Morgunblaðið - 22.02.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirVIKUSPEGILL
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2009
Eftir Unu Sighvatsdóttur
una@mbl.is
Þ
að hefur aldrei verið eins mikil þörf á
því að velferðarkerfið virki og nú,“ seg-
ir Heiðar Guðnason, forstöðumaður
Samhjálpar. Allt frá því snemma árs
2008 hefur verið stígandi aðsókn í
þjónustu hjálparsamtaka, jafnt hjá Samhjálp sem
og Hjálparstofnun kirkjunnar, Mæðrastyrksnefnd,
Fjölskylduhjálp og Hjálpræðishernum.
Sífellt meira ber á atvinnulausum í þessum hópi,
fjölskyldufólki sem aldrei fyrr hefur þurft að reiða
sig á aðstoð og hefur leitað allra annarra úrræða
áður en þau þungu skref eru tekin að leita til hjálp-
arstofnana. Gangi atvinnuleysisspár eftir búast að-
standendur þessara stofnana við því að þeim fjölgi í
jöfnu hlutfalli sem eygi engin önnur úrræði til að
fæða sjálfa sig og fjölskyldur sínar. Þá er hætt við
því að gæta muni vaxandi heilbrigðisvandamála hjá
því fólki sem upplifir að fótunum hafi skyndilega
verið kippt undan því.
Margir enn að klóra í bakkann
„Maður er smeykur um hvað gerist hjá þeim
sem farið er að fjara undan,“ segir Heiðar Guðna-
son hjá Samhjálp. Þar á bæ hafa menn áhyggjur af
því að sá stóri hópur samfélagsins sem er á bata-
vegi eftir að hafa sótt meðferð síðustu ár sé sér-
staklega viðkvæmur fyrir ástandinu og hjá þeim
eigi enn eftir að koma harður skellur.
Heiðar bendir á þá staðreynd að stór hópur fyrr-
verandi skjólstæðinga Samhjálpar hafi fundið sér
lifibrauð í byggingariðnaði, þar sem vaxandi at-
vinnuleysi hefur komið hvað harðast niður. „Marg-
ir eru ennþá að klóra í bakkann áður en skellurinn
kemur. Það er til dæmis fullt af mönnum sem hafa
verið edrú núna í 1-10 ár og hafa smám saman ver-
ið að byggja sig upp, koma sér upp bíl og íbúð, en
sjá fram á að missa það kannski allt. Hættan er að
þeir leiti í það sem þeir þekktu áður til að deyfa
sársaukann.“
Vilhjálmur S. Jóhannsson, umsjónarmaður kaffi-
stofu Samhjálpar, þar sem allt að 120 manns reiða
sig nú daglega á matarskammta, tekur í sama
streng. „Það er hætt við því að alkóhólisminn banki
upp á hjá mörgum núna. Þessi sjúkdómur virkar
þannig, skrattinn kemur og segir: „Jæja, ertu þá
kominn til mín aftur.““ Hjá ákveðnum hópum fari
allt úr böndunum í kreppuástandi og þar sé með-
ferðatengdi hópurinn viðkvæmastur, ekki síst þeir
sem fóru aftur út í samfélagið eftir meðferð þegar
góðærið stóð sem hæst.
„Batagrunnurinn verður ekki eins sterkur í góð-
æri, þegar allir vegir eru færir án fyrirhafnar,“
segir Vilhjálmur. „Góðærið hjálpar fólki að finna
sér farveg, þú færð strax vinnu, íbúð og pening í
stað þess að þurfa að hafa fyrir því að koma undir
þig fótunum, en að sama skapi verða þessar varnir
ekki eins sterkar eftir langvarandi góðæri.“ Hætta
sé á því að fleiri í þessum hópi fari nú út af sporinu
en ella.
