Morgunblaðið - 22.02.2009, Blaðsíða 20
20 Lestur
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2009
Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur
ingarun@mbl.is
Þ
að er barnastund í Ár-
safni daginn sem blaða-
maður og ljósmyndari
heimsækja safnið, sem
fagnar einmitt fimm ára
afmæli í dag. Bókasöfn hafa sér-
stakan sjarma og vekja áreiðanlega
upp æskuminningar hjá mörgum,
sérstaklega þegar gengið er inn í
barnadeildina og við blasa bóka-
flokkar á borð við Frank og Jóa og
Fimm-bækurnar. Ný ævintýri hafa
líka tekið við og reyndar halda
gömul einnig áfram en Æv-
intýradalurinn eftir Enid Blyton
kúrir í bókahillu sem merkt er
„Nýtt 2008“.
Fjögurra og fimm ára krakkar
frá leikskólanum Rofaborg eru í
heimsókn í safninu og sitja á stólum
og sessum í bjartri barnadeildinni
og áhuginn leynir sér ekki. Hóp-
urinn, sem telur 14 krakka, er að
skoða bækur að eigin vali eftir að
hafa hlýtt á Bergrós Hilmarsdóttur,
barnabókavörð safnsins, lesa æv-
intýri við líflega glærusýningu.
Hópur frá leikskólanum kemur í
heimsókn á safnið í hverri viku sem
þýðir að hvert barn mætir á bóka-
safnið allavega einu sinni í mánuði.
Ársafn sinnir fleiri hverfisleik-
skólum og -skólum, en skólarnir
panta sögustund hjá Bergrós.
Að undanförnu hefur hún gjarn-
an lesið ævintýri og tröllasögur fyr-
ir börnin. Stundum hafa skólarnir
óskað eftir ákveðnu viðfangsefni en
á þorranum hefur þjóðlegt efni ver-
ið í fyrirrúmi.
Meiri umferð í safninu
Bergrós hefur tekið eftir meiri
umferð í safninu að undanförnu og
teljari í inngangshliði staðfestir það.
„Þetta er líka einhver ódýrasta
skemmtun sem boðið er upp á.
Hérna getur fólk komið og fengið
sér kaffi og lesið blöðin og nýjustu
tímaritin,“ segir hún en einnig er
hægt að fá tónlist á safninu og
mynddiska. „Margir vita ekki
ennþá að það er ókeypis að fá lánað
myndefni.“
Hægt er að hafa í láni 15 eintök á
barnakorti, sem er ókeypis fyrir
börn og unglinga að 18 ára aldri, en
á fullorðinskorti er búið að hækka
hámarkið í 40 eintök í einu. Skír-
teini eru ennfremur ókeypis fyrir
örorku- og ellilífeyrisþega.
Bergrós er nýtekin við barna-
starfinu í Ársafni. Hún starfaði
þar á undan í Gerðubergi en hún
er menntaður bókasafns- og upp-
lýsingafræðingur og útskrifaðist
árið 2006. Þar áður vann hún ýmis
skrifstofustörf en henni líkar sér-
staklega vel í nýja starfinu.
En hvernig skyldi henni finnast
stemningin á bókasöfnum núna?
„Hún er allt öðruvísi en það sem
ég upplifði sem barn, þegar maður
þorði varla að opna munninn inni á
bókasafni. Þetta er almennings-
bókasafn sem á að vera opið fyrir
alla, svona eins og félagsmiðstöð.
Ég held að fólk sé að átta sig sífellt
betur á því. Hér kemur fólk að hitta
annað fólk og tekur með sér bækur,
myndir og tónlist heim.“
Gott að venjast
umhverfinu
Það eru ekki bara leikskólarnir
sem heimsækja bókasöfnin en
yngstu bekkir grunnskóla geta líka
pantað sögustundir. Einnig er það
fastur liður í starfinu að bjóða upp
safnkynningu fyrir 4. bekk. „Snið-
ugra er að börnin komi hingað en
að kynningin sé í skólunum,“ segir
Bergrós og útskýrir að þannig venj-
ist börnin bókasafnsumhverfinu.
Greinilegt er að sitthvað er gert til
að kynna bókasöfn og bækur fyrir
börnum og verður ekki allt upptalið
hér.
