Morgunblaðið - 22.02.2009, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.02.2009, Blaðsíða 33
33 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2009 Morgunblaðið/Sverrir Sameiginlegur hagur Almenningur á að byggja upp Ísland eftir hrunið og því er rétt að leita leiða til að auka hlutdeild hans í samfélaginu. H afi það ekki verið ljóst fyrir kom það glögglega fram þegar Alþýðu- samband Íslands greindi frá því að launa- hækkunum og endur- skoðun samninga yrði frestað fram á sumar hverjir myndu bera þyngstu byrðarnar af bankahruninu. Og það eru ekki þeir sem mesta hlutdeild áttu í góðærinu. Almenningur situr uppi með reikninginn af hruninu og hann mun þurfa að byggja upp íslenskan efnahag að nýju. Í ljósi þess er rétt að huga að því með hvaða hætti almenningur getur átt sem mesta hlutdeild í því þjóðfélagi sem á að byggja upp. Nú fer fram umræða um það hvernig hægt sé að auka pólitíska hlutdeild almennings. Hin nýja ríkisstjórn hefur í hyggju að gefa kost á persónukjöri í næstu kosningum sem fari þannig fram að flokkarnir geti í stað þess að tefla fram uppstilltum listum látið kjósendur raða upp einstaklingunum sem verða í fram- boði. Rætt er um endurskoðun stjórnaskrár sem er löngu tímabær. Talað er um það hvern- ig gera megi frekari breytingar á hinu póli- tíska kerfi, hvernig efla megi Alþingi, hvort endurskoða þurfi embætti forseta Íslands eða í það minnsta skilgreina betur hlutverk hans, svo eitthvað sé nefnt. Hugmyndir hafa verið settar fram um þjóðaratkvæði í mikilvægum málum. Beint lýðræði taki við af fulltrúa- lýðræðinu, ekki alfarið en í ákveðnum málum. Efnahagsleg hlutdeild almennings Minna er rætt um það hvernig auka megi hina efnahagslegu hlutdeild almennings en sá þátt- ur er ekkert síður mikilvægur. Það er þekkt að þegar aðskilnaðarstefnan var lögð niður í Suð- ur-Afríku settust fulltrúar Afríska þjóðarráðs- ins og hvíta minnihlutans niður til að ræða framtíðina. Búnir voru til tveir hópar. Annar fjallaði um pólitísk réttindi, hinn um efnahags- mál. Allra augu beindust að hópnum, sem var með stjórnmálin á sinni könnu. Fulltrúar hvíta minnihlutans settu þar fram ýmsar kröfur, til dæmis um vægi atkvæða og leiðir til þess að tryggja rétt minnihlutans. Þeim var öllum hafnað og Afríska þjóðarráðið stóð með pálm- ann í höndunum. Draumurinn um einn mann, eitt atkvæði hafði ræst. Í fjármálaviðræðunum fór á annan veg. Hvíti minnihlutinn gerði skýrar kröfur um réttindi hvítra embættismanna og greiðslur til þeirra, hvort sem um var að ræða eftirlaun eða starfslok. Sömuleiðis var samið um að áfram yrði staðið við allar fjárskuldbindingar sem stjórn hvíta minnihlutans hafði efnt til. Þegar allt var talið höfðu hendur þeirrar stjórnar, sem tæki við, verið bundnar í svo miklum mæli að útilokað var að ný stjórn gæti efnt fyrirheit um að bæta hag blökkumanna í landinu. Af- leiðingin var sú að kjör þeirra versnuðu jafn- vel. Sigurinn í pólitísku viðræðunum var mik- ilvægur en hann reyndist skammgóður vermir. Auðmenn og atvinnurekstur Þetta dæmi er tekið til þess að benda á hversu mikilvægt það er að einblína ekki eingöngu á pólitíska þáttinn. Þegar einkavæðingin átti sér stað á Íslandi fór fram umræða um það hvern- ig hún skyldi eiga sér stað. Áhersla var lögð á dreifða eignaraðild þannig að fyrirtæki og stofnanir á borð við banka kæmust ekki í hendur fárra, heldur margra. Þegar Lands- síminn var einkavæddur var sú hugmynd meira að segja sett fram að þjóðin fengi ein- faldlega sinn hlut í hendurnar til ráðstöfunar að vild. Síminn væri eign þjóðarinnar. Þessar hugmyndir voru í anda Eyjólfs Konráðs Jóns- sonar, fyrrverandi ritstjóra og alþingismanns, sem sagði í bók sinni Alþýða og athafnalíf fyrir um fjórum áratugum: „En mergurinn málsins er sá að íslenzka þjóðin vill ekki að örfáir auð- menn ráði yfir öllum hennar atvinnurekstri.