Morgunblaðið - 22.02.2009, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 22.02.2009, Blaðsíða 48
48 Minningar MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2009 Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Yvonne Tix Miðvangi 1 / 700 Egilsstaðir Sími 471 1449 / print@heradsprent.is www.heradsprent.is HÉRAÐSPRENT Við bjóðum persónulega og vandaða þjónustu fyrir alla landsmenn með stuttum fyrirvara. Skoðaðu bæklinga okkar á heimasíðunni www.heradsprent.is eða hringdu og fáðu eintak sent. Sálmaskrár og handgerðar gestabækur vegna útfarar ✝ Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir og afi, SIGBJÖRN GUNNARSSON sveitarstjóri, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri sunnudaginn 15. febrúar. Útför hans verður gerð frá Akureyrarkirkju mánudaginn 23. febrúar kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð Jakobs Jakobssonar hjá Knattspyrnufélagi Akureyrar. Tilgangur sjóðsins er að styrkja efnilegt íþróttafólk á Akureyri. Guðbjörg Þorvaldsdóttir, Guðrún Sigbjörnsdóttir, Hildur Björk Sigbjörnsdóttir, Stefán Geir Árnason, Guðrún Ýr Sigbjörnsdóttir, Magnús Jónsson, Þorvaldur Makan Sigbjörnsson, Katrín Jónsdóttir, Rósa María Sigbjörnsdóttir, Björn Þór Sigbjörnsson, Ástríður Þórðardóttir, Jökull Starri, Sölvi, Egill Darri, Hrafnhildur Ýr, Eva María og Auður Ýr. ✝ Elskuleg systir okkar, KRISTÍN BENEDIKTSDÓTTIR, Hátúni 10, Reykjavík, sem lést mánudaginn 16. febrúar, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 25. febrúar kl. 13.00. Elísabet Benediktsdóttir, Tómas Einarsson, Bjarni Ólafsson, Kristín Þórarinsdóttir. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR fyrrverandi bankastarfsmaður, Stekkjarbergi 10, Hafnarfirði, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánudaginn 16. febrúar, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 25. febrúar kl. 13.00. Gunnar Þór Júlíusson, Júlíus Þór Gunnarsson, Thelma Björk Árnadóttir, Alex Már Júlíusson, Birkir Óli Júlíusson. ✝ Ástkær amma, tengdamóðir og systir, ÁSA R. ÁSMUNDSDÓTTIR, Karlagötu 21, Reykjavík, lést á heimili sínu fimmtudaginn 19. febrúar. Útförin verður auglýst síðar. Ása Hlín Benediktsdóttir, Benedikt Harðarson. Hinsta kveðja til góðs vinar. Okkur lang- ar til að minnast Óttars í örfáum orðum. Hann var stórbrotinn maður, alltaf stutt í húmorinn, mjög stríðinn og alveg ótrúlega fyndinn, alltaf kátur þegar maður hitti hann, hann heilsaði allaf eins: „Blessuð/aður, hvað er að frétta“. Hann vann alla tíð mjög mik- ið, byggði myndarlega upp Sauðár- króksbakarí ásamt henni Gunnu sinni. Þau hjón byggðu einnig upp sumarbústað sinn Visnes á Siglufirði. Óttar var stórtækur. Ef hann fékk áhuga á einhverju þá átti það hug hans allan. Hann fékk áhuga á sum- arblómarækt og þá var ekkert verið að hangsa við það heldur keypti hann sér gróðurhús og ræktaði fleiri þús- und sumarblóm á hverju vori ásamt því að vinna fullan vinnudag og rúm- lega það. Þegar blómin voru tilbúin þá var hóað í fjölskylduna og allir brunuðu til Siglufjarðar til að gróð- ursetja, já það þurfti heilan her til að gróðursetja öll blómin hans. Óttar var óskaplega stoltur af fjöl- skyldu sinni. Í hvert skipti sem maður hitti hann hafði hann frá einhverju skemmtilegu að segja af sínum nán- ustu, frásagnarstíll hans var þannig að maður hreifst með og skellihló. Hann þreyttist ekki á að segja manni fréttir af börnunum sínum og afabörnum, enda stór og samheldin fjölskylda og frá miklu að segja. Blessuð sé minning þín, Óttar Bjarkan Bjarnason. Elsku Gunna, Róbert, Rebekka, Þurý, Eygló, Pálmi Bjarni, tengda- börn, afabörn og fjölskylda, missir ykkar er mikill. Megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Hörpu þinnar, ljúfa lag lengi finn í muna. Því ég minnist þín í dag, þökk fyrir kynninguna. (Á.K.) Jóna Björk og Steindór. janúar 1981 sá ég fyrst Óttar Bjarkan Bjarnason. Það var í íþrótta- sal gamla