Morgunblaðið - 22.02.2009, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 22.02.2009, Blaðsíða 52
52 Minningar MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2009 Björn Guðmundsson ✝ Björn Guð-mundsson fædd- ist í Lóni í Kelduhverfi 7. apríl 1929. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Þingeyinga á Húsavík, 12. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Friðrika Jónsdóttir, f. 3. júní 1907, d. 31. mars 1980 og Guðmundur Björnsson, f. 20. ágúst 1898, d. 11. maí 1982. Systkini Björns eru Jón, f. 1934, búsettur í Lóni, og Guðrún Sigríður, f. 1938, d. 1997. Björn ólst upp í Lóni og var búsettur þar alla ævi. Auk hefð- bundins barnaskólanáms gekk hann í Alþýðuskólann á Laugum og Mennta- skólann á Akureyri en hvarf frá námi þar til að sinna fjölskyldu sinni. Hann tók meirapróf árið 1950 og stundaði vörubílaakstur um langt árabil, fyrst nær eingöngu en síðar með búskapnum í Lóni. Árið 1948 kynntist Björn eiginkonu sinni, Ásdísi Einarsdóttur, f. 13. júlí 1924, d. 28. apríl 2005, dóttur hjónanna Stefaníu Jónsdóttur, f. 1892, d. 1960 og Einars Ófeigs Hjartarsonar, f. 1896, d. 1963. Fyrsta árið voru þau á æskuslóðum Ásdísar á Langanes- strönd, þar sem Björn kenndi við barna- skóla Skeggjastaðahrepps, en fluttu vorið 1949 í Lón í Kelduhverfi. Þau giftu sig 7. apríl 1950. Árið 1958 stofnuðu þau nýbýlið Lón II. Börn þeirra eru: 1) Stefanía kennari, f. 1949, gift Árna Ingi- mundarsyni véltæknifræðingi, f. 1950. Þau eiga þrjú börn sem eru: a) Ingi- mundur, í sambúð með Þóru Birg- isdóttur. Börn þeirra eru Inga Rós og Árni Þór. Þóra á soninn Birgi Viðar Magnússon. b) Guðmundur Björn, kvæntur Hildi Eiríksdóttur, sonur þeirra Brynjar Örn. c) Ásdís, unnusti Róbert Andri Kristjánsson. 2) Margrét skrif- stofumaður, f. 1950, sambýlismaður Kristján Sigurður Finnsson skipstjóri, f. 1948. Hún á soninn Björn Friðrik Brynj- ólfsson. Kona hans er Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir. Dóttir þeirra er Margrét Arna. Kristján á dótturina Lovísu Sig- rúnu. 3) Guðmundur Friðrik, f. 1956, d. 1973. 4) Guðlaug ljósmóðir, f. 1958, gift Sveini Geir Einarssyni svæfingalækni, f. 1957. Þau eiga synina: a) Steinar Má, unnusta Sigrún Ásta Magnúsdóttir, og b) Arnar Þór. 5) Ingunn lyfjafræðingur, f. 1960, bjó með Magnúsi Guðnasyni túlki, f. 1954. Þau eiga Guðmund Friðrik og Nínu Maríu. Ingunn er í fjarbúð með Jakobi Páli Jóhannssyni sölumanni, f. 1957. 6) Einar Ófeigur, bóndi í Lóni, f. 1961, kvæntur Guðríði Baldvinsdóttur skógfræðingi, f. 1971. Börn þeirra eru Hanna, f. 2001, d. 2001, Ásdís og Bald- vin. Frá árinu 1980 og fram að aldamót- um starfaði Björn á Skattstofu Norður- lands, útibúinu á Húsavík, í hlutastarfi. Björn var alla tíð mjög virkur í fé- lagsmálum, var í sveitarstjórn Keldu- neshrepps í 40 ár, þar af oddviti 36 ár, og gegndi einnig starfi hreppstjóra þar til það embætti var lagt niður. Hann sat í ótal nefndum og ráðum, var í stjórn fjölda félaga og var ötull talsmaður alls þess sem til framfara horfði og alveg sérstaklega í Þingeyjarsýslum. Síðustu árin var hann meðlimur í Rotaryklúbbi Húsavíkur og sótti þar fundi vikulega meðan heilsan leyfði. Björn var jarðsunginn frá Garðskirkju 21. febrúar og fór útförin fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sigurður Ágúst Magnússon ✝ Sigurður ÁgústMagnússon fæddist í Hafnarfirði 22. febrúar 1934. Hann lést á heimili sínu 12. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Málfríður Sigurbjörg Gísladóttir frá Hafnarfirði, f. 30. sept 1911, d. 10. júní 1986 og Magnús Þorsteinn Helgason, f. 27. október 1907, d. 6 maí 1963 (skildu). Málfríður giftist Benedikt Gabríel Val- geiri Guðmundssyni, f. 26. júlí 1908, d. 3. mars 1972. Sonur Sigurðar Ágústs og Stein- unnar M. Lárusdóttur, f. 11. júlí 1937, er Jóngeir Adolf Eyrbekk, f. 9. desem- ber 1954, maki Una Árnadóttir, f. 6. febrúar 1957, sonur þeirra er Árni Haukur, f. 20. mars 1980. Sigurður Ágúst kvæntist 25. febrúar 1956, Guðmundu Bjarnýju Ólafsdóttur frá Keflavík, f. 20. febrúar 1938. Börn þeirra eru: A) Ólafur, f. 7. nóvember 1955, d. 20. desember 1974, maki Hel- ena Lind Birgisdóttir, f. 26. ágúst 1956. Sonur þeirra er Birgir Karl, maki El- ísabet Hlín Adolfsdóttur, þau eiga tvö börn. B) Benedikt Gabríel, f. 5. nóv- ember 1956, maki Ólafía Kristný Ólafs- dóttir, f. 17. nóvember 1956. Börn hans: Kristinn Baldur, f. 24. mars 1975, hann á þrjú börn, Axel Rafn, f. 13. des. 1979, maki Kristín Ásta Jónsdóttir, þau eiga tvö börn, Fannar Levý, f. 8. sept- ember 1986, hann á eitt barn. C) Magnús, f. 5. desember 1957, maki Da- gjört Lára Garðarsdóttir, f. 4. febrúar 1960. Börn þeirra: Ólafur, f. 27 júní 1978, hann á eitt barn, Sigurður Ágúst, f. 31. mars 1982, og Ingibjörg, f. 3 maí 1988. D) Sigurður Ágúst, f. 17. nóv- ember 1959, í sambúð með Kelly Lane. Börn hans Kyle Ólafur, f. 8. maí 1985, og Nikita, f. 11. febrúar 1990. E) Mar- grét, f. 12. febrúar 1961, maki Guð- mundur Sveinn Guðmundsson, f. 7. júlí 1960. Börn þeirra Berglind Bjarný, f. 10. júní 1979, Sveinn Hjalti, f. 26. mars 1983, maki Sæunn Magnúsdóttir og Ingvar Haukur, f. 24. júlí 1988. F) Jó- hanna S. Martin, f. 23. desember 1964. Sonur hennar: Hjálmar Ólafur Bjarna- son, f. 17. desember 1982, sambýlis- kona Sólveig Helga Björgúlfsdóttir, þau eiga eina dóttur. Jóhanna er gift Jay Alex Martin, f. 18. júlí 1968. Börn þeirra eru Daniella Ósk, f. 1. ágúst 1990 og Alexander Ágúst, f. 11. nóv- ember 1992. Sigurður vann mestan sinn starfs- aldur hjá Varnarliðinu á Keflavík- urflugvelli, þar af 37 ár hjá slökkvilið- inu. Hann bjó í Hafnarfirði frá fæðingu til 1974 er þau fluttu til Keflavíkur, en þar bjuggu þau í 23 ár. Útför Sigurðar fór fram 19. janúar. Meira: mbl.is/minningar Minningar á mbl.is Gunnar Erling Sigurjónsson ✝ Gunnar Sig-urjónsson eða Gunnar Íslendingur eins og hann var alltaf kallaður, fædd- ist 25. júní 1928 í Merki á Eskifirði. Hann lést á lyflækn- ingadeild Sjúkrahúss Akraness 26. janúar 2009. Foreldrar hans eru Jóhanna Hjelm, f. 11.9. 1905, d. 8.12. 1975, frá Vági í Færeyjum og Sigurjón Guðmundsson bílstjóri, f. 14.7. 1905, d. 2.11. 1948. Systkini hans eru Jóhanna Matthildur, f. 21.9. 1929, gift Elíeser Jónssyni, þau eiga 6 börn, Guðmundur Hannes, f. 24.7. 1931, giftur Fjólu Sveinbjörns- dóttur, þau eiga 4 börn, Sigurjón Har- aldur f. 7.8. 1936, d. 20.9. 2008, gift- ur Rannveigu Leifsdóttur, þau eiga 5 börn, Ásthildur, fædd 14.2. 1941, gift Vilhjálmi Eiríkssyni, þau eiga 7 börn og Brynhildur fædd 5.5. 1945, gift Guðmundi Óskarssyni, þau eiga 5 börn. Gunnar kynntist konunni sinni Guðlaugu Petreu Hansdóttur, f. 17.4. 1927 í Ólafsvík, í september 1959. Þau bjuggu lengst af í Grundarfirði og síð- ast á Dvalarheimilinu Fellaskjóli en Guðlaug lést 10.8. 2008. Gunnar á eina dóttur, Steinunni, f. 26.12. 1949, gift Helga Jörgenssyni, þau eiga 4 dætur og 8 barnabörn. Guðlaug átti fyrir 7 börn, Þorstein f. 19.11. 1948, Guðlaugu Kristínu, f. 13.4. 1950, Hönnu Guðnýju Ingibjörgu f. 29.5. 1952, Kristján f. 21.9. 1953, Smára f. 27.7. 1955, Reyni f. 27.10. 1957 og Trausta Grundfjörð f. 6.2. 