“ Þá kom hins vegar ný manntegund til sög- unnar, kjölfestufjárfestirinn, og úti var æv- intýrið um dreifða eignaraðild og að þjóðin fengi einfaldlega eignir sínar í hendurnar beint. Það þarf ekki að fjölyrða um framsýni Eyj- ólfs Konráðs og það hefur komið í ljós hvað það getur kostað þegar íslenskt athafnalíf er á hendi örfárra og valdið færist úr stjórnmál- unum yfir í viðskiptalífið. Þessum sjón- armiðum hefur alltaf verið haldið á lofti í Morgunblaðinu og full þörf er á því að halda því áfram nú, ekki síst í ljósi fenginnar reynslu. En nú er allt á hreyfingu á nýjan leik. Bank- arnir eru komnir í ríkiseigu og útlit fyrir að stór hluti hagkerfisins muni gera það einnig, þótt ekki verði nema í skamman tíma. Engin grundvallarumræða hefur átt sér stað um það hvaða hugmyndafræði skuli fylgt við að einka- væða fyrirtæki á nýjan leik fyrir utan það að ferlið eigi að vera opið og aðgengilegt öllum. Sú krafa er svo sjálfsögð að ekki ætti að þurfa að ræða hana en þó eru tilfelli þar sem ekki hefur tekist að fara eftir henni. Þegar það er gagnrýnt er vísað til þess að farið sé að lögum, eins og það sé fullkomlega eðlilegt að gera allt- af allt það sem ekki er bannað. Nýjar leikreglur eftir hrunið Sú staða, sem nú er komin upp í íslensku at- hafnalífi, gefur tilefni til þess að fara rækilega í gegnum með hvaða hætti eigi að setja því ramma til að koma í veg fyrir að mistök fortíð- arinnar endurtaki sig í uppbyggingu til fram- tíðar. Hvernig koma megi í veg fyrir að við- skiptablokkir skipti Íslandi á milli sín. Þetta þarf að gerast núna á meðan borðið er hreint, ef svo má segja, áður en gamlar viðskipta- blokkir ná vopnum sínum á ný eftir hrunið eða nýjar koma fram. Með öðrum orðum kæmi sér best að það gerðist áður en myndaðist ástand sem þarf að vinda ofan af. Það er allt annar hlutur að búa til ramma með afturvirkum hætti utan um það sem orðið er og þurfa að fara í slag við ráðandi valdasamsteypur en að setja reglur í upphafi leiks. Reynslan und- anfarin ár sýnir hvað það getur kostað að ætla að setja tannkremið aftur í túpuna þegar búið er að kreista það úr henni og nægir að nefna átökin um fjölmiðlafrumvarpið sem dæmi um það. Menn kunna að halda því fram að nú séu aðrir hlutir brýnni, mikilvægast er að hjól efnahagslífsins fari að snúast á ný áður en allt staðni og einu gildi hvernig að því verði staðið. Fyrri hlutinn af þessari fullyrðingu er réttur en ekki sá síðari. Á þessari stundu er mest eft- irspurn eftir framsýni og skyndilausnir geta verið dýrkeyptar. Á Íslandi er komin upp sú staða að það þarf að gefa upp á nýtt og það væri ömurlegt að komast að því eftir nokkur misseri að það hafi verið vitlaust gefið – aftur. Á undanförnum misserum hefur mikið verið rætt um mannauð, að auður þjóðarinnar felist ekki síst í fólkinu. Það gefur auga leið að fram- tíð íslensks athafnalífs byggist á mannauðnum. Fyrirtækin eru lítils virði án fólksins, sem vinnur við þau, ber þau uppi, framleiðir verð- mætin og býr til skatttekjurnar sem á að nota til að draga þjóðina upp úr skuldafeninu. Það er því eðlilegt að spyrja hvort hægt sé að koma því þannig fyrir að þáttur einstaklingsins í uppbyggingunni verði ekki aðeins með vinnu og sköttum, heldur fái hann hlutdeild í því samfélagi, sem hér verður byggt upp. Tilraun Vilhjálms Bjarnasonar og félaga til að fá almenning til að kaupa Morgunblaðið er athyglisverð og í anda þessara hugmynda. En það mætti einnig hugsa sér að fara beinni leið. Í stað þess að fólk taki sig saman verði það hluti af söluferlinu að starfsfólki fyrirtækja verði einfaldlega