Morgunblaðið - 22.02.2009, Blaðsíða 31
31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2009
Hrannar: „Ein af fyrstu minn-
ingum mínum um mömmu er þeg-
ar ég heyrði hana syngja lagið Ég
mun aldrei framar elska neinn í
útvarpinu. Ég var í pössun hjá afa
og ömmu og tók þessi orð mjög
bókstaflega, varð harmi sleginn og
alveg óhuggandi þar til hún kom
og sannfærði mig um að þannig
væri þessu ekki farið í alvörunni.
Hún væri ekki að syngja um mig.
Mamma hefur alltaf verið til-
finningalega kjölfestan í mínu lífi,
hún er ástrík, hlý, umhyggjusöm,
vandvirk, samviskusöm og ein af
mínum sterkustu fyrirmyndum.
Ég geri mér æ betur grein fyrir
hve hún er gædd mörgum eft-
irsóknarverðum eiginleikum. Það
hlýtur að vera gaman að geta farið
í gegnum lífið eins og hún. Eini
gallinn sem ég man eftir voru
reykingarnar, þær fóru óskaplega
í taugarnar á mér og ég reyndi
hvað ég gat að fá hana til að
hætta, var alltaf að fela sígarett-
urnar og harðneitaði að kaupa þær
fyrir hana.
Annars var ég og er óskaplega
montinn af henni. Hún hefur verið
í ýmsu opinberu brölti frá því ég
man eftir mér. Þegar ég var lítill
fannst mér sérstaklega mikið til
um að hún var með Stundina okk-
ar, því fyrir vikið var Fúsi flakkari
besti vinur minn.
Þrír góðir pabbar
Eitt af því sem mamma hefur
gefið mér eru þrír góðir pabbar.
Hún og blóðfaðir minn skildu eftir
stutta sambúð og ég man lítið eftir
mér áður en hún hóf sambúð með
Böðvari Guðmundssyni. Við bjugg-
um á Akureyri þar til ég var 11
ára, en þá skildu þau og mamma
fluttist til Kaupmannahafnar með
Óskari Guðmundssyni, núverandi
manni sínum. Ég fékk að velja
hvort ég færi með þeim, en þau
ætluðu að vera úti í ár, eða byggi
áfram hjá Böðvari á Akureyri. Við
Böðvar vorum góðir félagar og ég
þurfti ekkert að hugsa mig um, ég
vildi vera á Akureyri þar sem allir
vinir mínir voru. Eftir á að hyggja
er kannski furðulegt að mamma
skyldi leyfa mér að ráða mínum
málum svona ungur, en það sýnir
hvað hún er opin og fordómalaus.
Það var víst mikið pískrað um
þetta á Akureyri.
Að ári liðnu breyttust aðstæður
aftur, mamma og Óskar ákváðu að
vera eitt ár í viðbót í Kaupmanna-
höfn, Böðvar kynntist konu og ég
fluttist með þeim til Reykjavíkur,
nennti ekki að fara út til mömmu
og læra nýtt tungumál og svoleið-
is. Ég man ekki til þess að hafa
tekið þetta fjölskylduumrót nærri
mér, en var þó lengi að festa ræt-
ur í Reykjavík, átti svolítið fé-
lagslega erfitt. En það breyttist
þegar ég byrjaði í menntaskóla og
fluttist til mömmu og Óskars. Ég
eignaðist marga vini og þar sem
þau voru svo nálæg okkur í aldri
og svipað pólitískt þenkjandi sóttu
vinir mínir mikið heim til okkar.
Það var mér mjög dýrmætt að
mamma og Óskar urðu eiginlega
hluti af klíkunni minni og heimilið
eins og félagsmiðstöð. Þar gátu
vinir mínir borðað og gist þegar
þeim sýndist. Það segir sína sögu
að þetta gerðu þeir líka þegar ég
var ekki heima. Og þeir heimsækja
þau ennþá.
