Morgunblaðið - 22.02.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.02.2009, Blaðsíða 28
R éttarhöld vegna morðsins á breska skiptinemand- anum Meredith Kercher eru hafin í borginni Pe- rugia á Ítalíu. Fá saka- mál hafa vakið jafnmikla athygli í Ítalíu á undanförnum árum og fjöl- miðlar annarra landa hafa ekki látið sitt eftir liggja. Einn maður hefur þegar verið dæmdur fyrir aðild sína að morðinu, hinn 21 árs gamli Rudy Guede, sem er frá Fílabeinsströnd- inni. Tvö eru nú fyrir dómi, Amanda Knox, 21 árs frá Bandaríkjunum, og 24 ára Ítali og fyrrverandi unnusti hennar, Raffaele Sollecito. Amanda er einhver þekktasti ein- staklingur sem nú gistir Ítalíu, enda þreytast fjölmiðlar ekki á að tíunda allt sem hún gerir innan fangelsis- múranna. Hún fór í messu í kapellu fangelsisins á jólunum, söng ítölsk jólalög, lærði dans af nunnum og horfði á teiknimyndina Kung Fu Panda. Foreldrar hennar gáfu henni hlý nærföt í jólagjöf, hlý teppi, ull- arsokka og peysu, svo líklega er fremur napurt innan veggja fangels- isins í Perugia. Allar þessar upplýsingar og þús- und smáatriði önnur komast í frétt- irnar á Ítalíu, þar sem Amanda Knox var um áramótin valin ein af einstaklingum síðasta árs í fjöl- miðlum, ásamt Barack Obama og minni spámönnum. Engin kona komst með tærnar þar sem hún hafði hælana, hvorki varafor- setaefnið Sarah Palin né franska forsetafrúin Carla Bruni. Ítalskir þingmenn heimsækja hana í fang- elsið og Ítalir geta fræðst enn meira um þessa ungu konu í tveimur bók- um, sem komið hafa út þar í landi og fjalla um hana. Og um morðið, sem hún er sökuð um að hafa drýgt ásamt unnusta sínum og vini þeirra 1. nóvember 2007. Myrt í herbergi sínu Breska stúlkan Meredith Kercher var 21 árs þegar hún kom sem skiptinemi á vegum Erasmus- skiptinemaáætlunarinnar til Pe- rugia. Hún kynntist Amöndu Knox, sem einnig var skiptinemi í borginni, og þær leigðu sér saman lítið hús. Amanda vann af og til á litlum bar í nágrenninu, en fréttir herma að hún hafi stundað skemmtanalífið af mikl- um móð, ásamt ítalska kærastanum, Raffaele. Í kunningjahópi þeirra var einnig ungi innflytjandinn frá Fíla- beinsströndinni, Rudy Guede. Að morgni 2. nóvember 2007 köll- uðu Amanda og Raffaele á lögregl- una. Þau sögðust hafa eytt nóttinni heima hjá Raffaele og farið svo heim í litla húsið sem stúlkurnar tvær leigðu. Þar hefðu útidyrnar verið ólæstar, en herbergi Meredith hins vegar læst og hún svaraði þeim ekki. Lögreglan braut upp hurðina að herberginu. Þar lá Meredith látin á gólfinu, undir sæng. Hún bar ýmsa áverka og hafði verið skorin á háls. Böndin beindust fljótlega að þre- menningunum. Rudy viðurkenndi að hafa átt mök við Meredith um kvöld- ið, sem hann sagði hafa verið með hennar samþykki, en Amanda og Raffaele breyttu framburði sínum margoft. Sérstaklega þó Amanda. Hún hélt því fyrst fram að hún hefði ekkert komið heim í húsið að kvöldi 1. nóvember, en breytti svo sögunni og kvaðst hafa verið heima og heyrt skelfingarhróp í Meredith. Hún hefði haldið fyrir eyrun og verið hrædd. Amanda benti á vinnuveitanda sinn, bareigandann sem hún vann stundum fyrir. Hann var handtek- inn, en látinn laus stuttu síðar, enda hafði lögreglan þá staðfest að sæði úr Rudy hefði fundist á Meredith. Amanda og Raffaele sögðust ekki viss um tímasetningar, enda hefðu þau reykt hass um kvöldið og nótt- ina. En þau neituðu allri aðild að morðinu og nú hélt Amanda því fram á ný að hún hefði ekkert komið í húsið þetta kvöld. Ítalska lögreglan setti saman kenningu um hvað hafði gerst þetta örlagaríka kvöld. Lögreglan telur, að Rudy, Amanda og Raffaele hafi viljað fá Meredith til að taka þátt í hópkynlífi, en þegar hún hafi neitað hafi þau ráðist á hana. Rudy hafi nauðgað henni og svo hafi hann og Raffaele haldið henni fastri á meðan Amanda skar hana á háls. Hávaði ekki sama og morð Gamlir vinir og félagar Amöndu frá Bandaríkjunum eiga bágt með að trúa kenningum ítölsku lögregl- unnar. Þeir segja að hún hafi ekki verið þessi villta stúlka, sem ítölsku fjölmiðlarnir vilja vera láta. Og þeir telja ósanngjarnt að rekja fyrri „glæpi“ hennar, á borð við þann að hafa fengið sekt fyrir óspektir í