Til að bregðast við þessu, og helst af öllu fyr-
irbyggja það, vonast Samhjálp til að geta eflt starf
göngudeildarinnar. Þangað leita nú æ fleiri ein-
staklingar sem eru hræddir um að þeir séu að
missa tökin og vilja aðstoð við að halda sér réttum
megin við línuna í neyslu. Þórarinn Tyrfingsson, yf-
irlæknir á Vogi, hefur svipaða sögu að segja. „Fólk
hefur stuðningskerfi til að verjast falli, og manni
virðist okkar hópur, sem þegar hefur fengið með-
ferð, vera duglegri að sækja svona stuðning núna,
sem bendir til að hann sé á varðbergi.“
Áfengissýki fyrr fram en geðrænn vandi
Þórarinn segir hins vegar erfitt að fullyrða um
hvernig málin þróast, en á Vogi hafi strax á fyrstu
mánuðum eftir bankahrunið orðið hlutfallsleg fjölg-
un á karlmönnum 40 ára og eldri í meðferð.
„Sem studdi þá tilfinningu okkar að það væri
a.m.k. ákveðinn hópur skjólstæðinga sem væri í
meiri fallhættu undir þessu álagi. Margir hafa þær
kenningar að við séum fyrst núna að nálgast þá
tíma að áfallið fari að koma niður á fólki. Mín til-
finning er sú að okkar hópur, áfengissjúklingar,
bregðist fyrr við, eins og við höfum þegar séð, en
fólk með ýmiskonar geðrænan vanda, það muni
kannski fremur fara að birtast núna.“
Vilborg Oddsdóttir hjá Hjálparstarfi kirkjunnar
segir þá sem illa eru staddir eiga erfiðara með að
taka inn á sig þjóðfélagsumræðuna og verði fyrir
huglægri kreppu sem sé litlu skárri. „Auðvitað er
það frábært sem hefur verið gert, að koma upp að-
stöðu fyrir atvinnulausa að hittast á, það er nauð-
synlegt að halda sér virkum svo ekki bætist þung-
lyndi og kvíði við atvinnuleysið, en það breytir því
ekki að fólk á enn ekki fyrir mat og fyrir reikning-
unum. Þetta óöryggi er það versta.“
Mörgum hætt við falli
Sjaldan hafa fleiri þurft á úrræðum hjálparstofnana að halda Hætt við því að þeir
sem eru viðkvæmir fyrir kikni undan álaginu og andleg kreppa fylgi í kjölfarið
Morgunblaðið/Sverrir
Hjálp Hátt í 200 fjölskyldur reiða sig nú vikulega
á Fjölskylduhjálp og Hjálparstarf kirkjunnar.
Á Kaffistofu Samhjálpar sam-
einast hjálpfúsar hendur við að
útdeila mat daglega. Þangað
hafa sótt allt að 120 manns á
dag undanfarnar vikur.
Morgunblaðið/Golli
„VIÐ finnum fyrir því að sumir
þeirra sem koma og hafa misst vinn-
una upplifa tvöfaldan vanda,“ segir
Vilborg Oddsdóttir hjá Hjálp-
arstofnun kirkjunnar. „Þetta á við
um eldri menn sem eru bæði að
missa vinnuna í fyrsta skipti á æv-
inni og finnst þeir hafa brugðist
sem fyrirvinna, en á sama tíma upp-
lifa þeir að eiga kannski aldrei aft-
urkvæmt á vinnumarkaðinn, jafnvel
þótt ástandið breytist. Maður finnur
mikla örvæntingu hjá þessu fólki
sem hugsar með sér að jafnvel í góð-
ærinu hafi verið erfitt fyrir eldra
fólk að fá vinnu, hvað þá núna.“
HLUTI þeirra sem nú sjá sér ekki
annað fært en að sækja matargjafir
eru öryrkjar og aðrir tekjulágir sem
hingað til hafa getað náð endum
saman á bótum en í verðbólgunni
hefur það orðið ómögulegt.