Mamma hefur alltaf verið svolít-
ill hippi í sér; náttúrubarn, sem
hugsar lítið um útlit, föt og þess
háttar, og finnst umbúðirnar ekki
skipta máli heldur innihaldið.
Fyrsta og eina uppreisnin
Við mamma ræddum mikið um
pólitík og þjóðfélagsmál, sem við
höfum bæði ódrepandi áhuga á.
Ég neita því ekki að stjórnmála-
skoðanir hennar hafa haft áhrif á
mig, ég drakk þær eiginlega í mig
með móðurmjólkinni. Auðvitað
höfum við oft verið ósammála um
hitt og þetta, en hún gefur ekki
færi á rifrildi eða ósætti og á sjálf
auðvelt með að skipta um skoðun á
mönnum og málefnum ef hún sér
ástæðu til. Við deilum ekki sama
áhuga á tónlist og leiklist og póli-
tíkinni. Fólk heldur oft að ég geti
bæði sungið og spilað af því að ég
er sonur hennar, en þótt ég hafi
svolitla tónlist í mér, leiddist mér
óskaplega að læra á píanó, áhug-
inn var eiginlega laminn úr mér í
skólanum með Bach og Beethoven.
Á endanum gerði ég fyrstu og einu
uppreisn mína gegn foreldrum
mínum; ég hætti. Þótt henni hefði
verið kvöl og pína að halda mér
við heimaæfingarnar, varð hún
ekki kát. Kannski hefur hún líka
orðið fyrir vonbrigðum með enda-
sleppan leiklistarferil minn. Upp-
haf hans og endir var þegar ég,
fimm eða sex ára í einhverju hlut-
verki á sviði í Austurbæjarbíói, fór
ekki með rulluna fyrr en ég var
búinn að skima lengi eftir mömmu
úti í sal svo ég gæti veifað til
hennar. Salurinn sprakk úr hlátri.
Þótt ég eigi fullt af hálfsystk-
inum, fannst mér ég vera hálfgert
einbirni. Þegar Melkorka fæddist
var ég fjórtán ára og afar latur að
passa, mér fannst hún vera á
ábyrgð mömmu og Óskars, og ég
hafa öðrum hnöppum að hneppa.
Ég var líklega dekraður krakki.
Einu sinni fór ég í hungurverkfall
af því ég fékk ekki hjól eins og ég
bað um. Verkfallinu lauk eftir
fjóra tíma. Þótt mamma sé treg að
viðurkenna það, var hún und-
anlátssöm við mig og dekraði á
alla lund.
Ómannglögg og stundum
seinheppin
Hittirðu kannski einhverja
konu? er orðatiltæki í fjölskyld-
unni ef mömmu seinkar eitthvað,
enda var það oft afsökun hennar
þegar þannig háttaði til. Hún er
svo áhugasöm um fólk að það tek-
ur hana óratíma að slíta sig frá
samtölum við manneskju, sem hún
hittir kannski í veislu eða úti á
götu. Hún er líka frekar ómann-
glögg. Öfugt við mig er hún ófeim-
in að viðurkenna að hún komi
manneskjunni ekki fyrir sig. Hún
spyr ótrúlegustu spurninga og
segir jafnframt margt ótrúlegt
beint frá hjartanu. En hún getur
líka verið svolítið seinheppin, t.d.
hitti hún einu sinni konu í boði hjá
mér, sem hún spjallaði heilmikið
við án þess að fatta hver hún væri.
