Morgunblaðið - 22.02.2009, Blaðsíða 9
Nokkrum íbúðum óráðstafað
Sléttuvegur 29 og 31 í Fossvogi
SAMTÖK ALDRAÐRA
Unnt er að skoða teikningar o.fl. á netsíðu samtakanna www.aldradir.is
einnig er hægt að afla sér frekari upplýsinga og skoða teikningar á skrifstofu samtakanna
að Síðumúla 29, 108 Reykjavík eftir nánara samkomulagi í síma 552 6410.
Samtök aldraðra kynna hér nýja byggingu á
tveimur húsum á horni Sléttuvegar og
Háaleitisbrautar, nánar tiltekið Sléttuvegur 29 og
31 með 58 tveggja og þriggja herbergja íbúðum
fyrir 60 ára og eldri. Stigahúsin eru tvö og eru
tvær lyftur í hærra húsinu og ein í lægra húsinu.
Sameiginlegur samkomusalur tengir húsin.
Nokkrar íbúðir eru lausar í húsunum og verða
seldar fólki sem vill ganga í samtökin.
Byggingarframkvæmdir hefjast í mars-apríl 2009.
Húsin teiknar Guðfinna Thordarson, Arkhúsinu
ehf. og aðalbyggingarverktaki er Atafl hf. sem
hefur á undanförnum árum byggt tvö vönduð
hús fyrir samtökin. Kjartan Mogensen lands-
lagsarkitekt teiknar lóðina sem verður afhent
fullfrágengin. Snjóbræðsla verður í gangstétt-
um norðan og austan við húsin og í innkeyrsl-
um í bílageymslur. Norðan við húsin eru mal-
bikuð stæði fyrir 29 bíla.
Tveggja herbergja íbúðirnar eru 83-86 fer-
metrar og þriggja herbergja íbúðirnar eru 93-
108 fermetrar. Bílastæði eru í bílageymslu fyrir
hvergja íbúð, dekkjageymsla og þvottaað-
staða. Í kjallara eru geymslur fyrir hverja íbúð
ca 7 fermetrar og auk þess tvö herbergi fyrir
sameiginlegt þvottahús, rými fyrir tæknibúnað,
húsgeymslur, ræstiherbergi og snyrting.
Íbúðirnar afhendast fullbúnar án gólfefna en með öryggisdúk á baðher-
bergi og þvottahúsi. Veggir í baðherbergi verða flísalagðir og svalagólf
flísalögð. Lögn á parketi er innifalið í kaupverðinu. Tvöfaldur ís/frysti-
skápur með klakavél og uppþvottavél eru í eldhúsinnréttingu og allar
íbúðir eru með sérþvottahúsi.
Hús nr. 29
Hús nr. 31
Hús nr. 31
Hús nr. 29
Hús nr. 29
Bílageymsla
innkeyrsla
Tengibygging
Norðurhlið - frá Sléttuvegi
Vesturhlið
Bílageymsla
útkeyrsla
Hús nr. 31