Bókasöfnin eru fyrir alla, ekki
bara börnin eins og þjónustan
„Bókin heim“ ber vott um. Um er
að ræða heimsendingarþjónustu
fyrir þá sem vegna fötlunar eða ald-
urs komast ekki í safnið. Einu sinni
í mánuði fær lánþeginn sendar
heim 10-15 bækur, sem valdar eru í
samráði við hann.
Eins og áður segir fagnar Ár-
safn fimm ára afmæli í dag og í til-
efni dagsins er boðið upp á afmæl-
iskaffi frá kl. 13 og eru allir
velkomnir. Barnakór Grafarholts-
sóknar syngur síðan fyrir safn-
gesti kl. 13.15.
Morgunblaðið/Heiddi
Gæðastund Krakkarnir frá leikskólanum Rofaborg í Árbæ skoðuðu bækur að eigin vali eftir sögustundina hjá Bergrósu barnabókaverði.
Opið fyrir alla
FIMM koffort með bókum eru í Ár-
safni, sem lánuð eru út til leikskóla,
tvö eða þrjú í einu. Krakkarnir geta
þannig tekið bækur með sér heim úr
leikskólanum, tvær í einu og verið
með þær í viku. Samvinna milli bóka-
safna og leikskóla er því heilmikil og
margt gert til að kynda undir bóka-
áhuga og stuðla að því að lesið sé
fyrir krakkana heima.
Þola ekki brauð með sultu
Elstu leikskólakrakkarnir koma á
bókasafnið í námskeið í meðferð
bóka. Farið er í gegnum hvað má og
má ekki gera við bækur. Kennt er
m.a. að ekki má leggja bækur á „mag-
ann“ heldur frekar nota bókamerki.
Krökkunum eru sýndar illa farnar
bækur og kennt að bækur þoli ekki
brauð með sultu, þá geta blaðsíð-
urnar límst saman. Bækur eru heldur
ekki hrifnar af mjólk eða safa en þá
geta blaðsíðurnar krumpast. Að nám-
skeiðinu loknu fá krakkarnir við-
urkenningaskjal með ýmsum upplýs-
ingum og að sjálfsögðu fylgir
bókamerki með.
Barnabókaverðlaun barnanna
Til viðbótar gefur Borgarbókasafn
Reykjavíkur lesendum á aldrinum 6-
12 ára tækifæri til að velja bestu
barnabækurnar af þeim sem komu út
árið 2008. Hver lesandi má velja allt
að þrjár bækur með því að fylla út
kjörseðill í bókasöfnum eða með því
að senda póst á thorbjorg.karlsdott-
ir@reykjavik.is. Nánari upplýsingar
um hvaða bækur er um að ræða er
að finna á borgarbokasafn.is.
Tvær bækur verða verðlaunaðar,
önnur frumsamin íslensk og hin
þýdd. Skila þarf atkvæðum fyrir 20.
mars og fá heppnir þátttakendur
glaðning. Úrslit verða kynnt við há-
tíðlega athöfn á sumardaginn fyrsta,
23. apríl.
Morgunblaðið/Heiddi
Litríkir kassar Bergrós við kist-
urnar góðu sem geyma barnabæk-
ur af ýmsu tagi og leikskólarnir fá
lánaðar.
Leyndardómar koffortsins
BERGRÓS bókavörður segir að
lestur fyrir börn ætti að vera
sjálfsagður þáttur í uppeldi allra
barna og segir lestur sögukorns
helst á hverjum degi leggja
grunninn að farsæld barnsins.
Stundin þarf ekki að vera löng en
hefur margt að segja. Að lesa
fyrir barn:
Eflir málþroskann
Venur barnið við að hlusta
Er róandi
Veitir öryggi
Veitir hlýju og nálægð
Örvar ímyndunaraflið
Eykur skilning
Auðveldar nám
Eykur þekkingu
Morgunblaðið/Heiddi
Góður gestur Það er engum blöð-
um um það að fletta að þessi unga
stúlka hafði gaman af heimsókn-
inni á safnið.
Að lesa
fyrir barn
Grímur kokkur ehf | sími 481 2665 | grimurkokkur@grimurkokkur.is
www.grimurkokkur.is
Munið eftir
bolludeginum
Gríms fiskibollur
eru hollar og góður kostur fyrir þá
sem hugsa um heilsuna. þær eru
fulleldaðar og þarf aðeins að hita
upp í ofni eða á pönnu og inni-
halda aðeins um 1% fitu.
mánudaginn 23. febrúar