Morgunblaðið - 22.02.2009, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 22.02.2009, Blaðsíða 55
Auðlesið efni 55 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2009 At-burða-rás var hröð þegar hópur unglinga réðst á nema í Fjöl-brauta-skóla Suður-lands fyrir um fjórum vikum. Svo hröð að þó að vinir fórnar-lambsins kæmu til hjálpar náði árásar-hópurinn að koma mörgum höggum á piltinn, á höfuðið og annars staðar á líkamann, og föstu sparki í síðuna, áður en hjálpinni varð við komið. Þolandinn fékk heila-hristing og marðist um allan líkamann auk þess sem hann fékk stórt glóðar-auga. Hann var frá skóla í tvær vikur eftir árásina. Vilmundur Sigurðsson telur skóla-yfir-völd FSu hafa brugðist í þessu máli og telur ekki nóg að gert til að refsa þeim sem að árásinni stóðu. Sá sem fyrir árásinni varð er uppeldis-sonur Vilmundar. Hann segir skóla-meistara ekki vilja tjá sig neitt um málið við foreldrana og Sigurður Sigurjónsson, lög-fræðingur skólans, sér um sam-skipti við foreldrana fyrir hönd skólans. Sigurður segir skólann vera griða-stað þar sem vinnu-friður og almenn ró eigi að ríkja. Ef þær vinnu-reglur sem eru við-hafðar eru brotnar ákvarðar skóla-meistari viður-lög gagnvart við-komandi. Vilmundur segir að sonur hans hefði þurft að fá áfalla-hjálp eftir árásina. Katrín Jakobsdóttir mennta-málaráð-herra hefur svarað bréfi Vilmundar Sigurðssonar, föður fórnar-lambsins, og hefur óskað eftir upplýsingum og gögnum. Vilmundur ritaði henni bréf nú fyrir stuttu þar sem hann bað hana að beita sér í máli sonar síns. „Hún er búin að svara bréfinu og þetta er í form-legum fasa í ráðu-neytinu,“ segir Sigtryggur Magnason, aðstoðar-maður Katrínar. „Það hefur verið haft samband við [Örlyg Karlsson] skóla-meistara og beðið um upplýsingar um at-vikið og við-brögð skóla-yfirvalda. Þetta er litið alvarlegum augum, að sjálf-sögðu,“ segir Sigtryggur. Áætlað er að ljúka málinu innan þriggja vikna. Síðast-liðinn miðvikudag var ráðist á 16 ára gamlan pilt einnig í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Hann var laminn marg-sinnis með grjóti í höfuðið. Hann hefur fengið áverka-vottorð og kært málið til lögreglu. Ofbeldi í Fjöl-brauta-skóla Suður-lands Katrín Jakobsdóttir, mennta-mála-ráð-herra og Hanna Birna Kristjánsdóttir borgar-stjóri, hafa undir-ritað vilja-yfir-lýsingu um framkvæmdir við tónlistarhús og ráðstefnu-miðstöð við Austurhöfnina í Reykjavík. Mennta-mála-ráðuneyti og Reykjavíkurborg eru sam-mála um mikil-vægi þess að fram-kvæmdum við húsið verði fram haldið. Austurhöfn-TR ehf., félag í eigu ríkis og borgar, mun taka verk-efnið yfir. Miðast allar áætlanir við að ekki þurfi að koma til aukin fram-lög ríkis og borgar frá því sem ákveðið var á árinu 2004 þegar framkvæmdir og rekstur tónlistar-húss og ráðstefnu-miðstöðvar voru boðin út. Verk-tíminn verður lengdur og er stefnt að töluverðum sparnaði í framkvæmdum við húsið og inn-réttingar. Stefnt er að því að innlendir starfs-kraftar komi að fram-kvæmdinni hvenær sem því verður við komið. Kostnaður við að ljúka byggingunni er 13,3 milljarðar króna. Allt að 600 störf skapast vegna fram-kvæmdarinnar, þar af 200 til 300 á verk-stað. Stefnt er að því að taka húsið í notkun vorið 2011. Framkvæmdir við tónlistar-húsið „Ég finn mig virkilega