlausar og íslenska mótaðila sem ónýta. Ég fór tvisvar á fund með sænskum banka, sem við erum í viðskiptum við, og fór yfir okkar mál og sýndi fram á að við værum með allt á hreinu. Það olli okkur ekki frekari vand- kvæðum. Það er hins vegar vont að vera Íslendingur í bankaheiminum í dag.“ Hlutabréfaverði haldið uppi Var verið að setja fram villandi upplýsingar um stöðu íslenskra fjármálafyrirtækja? „Ég trúði þessum upplýsingum og ég var í návígi við þessa íslensku banka. Að sjálfsögðu trúðu útlend- ingar þeim líka. Þannig að auðvitað var þetta mikið áfall. Menn héldu almennt að vandinn væri eignavandi en ekki lausafjárvandi. Mig tekur það mjög sárt að þýsk- ir, austurrískir og aðrir bankar á meginlandi Evrópu, sem hafa verið hér í viðskiptum áratugum saman og t.d. lánað okkur fyrir miklum umbótaframkvæmdum, skuli sitja eftir með sárt ennið. Það er vont fyrir Íslendinga að hafa ekki staðið undir því trausti. Svo má auðvitað spyrja á móti hvernig í ósköpunum erlendum að- ilum datt í hug að lána svona mikið, margfalda þjóðarframleiðslu, til ís- lenskra banka.“ Höfðu þeir ekki forsendur til að meta stöðuna rétt? „Það sem blekkti menn mikið var þróun hlutabréfaverðs hér á landi. Það tókst lengi að halda hlutabréf- um bankanna uppi og til þess þurftu þeir að nota sitt eigið fjármagn, sem veikti þá. Svo var alltaf verið að halda því fram að vondir útlendingar væru að halda áhættuálaginu á bankana uppi. Því til rökstuðnings var bent á þróun hlutabréfaverðs bankanna, sem hafði lækkað minna en er- lendra banka. Af hverju var það? Það var vegna þess að bankarnir sjálfir héldu verð- inu uppi. Þess vegna bárust ekki réttar upplýsingar í gegnum hluta- bréfamarkaðinn eins og erlendis. Þar hrundu víða hlutabréf banka. Hér heima var hins vegar jafnvel sagt að íslensku bankarnir stæðu sig betur en keppinautarnir í út- löndum. Þetta var ámælisvert.“ Krónan reisti okkur við Getum við endurreist íslenskt efnahagslíf á krónunni? „Krónan reisti okkur við eftir 2001 og við fórum fljótt upp á lapp- irnar aftur. Ég sagði í grein árið 2002 að krónan svínvirkaði. Hún veldur hins vegar hrikalegum sveifl- um. En krónunni til varnar þá bendi ég á að ef henni væri leyft að falla eðlilega myndum við ná mjög góðri samkeppnishæfni. Það er óskyn- samlegt að halda gengi krónunnar uppi með einhverjum brögðum. Það framlengir bara vandann. Við værum líklega í litlu betri stöðu ef við hefðum evruna. Það er til dæmis gífurlegur vandi í Evrópu. Lönd eins og Grikkland, Spánn og Írland, og reyndar Eystrasalts- löndin líka, sem eru með sína gjald- miðla tengda evru, hafa glatað miklu af sinni samkeppnishæfni og eiga litla möguleika á að bæta stöðu sína. Við eigum ekkert annað val en krónuna í nánustu framtíð. Og ég hef þá trú að við Íslendingar mun- um vinna okkur tiltölulega hratt og vel út úr þessu ástandi. Það gerist t.d. með því að þeir sem missa vinnu fyrir banka og þjónustufyrirtæki finna sér ný verkefni, t.d. með því að framleiða staðgönguvörur fyrir hluti sem nú eru fluttir inn. Þetta er erfið tilfærsla en þjóðin hefur áður sýnt mikla aðlögunarhæfni. En það eru engar skyndilausnir, þetta kost- ar endurskipulagningu, mikið vinnuátak, sparnað og fjárfestingu. Til lengdar er okkur hins vegar betur borgið í evrunni. Menn verða samt að gæta að því að tengjast henni á mjög lágu gengi í upphafi. Ég er á þeirri skoðun núna að menn eigi að kanna það sem fyrst hvort við komumst inn í Evrópusam- bandið á viðunandi forsendum.“ Er hagsmunum okkar þá betur borgið innan ESB? „Já, ég held að það muni hjálpa okkur í þessum hremmingum sem við erum í og sér ekki fyrir endann á. Þegar menn eru í vandræðum þá verður að reyna að knýja dyra þar sem hjálpar er að vænta.“ Hefur viðskiptavinum MP banka fjölgað mikið eftir að bankarnir hrundu? „Það hefur talsvert af fjármunum í eignastýringu færst til okkar. Það er einfaldlega vegna þess að við sýndum góðan árangur í fyrra. Ég hef trú á því að starfsmenn okkar haldi áfram að skila framúrskarandi árangri og gæta hagsmuna við- skiptavina. Sem betur fer fylgdum við sömu stefnu í eignastýringu við- skiptavina og bank- ans sjálfs. Okkur hefur líka gengið vel í skulda- bréfamiðlun og ætl- um að efla hana enn frekar á þessu ári.“ Opnun útibúa ekki á dagskrá Hverju breytir viðskiptabankaleyfið fyrir MP? „Það var óviðunandi fyrir okkur að þurfa að vera með innlán við- skiptavina okkar og bankans sjálfs í bönkum sem voru ekki með efnahag í lagi. Við erum því miður ekki að fara að opna útibú hér út um allt. Í sjálfu sér treystum við okkur ekki til að fara í sam- keppni við rík- isbankakerfið, sem er mjög óljóst hvernig mun líta út. Það er ekkert vit í að reyna það. Viðskipta- bankaleyfið nýtist okkur til að auka þjónustu fyrst og fremst við þá við- skiptavini sem fyr- ir eru og koma hingað í eignastýr- ingu. Við erum fyrst og fremst banki fyrir fjárfesta og sparifjáreig- endur. Auðvitað lánum við okkar viðskiptavinum en óvissan í efna- hagslífinu er alltof mikil til að fara að veita fyrirtækjum rekstrar- og fjárfestingarlán. Það kemur ekki til greina. Um það bil 25 milljarðar króna, eða helmingur af okkar efnahags- reikningi, eru inni í Seðlabankanum, í ríkisverðbréfum eða í traustum innlánum. Við getum ekki tekið þá áhættu að lána þetta fé út. Á þessu ári verður tæplega neinn teljandi hagnaður. Verkefnið er að aðlagast erfiðu rekstrarumhverfi.“ En umsvifin aukast? „Við höfum verið að bæta við fólki. Það er hægt að velja úr hópi ótrúlega hæfra einstaklinga í dag. Þetta er mjög góður tími til að ráða bankafólk. Við fáum margar um- sóknir og þurfum að hafna lang- flestum, jafnvel frá fólki sem ekki hefði verið spurning um að ráða fyr- ir einu ári. Það hefði verið hval- reki.“ ‘‘ÉG HREINLEGA GATEKKI LEYFT MÉR AÐGANGA HART FRAM.ÞAÐ VAR MJÖG TAK- MARKAÐ MÁLFRELSI Í VIÐSKIPTALÍFINU. 23 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2009
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.