barnaskólans á Króknum. Hann lék þar körfuknattleik með fé- lögum sínum. Maðurinn vakti þá strax óskipta athygli mína. Ekki fór á milli mála að þar fór leikmaður sem kvað að, leikgleði og keppnisskap í ríkum mæli og ekki var á dagskrá að tapa leiknum. Skömmu fyrir 1980 komu á Krókinn frá Siglufirði hjónin Guðrún Ásgerður Sölvadóttir og Ótt- ar sem hóf störf hjá Guðjóni Sigurðs- syni í Sauðárkróksbakaríi. Mál þró- uðust svo að Óttar festi kaup á bakaríinu 1984. Mér er minnisstætt er Óttar fór í Búnaðarbankann og bað um lánsfé til kaupanna. Er spurt var um tryggingar, benti stóri maðurinn á sig og sagði sem svo að þessi líkami væri tryggingin. Og allt gekk upp þrátt fyrir erfiðleika á stundum, en að öðrum ólöstuðum hef ég aldrei kynnst öðrum eins vinnuþjarki. Kynni okkar hófust í gegnum Óttar Bjarkan Bjarnason ✝ Óttar BjarkanBjarnason fæddist á Siglufirði 29. sept- ember 1955. Hann lést á gjörgæsludeild Land- spítalans við Hring- braut 31. janúar síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Hjallakirkju 6. febrúar. körfubolta og stofnuð- um við Íþróttafélagið Molduxa um haustið 1981 sem starfað hefur óslitið síðan. Árið 1994 stóð Óttar fyrir ferð Uxa suður um Evrópu í þá mögnuðustu keppnis- og kynnis- ferð sem undirritaður hefur tekið þátt í um ævina. Tilgangurinn var þátttaka í alþjóð- legu körfuknattleiks- móti öldunga í Zagreb í Króatíu auk þess sem við lékum í Graz í Austurríki, á eyj- unni Lido í Feneyjum og víðar. Óttar annaðist undirbúning að mestu. Haldnar voru óteljandi söngæfingar, gjafir valdar, hannaðir búningar og blásið til aukaæfinga á miðnætti eftir að salurinn losnaði. Atorkan í þessum manni var ótrú- leg. Auk ferðarinnar sem sagt var frá, stóð Óttar fyrir fjöldamörgum uppá- komum sem settu svip á lífið. T.d. má nefna þegar hann og Pálmi Sigvatz hlupu suður til Reykjavíkur í fjáröfl- unarskyni fyrir körfuknattleiksdeild Tindastóls. Drengurinn lét verkin tala svo að um munaði. Það fór ekki á milli mála ef Óttar var viðstaddur, hvort sem það var á æfingum eða í samkvæmi, krafturinn og lífsgleðin var slík að eftir var tekið. Það er í meira lagi súrt þegar at- gervismenn falla frá í blóma lífsins. Sennilega höfum við ekki áttað okkur til fulls á því hvað orðið er. Nú er sannanlega skarð fyrir skildi. Við sendum Guðrúnu og fjölskyld- unni okkar innilegustu samúðar- kveðjur. F.h. Molduxanna, Ágúst Guðmundsson. Í dag kveðjum við góðan samstarfs- mann okkar í Salaskóla, Óttar Bjark- an Bjarnason. Hann lést eftir skyndi- leg veikindi langt um aldur fram, aðeins 53 ára að aldri. Óttar hóf störf sem húsvörður við Salaskóla í ágúst 2007. Hann mætti glaðbeittur og áhugasamur til starfa fyrsta daginn og alla daga eftir það. Alltaf að velta fyrir sér hvað væri hægt að gera betur. Þegar leitað var til hans brást hann vel við og hann leysti hvert mál bæði fljótt og vel. Í hans huga var ekkert verkefni of stórt eða erfitt. Óttar var hreinn og beinn í sam- skiptum. Stórskemmtilegur og góður félagi. Lagði sitt af mörkum til að gera Salaskóla að skemmtilegum vinnustað. Hann var húmoristi og prakkari í sér. Í kringum hann var léttleiki og gleði. Hann var iðulega í góðu skapi og kom öðrum í gott skap. Það var gefandi að drekka kaffi með honum og spjalla um það sem efst var á baugi hverju sinni. Þó alltaf væri stutt í hláturinn gat hann verið alvar- legur. Hann var mikill áhugamaður í þjóðmálin og hafði skoðun á flestu. Viðhorf hans mótuðust af umburðar- lyndi og að það væri eitthvað gott í öll- um. Oft ræddi hann líka um sjálfan sig og sitt fólk. Það kom gleðiglampi í augun þegar konu hans og börn bar á góma. Það leyndi sér ekki að hann lifði gleðiríku lífi, átti góða fjölskyldu og góða vini. Óttar hafði sterka og hljómmikla rödd. Þegar einhver kom og spurði um hann þá sögðum við honum gjarn- an að fara fram á gang og ganga á röddina. Það brást auðvitað ekki. Ef Óttar var í húsinu þá