Morgunblaðið - 22.02.2009, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 22.02.2009, Blaðsíða 68
SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 53. DAGUR ÁRSINS 2009 Heitast 5 °C | Kaldast 0 °C  Norðlæg átt, stöku él og frost 0-5 stig, snýst í SA-átt með dá- lítilli slyddu eða rign- ingu sunnantil. » 10 SKOÐANIR» Staksteinar: Rétt ákvörðun Forystugrein: Kreppan breiðist út Pistill: Sérkennilegur vandi Ljósvaki: Útvarp Reykjavík Líður fótunum vel í vinnunni? Fólk þekki réttindi sín og úrræði ATVINNA» FÓLK» Kanye West er kominn með kærustu. »65 Á vefsíðunni Viral Video Chart má finna á skömmum tíma öll bestu og vin- sælustu mynd- böndin á netinu. »62 NETIл Vinsælustu myndböndin KVIKMYNDIR» Eftirminnileg augnablik á Óskarnum. »60 TÓNLIST» Hank Williams var einn af risunum. »59 Ingvar Högni Ragn- arsson tekur myndir af hálfkláruðum mannvirkjum, tákn- myndum krepp- unnar. »64 Kreppan á filmu LJÓSMYNDUN» reykjavíkreykjavík 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT Í LAUSASÖLU 395 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700 VEÐUR» » VEÐUR mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Jafnvel sérfræðingar gáttaðir 2. Geir gefur ekki kost á sér í Rvk. 3. Mynd af Rihönnu birt á netinu 4. Þrettán ára selja sig fyrir fíkniefni Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is HEIMIR Hannesson segir nú í fyrsta skipti frá þríeykinu, en auk hans skipuðu það Eugene Rostow, forseti lagadeildar Yale-háskóla, aðstoðarutanrík- isráðherra í stjórn Lyndons B. Johnsons og forstjóri banda- rísku afvopnunarstofnunarinn- ar í forsetatíð Reagans, og Frank Roberts, sendiherra Breta m.a. í Sovétríkjunum, Indlandi og hjá NATO. Hann var ráðgjafi Churchills á Yalta-ráðstefnunni og í fylgd- arliði Chamberlains í Münch- en. Í 50 mílna stríðinu beitti þríeykið sér fyrir fundi þeirra Ólafs Jóhannessonar og Edwards Heaths og lagði grunninn að samkomulagi sem tókst á fundinum í London. Í 200 mílna málinu gekk þríeykið lengra í því að móta samkomulags- grundvöll og segir Heimir að þegar sendinefndir Breta og Íslendinga komu til Osló hafi sam- komulag þegar verið klárt á pappírnum. Heimir Hannesson var trúnaðarmaður og er- indreki Ólafs Jóhannessonar, sem var forsætis- ráðherra í 50 mílna málinu, og hann hélt áfram að starfa í umboði Ólafs í 200 mílunum, en þá var Ólafur dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar. Einar Ágústsson var utanrík- isráðherra í báðum ríkisstjórnunum. Heimir segir að Ólafur hafi vantreyst bæði Einari og Geir, honum er ekki kunnugt um sam- starf Ólafs og Geirs en veit að Ólafur setti Einar ekki inn í störf þríeykisins, en Einar undirritaði bæði 50 mílna og 200 mílna samningana. Hins vegar ríkti trúnaður milli Ólafs og Heimis og Gunnars Thoroddsen. Milli funda unnu þríeykismenn mest símleiðis og með bréfum, en Heimir segist hafa haft sterk- an grun um að bréf sín væru opnuð í erlendu sendiráði í Reykjavík og lesin. Hann skýrði rík- islögreglustjóra frá þessum grun sínum. Þegar Heimir er spurður hvaða sendiráð eigi í hlut svarar hann: „Ég tel ástæðu til að ætla að Sov- étmenn hafi fylgzt með.“  Þríeykið | 34 Þríeyki samdi bak við tjöldin í þorskastríðunum Heimir Hannesson Átök Breski flotinn beitir afli í stríði um þorska. „ÆTLI við séum ekki að baka um tuttugu til tuttugu og fimm þúsund bollur þessa dagana,“ segir Davíð Freyr Jóhannsson, yfirbakari í Mos- fellsbakaríi, sem stóð í ströngu við bollubakstur í gær. „Við byrjuðum strax á fimmtudaginn, settum fram svona hundrað til tvö hundruð bollur til að minna á það sem koma skal og sama er að segja um föstudaginn. Það var bullandi sala en svo stig- magnast salan um helgina og nær hámarki á bolludaginn sjálfan á mánudag. En sunnudagurinn er orð- inn mjög stór bolludagur.