gefinn kostur á að eignast fyrirtækið annaðhvort allt eða að hluta eftir stærð þess og umfangi. Sá hlutur, sem eftir er, yrði seldur hæstbjóðanda með opnu og gagn- sæju fyrirkomulagi. Starfsfólkið myndi greiða fyrir hlutinn með einhverjum hætti, til dæmis þannig að tiltekin upphæð yrði dregin af launum þess mán- aðarlega. Þannig fengi starfsfólk hlutdeild í uppbyggingunni og hefði beinan hag af því að vel tækist til. Skerpt yrði á samhenginu á milli kjara starfsfólksins og viðgangs fyrirtækisins. Nú er þess krafist af almenningi að hann færi fórnir. Með aukinni hlutdeild yrði mun skýrara hver ávinningurinn gæti orðið af því að færa slíkar fórnir. Hann yrði beinn, en ekki óbeinn, og má velta því fyrir sér hvort þessi leið sé rökrétt framhald af umræðunni um beint lýð- ræði – tala jafnvel um beint eignarhald. Eignarhlutur starfsfólks þyrfti ekki að vera stærri en 10% en hann gæti líka hæglega verið stærri, allt eftir því hvað eðlilegt er að ein- staklingur leggi fram og hvað hann er tilbúinn að leggja af mörkum. Við fyrstu sýn gæti virst að sá sem keypti þann hlut sem eftir væri í fyr- irtækinu væri að fallast á að hendur hans yrðu bundnar. Það gæti átt við ef hinn nýi eigandi ætlaði sér að búta fyrirtækið niður, leysa það upp eða með öðrum hætti gera það að peði í viðskiptarefskák en sé markmiðið einfaldur fyrirtækjarekstur fara markmið allra eigenda saman þótt ágreiningur gæti orðið um leiðir. Eigendahópur með fjölbreyttan bakgrunn og ólík sjónarhorn gæti einnig orðið uppspretta frumlegra og nýstárlegra lausna og þvingað menn til óhefðbundinna vinnubragða. Nálgunin við að auka hlutdeild almennings í efnahagslífinu gæti farið eftir stærð þeirra fyrirtækja sem um ræðir. Sum fyrirtæki eru það lítil að ekki er ástæða til að fara út fyrir raðir starfsmanna. Önnur fyrirtæki eru það stór að ástæða gæti verið til að íhuga alvarlega að öll þjóðin eignist þau. Hvernig á til dæmis að standa að því að einkavæða bankana á nýj- an leik? Fráleitt er að ríkið taki að sér banka- rekstur um aldur og ævi og ein ástæðan fyrir því að ríkið rekur nú þrjá banka hlýtur að vera sú að eignarhaldið eigi ekki að vera til fram- búðar. Orðið einkavæðing kallar um þessar mundir fram óbragð í munni margra en svarið er þó ekki að ríkisvæða allt frá banka til sjoppu. Þá yrði skammt að bíða þess að orðið ríkisforsjá kallaði fram sama óbragðið. Heilbrigt þjóðfélag Á Íslandi hafði skapast heimur viðskipta- blokka þar sem krosseignatengsl og ann- arlegir hagsmunir höfðu í raun afmyndað við- skiptalífið. Markmiðið var ekki að komast yfir fyrirtæki til þess að reka það með heilbrigðum hætti, heldur fara skuldsetningarleiðina og nota það sem stökkpall til frekari landvinn- inga. Afleiðingin var sú að fyrirtækin sem voru keypt stóðu iðulega veikari eftir en þau höfðu gert fyrir kaupin. Athafnamenn sem hafa slík markmið í huga hafa ekkert að gera með það að eiga fyrirtækin með starfsmönnum eða al- menningi og það er engin ástæða til að hygla málsvörum þessarar hugmyndafræði sem er gjaldþrota bæði í beinum og óbeinum skilningi á þessum tímum. Sú leið að auka hlutdeild almennings í ís- lensku athafnalífi yrði spor í átt að því að skapa heilbrigt þjóðfélag á Íslandi eftir banka- hrunið og myndi skerpa á þeirri staðreynd að örlög þjóðar og örlög einstaklingsins fara sam- an. Hlutdeildin í pólitískri og efnahagslegri endurnýjun Reykjavíkurbréf 210209 30 Fjöldi fyrirtækja sem hefur orðið gjaldþrota á viku það sem af er árinu. 1150 Fjöldi fyrirtækja sem varð gjaldþrota að meðaltali á ári 2004 til 2007. 3.500 Fjöldi fyrirtækja sem spáð er að fari í þrot á Íslandi á næstu 12 mánuðum. Heimild: Creditinfo.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.