heyrðist í hon- um. Þegar hann hvíslaði þá hljómaði það eins og þegar við hin tölum. Á bóndadaginn síðasta kom ég að Óttari á kaffistofunni. Þetta var síðla dags og hann sat einn með sviða- kjamma í annarri hendi og vasahníf- inn sinn í hinni. Hann skar hæfilega bita og stakk upp í sig. Ég gekk til hans og hann skar augað úr og skellti því upp í sig. Það leyndi sér ekki að honum fannst augað gott. Mér fannst þetta falleg sjón. Hann var karlmenni og rætur hans stóðu djúpt í íslenskri alþýðumenningu. Óttar var lærður bakari. Við feng- um að njóta hæfileika hans á því sviði oftar en einu sinni. Hann bakaði stundum gómsæt brauð með matnum eða skellti í kökur. Við hrærivélina var hann í essinu sínu og fór mikinn. Siggi kokkur fékk einhvern tíma að finna fyrir því þegar þeir voru að hjálpast að við að baka niðri í eldhúsi. Þeir voru búnir að fylla hrærivélina stóru af hveiti og kakói og Óttar setti í gang en rak vélina óvart í hæsta gír. Hveitið og kakóið þeyttist allt upp úr skálinni og á Sigga. Óttar sagði að það hefði komið skuggamynd af kokknum með húfuna og allt á vegginn fyrir aft- an Sigga. Það er tómlegt í Salaskóla þessa dagana. Við syrgjum góðan og skemmtilegan félaga sem allt of fljótt er hrifinn á brott. En við eigum góðar minningar um góðan dreng. Við, sam- starfsfólk í Salaskóla, biðjum Guð að veita Guðrúnu, Pálma og öðrum að- standendum styrk í þeirra miklu sorg. Hafsteinn Karlsson. Látinn er langt fyrir aldur fram Óttar Bjarnason bakarameistari. Þegar kallið kemur svo óvænt og svo snögglega, streyma um hugann ótal minningar frá samstarfi og sam- verustundum okkar, minningar um mann sem síðar reyndist mér traust- ur félagi og vinur. Leiðir okkar Óttars lágu saman fyrir mörgum árum þegar hann hóf störf í Sauðárkróksbakaríi hjá afa mínum, Guðjóni Sigurðssyni bakarameistara. Það var heillandi heimur fyrir mig sem ungan dreng að vera innan um afa og bakaradrengina hans, þar undi ég mér vel og fannst gott að koma og átti síðar eftir að leggja þá iðn fyrir mig. Um áramóti 1983-’84 urðu eigendaskipti á Sauð- árkróksbakaríi og Óttar og kona hans Guðrún Sölvadóttir tóku við rekstr- inum. Ég hóf námssamning hjá Óttari í bakaraiðn og starfaði hjá þeim hjón- um til ársins 1990 er ég fluttist búferl- um. Þessi ár voru skemmtileg og af- skaplega lífleg og þetta reyndist skemmtilegasti vinnustaður sem ég hef unnið á um ævina. Það var margt brallað í bakaríinu, m.a. stofnaður kvartett, körfuboltaæfingar voru stundaðar af kappi, knattspyrnulið Sauðárkróksbakarís vakti t.a.m. at- hygli á öldungamóti, þó ekki væri nema fyrir búningana, enda var hvorki getunni né úthaldinu til að dreifa. Alltaf var Óttar fremstur í flokki og leiddi hópinn. Óttar var stór maður vexti og hafði hljómmikla rödd. Hann var góður söngmaður og ég minnist hans oftast sönglandi við vinnu sína. Það var sjald- an lognmolla í kringum hann, skemmtilegri vinnufélagi er vandfund- inn. Það var aldrei deyfð eða drungi í bakaríinu, þar ríkti gleðin og glað- værðin og þar var Óttar hrókur alls fagnaðar með skemmtilegar sögur og frásagnir af mönnum og málefnum. Þeir sem þekktu Óttar vissu að hann var skapmaður og gat haft ákveðnar skoðanir á hlutunum. Hann sagði sínar skoðanir umbúðalaust, en hann var heill í hverju því sem hann vann að, hvort heldur sem í hlut átti rekstur fyrirtækis þeirra hjóna eða félagsmál. Hann lagði metnað sinn í að leysa öll sín verk af hendi sem best mátti verða. Í einkalífinu var Óttar gæfumaður. Þau hjón bjuggu sér fallegt heimili á Sauðárkróki. Hann var heimakær maður og í faðmi fjölskyldunnar undi Óttar sér best. Ég fann það vel þegar við ræddum saman hvað hann var af- ar stoltur af sínum börnum og bar vel- ferð þeirra fyrir brjósti. Mér er það minnisstætt þegar við hittumst á förnum vegi í haust, hve hann ljómaði þegar ég spurði frétta af fjölskyld-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.