heimahúsi í Seattle sumarið 2007. Þá hélt hún partí fyrir skólafélagana og lögreglan var kölluð á staðinn til að biðja fólk að hafa lægra. Amanda fékk sekt, en þar með var því máli lokið og hún er vart síðasti há- skólaneminn sem fær lögregluna í heimsókn af slíku tilefni. En á Ítalíu er allt dregið fram í dagsljósið, sem mögulega getur varpað ljósi á glæpakvendið Amöndu. Allar athugasemdir, sem hún lét falla á heimasíðu sinni, eru nú skoðaðar með þeim formerkjum að þar séu fyrirboðar morðsins. Hún nam skapandi skriftir og ítölsku og birti smásögur á netinu og þær þykja staðfesta myrkan hugarheim hennar, sérstaklega smásaga sem hún ritaði um nauðgun. Þá þykir gælunafn hennar um sjálfa sig, Foxy Knoxy, gefa til kynna að þar fari harðsvíraðra kvendi en sakleysislegt yfirbragðið gefur til kynna, en „foxy“ er slanguryrði yfir kynþokka- fulla konu. Foreldrar hennar hafa hins vegar sagt, að gælunafnið hafi hún fengið þegar hún spilaði fót- bolta sem krakki, þar sem hún var slæg sem refur (e. fox). Amanda er þó líklega ekki alveg jafnsaklaus og foreldrar hennar vilja trúa. Í dagbók hennar, sem einhvern veginn barst úr fangelsinu til ítölsku pressunnar, lýsir hún nánum kynn- Alræmdasta kona Ítalíu fyrir rétti 28 Sakamál MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2009 Hjartamiðstöðin T ilkynning – H jartalæ knar Hef flutt læknastofu mína í Hjartamiðstöðina, Holtasmára 1, 6. hæð í Kópavogi. Tímapantanir eru í síma 550 3030 eða á www.hjartamidstodin.is Holtasmára 1 • 6. hæð • 201 Kópavogi • Sími 550 3030 • www.hjartamidstodin.is Halldóra Björnsdóttir hjartalæknir Hjartamiðstöðin T ilkynning – H jartalæ knar Hef flutt læknastofu mína í Hjartamiðstöðina, Holtasmára 1, 6. hæð í Kópavogi. Tímapantanir eru í síma 550 3030 eða á www.hjartamidstodin.is Holtasmára 1 • 6. hæð • 201 Kópavogi • Sími 550 3030 • www.hjartamidstodin.is Axel F. Sigurðsson Dr.Med. hjartalæknir Ótrúleg sértilboð! Moggaklúbburinn, í samstarfi við Heimsferðir, býður áskrifendum frábær tilboð á ferðum til Kanarí í mars. Um er að ræða sértilboð 18. og 25. mars. Ferðin 18. mars er í 18 nætur og ferðin 25. mars er í 11 nætur. Þú velur hvort þú vilt kaupa stökktu tilboð (sértilboð 1) eða gistingu á Club Green Oasis með öllu inniföldu. Club Green Oasis er íbúðagisting sem líkað hefur vel meðal farþega okkar í vetur. Gríptu þetta einstaka tækifæri og smelltu þér í vetrarfrí með Heimsferðum og njóttu lífsins á þessum vinsæla áfangastað á ótrúlegum kjörum. Þú spa rar allt að 47.800 kr. á ma nn - allt að 191.20 0 kr. m .v. að f jórir fe rðist sa man * 18. mars – 18 nætur25. mars – 11 nætur kr.99.990 – 11 nætur með allt innifalið Kanarí Ath. mjög takmarkaður fjöldi sæta og gistingar í boði á þessu sértilboði. frá aðeins kr. 79.990 – 11 nætur Þú mætir með miðann sem fylgdi Morgunblaðinu 21. feb. til Heimsferða, Skógarhlið 18, eða á einhverja af umboðsskrifstofum þeirra. Einnig er unnt að bóka tilboðið á www.heimsferdir.is Ath. mjög takmarkaður fjöldi sæta og gistingar í boði á þessu sértilboði. Verð getur hækkað án fyrirvara. B irt m eð fy rir va ra um p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja sé r ré tt til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th .a ð ve rð g et ur b re ys t án fy rir va ra . 25. mars í 11 nætur 18. mars í 18 nætur Tilboð Alm. verð Tilboð Alm. verð Sértilboð 1 – Hótel- eða íbúðargisting (án fæðis) 2-4 í herbergi / stúdíó / íbúð 79.990 106.390 99.990 126.390 26.400 Sértilboð 2 – Club Green Oasis (m/allt innifalið) 2-4 í íbúð / smáhýsi 99.990 137.790 129.990 177.790 47.800 Innifalið í verði er flug, skattar, gisting í 11 eða 18 nætur (fæði skv. því sem valið er) og fararstjórn. Að lágmarki 4 dögum fyrir brottför er farþegum sem kaupa sértilboð 1 tilkynnt hvar þeir gista. Almennt verð er m.v. sambærilegan gisti- og fæðisvalkost sem er í boði. Aukagjald fyrir einbýli í 11 nætur kr. 25.000. Aukagjald fyrir einbýli í 18 nætur kr. 41.000. *) Sparnaður m.v. við að fjórir ferðist saman. Sértilboð 2 í 18 nætur, brottför 18. mars. Þú sparar allt að E N N E M M / S IA • N M 3 69 3 9 , ,magnar upp daginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.