Þegar loks kviknaði á perunni
sagði hún stundarhátt við alla sem
voru nærri: „Já, þetta ert þú, sem
lékst Mjallhvít, þið trúið ekki hvað
hún var falleg þegar hún var ung!“
Mér finnst allir hafa góð orð um
mömmu. Þegar ég varð skotskífa
pólitískra andstæðinga Reykjavík-
urlistans í borgarstjórnarkosning-
unum 1998 svaraði Jakob Frímann
Magnússon, aðspurður, hvað hon-
um fyndist um árásirnar á mig, að
hann gæti ekki ímyndað sér neitt
slæmt um þann mann sem væri
sonur Kristínar Ólafsdóttur. Ég
þekkti hann ekkert þá, en mér
þótti vænt um þessi ummæli. Þótt
framboðið færi illa með mig vegna
þeirrar rógsherferðar, sem fór í
gang, held ég að það hafi tekið
meira á mömmu en mig. Ég var
lengi að jafna mig, var eins og
barinn hundur á eftir, en hún hélt
utan um mig tilfinningalega. Hún
hefur verið sálufélagi minn og ráð-
gjafi gegnum þykkt og þunnt, ekki
síst á þessum erfiða tíma. Þá fann
maður vel hvað það er dýrmætt að
eiga góða að.
Þau Óskar búa núna í Reykholti,
en hjá mér þegar þau eru í bæn-
um. Mamma er því hjá okkur
nokkra daga í viku vegna kennsl-
unnar í HÍ. Fjölskyldan kann fyr-
irkomulaginu mjög vel og börnin
eru himinlifandi. Sjálfum finnst
mér eins og nýbúið hafi verið að
klippa á naflastrenginn þegar
hann var tengdur aftur með því að
hún fluttist til mín.“
Hélt að mamma myndi aldrei framar elska neinn
‘‘MAMMA HEFUR ALLTAFVERIÐ SVOLÍTILL HIPPI ÍSÉR; NÁTTÚRUBARN,SEM HUGSAR LÍTIÐ UM
ÚTLIT, FÖT OG ÞESS-
HÁTTAR, OG FINNST UM-
BÚÐIRNAR EKKI SKIPTA
MÁLI HELDUR INNI-
HALDIÐ.
hann færi í eitthvað annað en pólitík,
en hjartað á að ráða, eins og pabbi
minn sagði alltaf. Ég hef líka haft þá
sýn gagnvart mínum börnum að þau
eigi að gera það sem þau langar til
svo framarlega sem það skaði ekki
aðra.
Ég studdi hann þegar hann lagði út
á þessar brautir, en átti þá eftir að
kynnast pólitík í sinni ljótustu mynd.
Hann lenti í rógsherferð þar sem
markmiðið var að taka af honum ær-
una og koma þannig höggi á Reykja-
víkurlistann þar sem Hrannar var
kominn í framboð. Lygar og kjafta-
sögur fóru á kreik, umfjöllun fjöl-
miðla magnaðist dag frá degi, þar
sem dregin var upp mynd af fjár-
glæpamanni, sem setti mömmu sína
og fleiri á hausinn. Sannleikurinn er
hins vegar sá að forsendur fyrir
rekstri fyrirtækis, sem hann átti,
brustu vegna versnandi efnahags-
ástands á tíunda áratugnum. Í stað
þess að fara í gjaldþrot og skella
skuldinni á mig og aðra ábyrgð-
armenn vann hann af fremsta megni
að því að ná nauðasamningum, sem
honum tókst að lokum.
Eins og það er gott að finna að
maður getur sem fullorðin verið barni
sínu stuðningur er jafnvont að finna
vanmátt sinn til að verja það. Einnig
er erfitt að horfa upp á gleðina tekna
frá barninu sínu. Hrannar hafði alltaf
verið glaður og bjartsýnn, en ég ótt-
aðist að þessi reynsla bryti hann nið-
ur, gerði hann bitran og að hann glat-
aði gleðinni. En hann er aftur orðinn
sjálfum sér líkur og hlær jafndátt og
honum er svo eiginlegt. Allt þetta mál
dýpkaði samband okkar; við áttum
þjáninguna sameiginlega. Þegar ég
hugsa til baka kemur enn upp í mér
ólgandi reiði og ég bið almættið oft að
fyrirgefa þeim, sem ég get ekki fyr-
irgefið. Mér hefði þótt betra að lenda
í þessu sjálf. Ég held að þetta hafi
kennt okkur báðum að taka öllum
sögum með fyrirvara, dæma ekki án
þess að þekkja málavexti.