1959 með fyrri manni sínum Björgvini Trausta- syni. Saman áttu þau 19 barnabörn og 14 barnabarnabörn. Útförin fór fram frá Grundarfjarðarkirkju 31.janúar sl. Meira: mbl.is/minningar ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför mágkonu okkar og frænku, ÓLAFÍU G. ÁSGEIRSDÓTTUR frá Krossnesi Árneshreppi, Kjarrhólma 30, Kópavogi, sem lést á líknardeild Landspítalans, Landakoti föstudaginn 30. janúar. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sambýlisins Gullsmára 11, Kópavogi, starfsfólks á hjartadeild 14G, Landspítalanum við Hringbraut og deildar L5 á Landspítala, Landakoti. Gróa Sigurjónsdóttir, Valgerður Ásgeirsdóttir, Ómar Ingi Ólafsson, Áslaug Dís Ásgeirsdóttir, Steinþór Einarsson, Ásgeir Már Ásgeirsson, Vera Rún Erlingsdóttir, Kristjana Heiðberg Guðmundsdóttir, Björgvin Gylfi Snorrason, Guðfinna Alda Skagfjörð, Ásgeir Valur Snorrason, Hildur Gunnarsdóttir, börn og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HULDU SIGURJÓNSDÓTTUR, Hlaðhömrum 2, Mosfellsbæ. Sérstakar þakkir til starfsfólks á dvalarheimili aldraðra Hlaðhömrum og deild A-2, Landspítala Fossvogi, fyrir frábæra umönnun. Guð blessi ykkur öll. Gestur Ó. Karlsson, Áshildur Emilsdóttir, Sigurjón Karlsson, Valgerður Jónsdóttir, Gróa Karlsdóttir, Lárus E. Eiríksson, Andrés Karlsson, Mínerva Jónsdóttir, Sólveig Karlsdóttir Lynge, Henrik Lynge, Ævar Karlsson, Inga Dís Hafsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, HAUKS GUNNARSSONAR, Sóltúni 13, Reykjavík, sem lést á heimili sínu þriðjudaginn 3. febrúar. Gunnar Hauksson, Jóhanna Geirsdóttir, Sigurður Hauksson, Hrefna Steinsdóttir, Ingibjörg Hauksdóttir, Einar Sveinn Ingólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐBJARGAR EINARSDÓTTUR frá Drangsnesi, áður til heimilis Hvassaleiti 58, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Eirar fyrir alúð og góða umönnun. Halldóra Hallfreðsdóttir, Gunnar Guðmundsson, Hanna Hallfreðsdóttir, Hjálmar Haraldsson, Einar Hallfreðsson, Margrét Ingólfsdóttir, Bjarni Hallfreðsson, Gerður Þórðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn.1 ✝ Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýndu okkur auðsýnda samúð og virðingu í veikindum og við andlát okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, THEÓDÓRU KRISTJÁNSDÓTTUR, Bakkavegi 13, Hnífsdal. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á blóðlækningadeild 11G, á Landspítalanum við Hringbraut. Guð blessi ykkur öll. Halldóra Elíasdóttir, Guðmundur Kr. Thoroddsen, Sigríður Inga Elíasdóttir, Svavar Geir Ævarsson, Finnbjörn Elíasson, Gyða Björg Jónsdóttir, Guðmunda Elíasdóttir, Friðrik Óttar Friðriksson. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir og amma, LILJA BRYNJÓLFSDÓTTIR frá Króki, Norðurárdal, síðast til heimilis á Hrafnistu, Reykjavík, lést þriðjudaginn 3. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð. Sérstakar þakkir til starfsfólks H1, Hrafnistu í Reykjavík fyrir frábæra umönnun og hlýju. Lárus Sigurgeirsson, Gunnar Lárusson, Lilja Hrönn Gunnarsdóttir, Bryndís Gunnarsdóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar og móður okkar, MARGRÉTAR JÓNSDÓTTUR, Hófgerði 7, Kópavogi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sunnuhlíðar, hjúkrunarheimilis fyrir hlýhug og góða umönnun. Guð blessi ykkur. Þorsteinn Jónsson, Sigríður Þorsteinsdóttir, Daníel Þorsteinsson, Þórunn Karitas Þorsteinsdóttir, Margrét Rut Þorsteinsdóttir, Jón Davíð Þorsteinsson, Ómar Þorsteinsson, Elísabet María Þorsteinsdóttir, Arthur Páll Þorsteinsson, Kristín Þorsteinsdóttir, Þórhildur Laila Þorsteinsdóttir, Elías Arnar Þorsteinsson, Ari Jóhannes Þorsteinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.