“ Davíð segir að vatnsdeigsbollan sé ávallt sú langvinsælasta og hún sæki stöð- ugt í sig veðrið. „Við búum vatns- deigsbollurnar til á gamla mátann, sjóðum upp vatn og smjör, setjum hveiti út í og búum til smjörbollu og bætum eggjum út í. Þetta er meiri vinna en skilar sér í betri bollum en þeim sem gerðar eru úr mixi.“ Davíð segir að verðið á bollunum hjá þeim sé það sama og í fyrra, til að bregð- ast við kreppunni og gefa öllum færi á að fá sér bollu. „Auðvitað hafa öll aðföng hækkað gríðarlega en við verðum líka að hugsa um viðskipta- vinina.“ khk@mbl.is Brjálað að gera í bollubakstri í bakaríum landsins Engin kreppa í bollunum Morgunblaðið/Golli Handagangur í öskjunni Margar hendur voru á lofti í Mosfellsbakaríi í gær þegar bollur voru bakaðar og smurðar í þúsundavís. Skoðanir fólksins ’Óhemjumörg eru einnig þau bréf,símtöl, tölvupóstar og þakkirfólks á förnum vegi sem af skrifummínum hafa sprottið, fólks sem þorðiekki sjálft að tjá sig opinberlega vegna hættu á að verða fyrir meingerðum valdamanna. » 42 INDRIÐI AÐALSTEINSSON ’En staðreyndirnar eru þarna: ís-lenskur bókamarkaður er of smártil að halda uppi atvinnuhöfundumeinn sér. Menn hugleiði að höfundur áborð við Halldór Laxness var lengst af á hæsta skáldastyrk af hálfu hins op- inbera – og halarófa annarra höfunda sem við stærum okkur af vann verk sín með stuðningi af listamannalaunum. » 43 PÉTUR GUNNARSSON ’Í dag, á konudaginn, er vel viðhæfi að minna á þá mikilvægubaráttu sem framundan er við að réttahlut kvenna. Ég hvet forsvarsmennstjórnmálaflokkanna til að tryggja jafnræði kynjanna við uppröðun á list- um og brýni konur í hvaða flokki sem er til að berjast fyrir því að svo verði í reynd. » 44 ÁSTA RAGNHEIÐUR JÓHANNESDÓTTIR ’ Geta má þess að á Íslandi kemur71% allrar orkunotkunar úr jarð-hita og vatnsorku, sem er væntanlegaeitthvert hæsta hlutfall meðal þjóða.Hafa má Ísland til hliðsjónar við mótun framtíðarsýnar í orkumálum á jörð- inni. » 45 ÓLAFUR JÓNSSON ’ Vísbendingar eru um að þátttakaíslenskra barna í MMR-bólusetningum sé ófullnægjandi ogþví má búast við að mislingar geti bor-ist hingað til lands frá nágrannaþjóð- um. Erfitt er að skilja hverjir hags- munir þeirra eru sem hvetja foreldra til að láta ekki bólusetja börn sín. » 45 ÞÓRÓLFUR GUÐNASON OG HARALDUR BRIEM „ÉG stend ein eftir með tvö börn, sjö og þriggja ára, og reyni að útskýra fyrir þeim af hverju pabbi þeirra kemur ekki lengur heim til þeirra. Um leið þarf ég að berjast við sorgina sem fylgir því að missa þann sem maður elsk- ar,“ segir Telma Magnúsdóttir. Eig- inmaður hennar, Björgvin Björg- vinsson, lést úr krabbameini á síðasta ári, aðeins 32 ára að aldri. Telma segir heilbrigðiskerfið hafa gjörsamlega brugðist, en krabba- mein Björgvins greindist seint og um síðir eftir að læknar höfðu stað- hæft að hann væri heill heilsu. Ekki kunnáttuskortur Erlendar rannsóknir benda til að fremur sé um skort á samspili en kunnáttu að ræða þegar sjúklingar fá ranga greiningu. Ekki hefur feng- ist fjármagn til að rannsaka þetta til hlítar hér og landlæknir hefur grun um að ekki komi öll mál af þessu tagi upp á yfirborðið. | 12 Pabbi kemur ekki heim Segir heilbrigðis- kerfið hafa brugðist Telma Magnúsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.