vel í þessu nýja umhverfi. Það gengur mjög vel,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir fyrrum þjálfari Vals í kvennafótboltanum. Elísabet tók við þjálfun sænska kvennaliðsins Kristinstad s.l. haust en deildarkeppnin í Svíþjóð hefst þann 1. apríl. Og það er ekkert gabb. „Aðstaðan hjá okkur er alveg frábær. Hér hreyfir aldrei vind og það snjóar nánast aldrei svo ég get ekki kvartað enda er félagið með nýjan gervigrasvöll,“ sagði Elísabet. Hún er fyrsti Íslendingurinn til að þjálfa kvennalið í efstu deild utan Íslands. Þrír íslenskir leikmenn eru hjá liðinu. Hólmfríður Magnúsdóttir, Erla Steina Arnardóttir og Guðný Björk Óðinsdóttir. Elísabet Gunnarsdóttir. Elísabet er ánægð Morgunblaðið/ÞÖK Barack Obama, forseti Banda-ríkjanna, kynnti áform um að verja 75 milljörðum dollara í aðgerðir til að allt að níu milljónir fjölskyldna missi ekki heimili sín. Obama skýrði frá þessu eftir að hafa undir-ritað lög um aukin ríkis-útgjöld og skatta-lækkanir til að örva efna-haginn, en áætlað er að það kosti ríkis-sjóð 787 milljarða dollara. Talið er að aðgerðirnar beri ekki árangur nema hægt verði að binda enda á kreppuna á hús- næðis-markaðnum sem varð til þess að efna-hagurinn drógst saman á síðasta ári. Aðstoð við hús-eigendur Barack Obama þakkaði Baggalút fyrir að bjarga geð-heilsu sinni, fjölskyldan var björtustu voninni, Agent Fresco, mjög ofar-lega í huga og Orri, Georg og Kjartan sögðu fátt eins og Sigur Rósar-mönnum er einum lagið, þeir virtust þó með-vitaðir um þessa orð-fælni sína: „Við kunnum alveg að tala en það er bara svolítið erfitt fyrir framan svona marga svo við segjum bara takk,“ sögðu þeir. Þjóð-söngurinn var svo sunginn og áhorfendur í sal stóðu upp honum til heiðurs, klöppuðu svo að lokum. Íslensku tón-listar-verð-launin voru afhent síðast-liðinn miðviku-dag og var verðlauna-flokkum fækkað í tólf úr tuttugu fyrir þessa hátíð. Karla-kórinn Voces Masculorum var á sviðinu allan tímann og söng viðeigandi stemningu í salinn. Meðal annars kom fram á hátíðinni að fram-vegis þyrftu tónlistar-menn ekki að borga þátt-töku-gjald til að geta átt mögu-leika á til-nefningu til verð-launanna. Þakkar-ræður verðlauna-hafa voru lág-stemmdar í stíl við hátíðina. Páll Óskar Baggalútur hlaut tvenn verðlaun. Íslensku tónlistar-verðlaunin Orri, Kjartan og Georg í Sigur Rós. Lag ársins Þú komst við hjartað í mér eftir Togga, Bjarka Jónsson og Pál Óskar Hjálmtýsson Flytjandi ársins Anna Guðný Guðmundsdóttir fyrir flutning á Tuttugu tillitum til Jesúbarnsins eftir Olivier Messiaen Höfundur ársins Sigur Rós fyrir laga– og textasmíðar á plötunni Með suð í eyrum við spilum endalaust Plata ársins – Popp og rokk Sigur Rós – Með suð í eyrum við spilum endalaust Rödd ársins Emilíana Torrini Plata ársins – Djass Ómar Guðjónsson – Fram af Tónverk ársins ORA – Áskell Másson Plata ársins – Sígild og samtímatónlist Fordlandia – Jóhann Jóhannsson Bjartasta vonin Agent Fresco Hvatningarverðlaun Samtóns Músíktilraunir Loftbrúarverðlaun Mugison Netverðlaun Tónlist.is Baggalútur Heiðursverðlaun Ingólfur Guðbrandsson Myndband ársins Björk Guðmundsdóttir fyrir „Wanderlust“ Plötuumslag ársins Demoni Paradiso með Evil Madness Flytjandi ársins Baggalútur Úrslit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.