Þegar Hrannar kom með þá hug-
mynd að ég byggi hjá sér þegar ég
væri í bænum, var ég efins, taldi að
konan hans kærði sig ekki um að hafa
tengdó inn á gafli. En það var öðru
nær, henni finnst gott að hafa stór-
fjölskylduna nálægt sér og svo er fyr-
irkomulagið hentugt á báða bóga.
Núna er ég amman í horninu með
barnabörnin í kringum mig og líkar
alveg ljómandi vel.“
Hrannar Björn Arnarsson, aðstoð-
armaður forsætisráðherra, fæddist
16. september 1967 í Reykjavík.
Stúdent frá MH 1988, nam hagnýta
fjölmiðlun í Svíþjóð, viðskipti og
rekstur við Endurmenntun HÍ og
lauk MBA-námi 2008 við HÍ.
Hrannar stundaði ýmis sölustörf
þar til hann varð sölustjóri Þjóðlífs
ehf. 1988-1989 og eigin atvinnu-
rekstur frá 1989-1999. Hann
var markaðsstjóri Eddu út-
gáfu hf. 2002-2005, sölu-
stjóri lausasölu og áskrifta
hjá 365 miðlum og síðan
forstöðumaður sölu hjá
Mamma ehf. 2005-2006.
Aðstoðarmaður félags-
málaráðherra, Jó-
hönnu Sigurðardóttur,
2007-2008 og að-
stoðarmaður hennar
frá því hún tók við sem
forsætisráðherra 1. febrúar sl.
Hann var formaður Æskulýðs-
fylkingar Alþýðubandalagsins í
Reykjavík 1985, kosningastjóri
Þjóðvaka 1995 og borgarfulltrúi
Reykjavíkurlistans 1999-2002, sat
í borgarráði og hefur verið formað-
ur og fulltrúi í ýmsum nefndum og
félagasamtökum, m.a. Skák-
sambandi Íslands.
Faðir hans er Arnar Sig-
urbjörnsson, tónlistarmaður.
Hrannar á fjögur systkini
samfeðra og systur sam-
mæðra. Hann er kvæntur
Heiðu Björgu Hilmisdóttur,
næringarrekstrarfræðingi og
MBA. Þau eiga samtals
fjögur börn: Ísold Emblu
Ögn og Sólkötlu Þöll
Hrannarsdætur, Hilmi
Jökul Þorleifsson og Sæ-
rós Mist Hrannarsdóttur.
HRANNAR BJÖRN ARNARSSON
Frá19.990kr.*
MasterCard
Mundu
ferðaávísunina!
Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 • Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
•
N
M
3
65
81
Heimsferðir bjóða þér beint flug til Alicante næsta sumar eins og
undanfarin 17 ár. Við bjóðum betri verð, frábæra flugtíma og fyrsta
flokks þjónustu alla leið – fyrir þig!
Nú er tækifærið að bregðast skjótt við og tryggja þér lægsta verðið því
ódýrustu sætin fljúga hratt út á www.heimsferdir.is.
Frá kr. 39.980
báðar leiðir með sköttum. Fargjald A.
Takmarkaður sætafjöldi á völdum brottf.
Tryggðu þér
lægsta verðið
og bókaðu strax á
www.heimsferdir.is
Beint
morgu
nflug
á frábærum kjörum árið 2009
Alicante
*)
Fl
ug
sæ
ti
að
ra
le
ið
m
eð
sk
ö
tt
um
.F
ar
g
ja
ld
A
.
N
et
ve
rð
á
m
an
n.
Ta
km
ar
ka
ð
sæ
ta
fr
am
b
o
ð
á
þ
es
su
ve
rð
i.
V
er
ð
g
et
ur
b
re
ys
t
án
fy
rir
va
ra
.
Veldu traustan
ferðafélaga í sumar!
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.