Morgunblaðið - 22.02.2009, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 22.02.2009, Blaðsíða 41
41 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2009 Ummæli Jóns gerðu mig dapran. Össur Skarphéðinsson ut- anríkisráðherra um þau um- mæli Jóns Baldvins Hanni- balssonar að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir víki úr stól formanns Samfylking- arinnar. Með því [yfirvinnubanni hjá Reykjavík- urborg] á að spara um milljarð. 100 ára yfirvinnubann þarf því til að spara fyrir skuld Tchenguiz. Andrés Magnússon geðlæknir á opnum borgarafundi í Háskólabíói og vísaði til yf- irdráttar bresk-íransks viðskiptajöfurs hjá Kaupþingi. Okkar orðspor í útlöndum er horfið. Það lánar okkur enginn eitt eða neitt. Knútur Signarsson, framkvæmdastjóri Fé- lags íslenskra stórkaupmanna. Þetta er algerlega samkvæmt þeim reglum sem gilda í borginni. Óska Bergsson, borgarfulltrúi Framsókn- arflokksins, þegar hann var spurður í Kast- ljósi um 25 manna móttöku fyrir sveit- arstjórnarmenn Framsóknarflokksins á kostnað borgarinnar. Við kunnum alveg að tala en það er bara svolítið erfitt fyrir framan svona marga svo við segjum bara takk. Sigur Rósarmenn þegar þeir tóku við Ís- lensku tónlistarverðlaununum. Það er auðvitað hætta á því að menn geri mistök en það ber að hafa í huga að menn hafa líka gert mistök þótt þeir hafi haft nægan tíma. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórn- málafræði við HÍ, um fyrirhugaðar breyt- ingar á kosningalöggjöfinni. Það er annað hvort núna eða strax, eins og sagt er, annars missum við af þessu. Sigurður Ægir Birgisson skipstjóri sagði að enn sæist ekkert til loðnunnar, en menn vonuðu hið besta. Þetta eru bara nokkur stef Kjartan Sveinsson úr Sigur Rós semur tón- list við kvikmynd Óskarsverðlaunahafans Neils Jordans. Ummæli ’ Ég reyndi að halda mér á jörðinni. Ég er mikil keppnismanneskja og ef ég tapa þegar ég er búin að ákveða að vinna verð ég rosalega fúl. Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona eftir að hún sigraði í Söngvakeppni Sjónvarpsins 2009, með laginu „Is it true“ eftir Óskar Pál Sveinsson. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum fara nú á kostum í vangaveltum sínum um hugsanlega þungun for- setafrúarinnar, Michelle Obama. Satt best að segja virðist fátt styðja sögu- sagnir um óléttuna. En það kemur ekki í veg fyr- ir skrif og upphrópanir. Vefsíðan babble.com, eins konar Barnaland þeirra Ameríkubúa, hefur tekið saman lista yfir þær frábæru afleiðingar, sem ólétta frúarinnar myndi hafa í för með sér. Þar myndu sumir halda að fæðing barns væri í fyrsta sæti, en því er ekki að heilsa. Fæðing barns í Hvíta húsinu myndi nefnilega skapa fleiri störf, að mati síð- unnar. Það er rökstutt þannig, að fjölmiðlar myndu ganga af göflunum, kaupa allar myndir sem þeir kæmust yfir af óléttri konunni og vakta hverja hreyfingu hennar. Það myndi án efa kalla á aukinn starfsmannafjölda. Í öðru sæti yfir frábærar afleiðingar er rakið, að framleiðendur alls konar barnabúnaðar myndu fara gjörsamlega á hvolf. Allar mömmur myndu vilja „Hvíta húss“-barnavagn, kerru, snuð, pela, smábarnasamfellur og annað sem tilheyrir litlum krílum. Þar við bætist, að lítið barn í Hvíta húsinu gæti virkað hvetjandi á aðra foreldra. Fyrst ÞAU geta þetta, sem bæði hafa nóg að gera, af hverju ættum VIÐ þá ekki að fyllast bjartsýni og krafti? Barnsfæðing í Hvíta húsinu myndi hugs- anlega hvetja foreldra til að eignast eitt lítið í viðbót. Á krepputímum dregur yfirleitt úr barnsfæðingum, til dæmis hrundi fæðing- artíðnin í Bandaríkjunum um 15% í kreppunni miklu. Bandaríkjamenn eru búnir að finna út, að þeim veitir ekki af fleiri landsmönnum til að að- stoða við að greiða niður gríðarlegar skuldir. Slíkar fæðingar myndu því væntanlega falla undir „greiðsludreifingu.“ Enn ein góð afleiðing væri, að fréttaflutn- ingur af óléttunni, fæðingunni og fyrstu árum barnsins yrði kærkomin tilbreyting frá kreppu- fréttunum, sem þreyta Bandaríkjamenn jafn mikið og aðra. Í öllum þessum vangaveltum virðast banda- rískir fjölmiðlar láta liggja milli hluta að Mic- helle Obama lýsti því sjálf yfir á síðasta ári að þau hjón ætluðu sér ekki að eignast fleiri börn. Sumir hlutir gerast nefnilega þótt fólk ætli sér það ekki, svo fyrri yfirlýsingar hjónanna teljast ekki að fullu marktækar. Greiðsludreifing á döfinni? Reuters Ólétt? Augu slúðrara í Bandaríkjunum bein- ast nú að kviði nýju forsetafrúarinnar. Það hefði getað farið verr... 570 2400 www.oryggi.is og fáðu öruggari öryggishnapp!Hringdu í Endurnýjaðu öryggishnappinn án endurgjalds í febrúar og fáðu reykskynjara í kaupbæti. Karl Kristinsson? Sæll, þetta er hjá Öryggismiðstöðinni. Við erum heima hjá pabba þínum. Hann var að sjóða egg og gleymdi sér aðeins yfir fréttunum. Jú jú, það er allt í lagi með hann. Reykskynjarinn sem fylgdi öryggis- hnappnum gerði okkur viðvart. Það væri fínt ef þú gætir komið, honum er svolítið brugðið. Já, þetta hefði getað farið verr. Öryggishnappur eldri borgara Öryggishnappur – armband eða hálsmen Þegar þrýst er á öryggishnappinn berast boð strax til vaktmiðstöðvar Öryggismiðstöðvarinnar. Beintengdur reykskynjari Öryggishnappnum fylgir reykskynjari sem er beintengdur vaktmiðstöð Öryggismiðstöðvarinnar. P IP A R • S ÍA • 9 0 1 0 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.