„Þetta fólk býr enn í sama hús-
næði og er með sömu, föstu tekjur
en þær duga ekki lengur. Maður veit
ekki hvernig það þróast, ef gengið
styrkist aftur og verðlag lækkar er
hugsanlegt að þessi hópur komist
aftur í þá stöðu að þurfa ekki á okk-
ur að halda,“ segir Vilborg. „Maður
sér líka að þetta fólk á ekki fyrir
tómstundum barnanna sinna.“
ÁSGERÐUR Jóna Flosadóttir, for-
stöðukona Fjölskylduhjálpar, segir
kreppuna ekki koma eins illa við
þennan hóp, öryrkja og tekjulága, og
þá sem eru atvinnulausir.
„Áfallið er minna, því þau höfðu
svo lítið milli handanna fyrir. Yf-
irleitt er þetta fólk í félagslegu hús-
næði sem það þarf ekki að hafa
áhyggjur af að missa eins og hinir,
sem eru vanir því að hafa allt sitt á
hreinu en sjá núna allt í einu ekki til
lands og það er náttúrlega það
versta, það er þetta óöryggi sem fer
mjög illa með fólk. Til okkar leita
líka barnmargar fjölskyldur og koma
stundum með börnin með sér og við
sjáum það að þetta er mjög erfitt
fyrir þau og hefur slæm áhrif.“
„KREPPAN, hún kemur verst niður á börn-
unum,“ segir Sigurbjörg Árnadóttir, sem bjó
lengi vel í Finnlandi og hefur áður bent á að al-
varlegar afleiðingar kreppunnar sem þar varð
á tíunda áratugnum ættu að vera Íslendingum
víti til varnaðar.
„Aldrei nokkurn tíma í finnskri sögu hefur
verið jafnmikið af öryrkjum undir þrítugu eins
og er í dag, og það eru þeir sem voru börn í
kreppunni og ólust upp við þær kring-
umstæður að foreldrarnir voru atvinnulausir,
lentu í dópi eða brennivíni og það var ekki til
matur. Það þarf fyrirbyggjandi aðgerðir ef við
ætlum ekki að sitja uppi með það sama hér.“
Sigurbjörg segir kreppuna hér enn vera að
þróast með svipuðum hætti og hún gerði í
Finnlandi. „Þetta er nákvæmlega sama þróun-
in; atvinnuleysi eykst, fólk missir húsnæðið,
vextir eru háir. Nema við erum verr stödd ef
eitthvað er því við höfum ekki sama fé-
lagslega kerfið.“ Augljóst má telja að barna-
fjölskyldur sem sækja nú í auknum mæli mat-
argjafir hjálparstofnana hafi ekki efni á því að
borga mat fyrir börnin sín í skólunum.
Sigurbjörg segir að kostnaður við lækn-
isþjónustu fyrir börnin, skriffæri, bækur og
þess háttar sé bágstöddum fjölskyldum mjög
íþyngjandi. Þetta hafi allt saman verið ókeypis
í Finnlandi. „Ég myndi vilja sjá ókeypis heita
máltíð í skólanum fyrir öll börn og er tilbúin
að greiða skatt til að börn fái að borða hérna.“
Hún er áhyggjufull gagnvart þeirri þróun að
skorið sé niður í forvörnum og meðferð-
arúrræðum eins og verið hefur. „Það hefur
aldrei verið eins mikil þörf á forvörnum og
geðhjálp og í dag. Það var líka skref í alranga
átt að hækka áfengisverð svona. Þá kemur
heimabruggið og fólk fer að kaupa hvað sem
er á svörtum markaði.“
Verði ekkert að gert segir hún viðbúið að
áfengis- og fíkniefnaneysla auk geðrænna
vandamála aukist jafnt og þétt þótt mörgum
finnist fjarstæðukennd tilhugsun að ástandið
hér geti nokkurn tíma orðið eins og það var
verst í Finnlandi. „Þeir héldu það líka þar, og
það hefði verið erfitt að sannfæra mig um það
áður en hrunið varð að Finnar ættu eftir að
standa í þessum sporum.“
Forvörn og geðhjálp aldrei þarfari en nú
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Ekki of seint Sigurbjörgu líst illa á þróunina