Morgunblaðið - 22.02.2009, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 22.02.2009, Blaðsíða 62
62 Menning MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2009 Morgunblaðið/Kristinn Páll Óskar „Gömul tugga“ þegar kemur að topplistum yfir vinsælustu myndskeiðin. Myndbandið við „Allt fyrir ástina“ var t.d. mjög vinsælt. FYRIR þá er hafa lítinn tíma á hverjum degi til þess að róta eftir einhverju gómsætu í þeim botnlausa dótakassa er netið veitir aðgang að er Viral Video Chart þægileg stoppi- stöð. Ávísun á snögga skemmtun fyr- ir þá er sætta sig við að fá aðeins nokkrar teskeiðar af rjóma þeirra myndskeiða er renna manna á milli á netinu á degi hverjum. Viralvideoch- art.com safnar nefnilega öllum vin- sældalistum helstu myndskeiðasíðna netsins og sameinar í einn. Síðan er uppfærð á hverjum degi, þannig að topp 100-listinn tekur stöðugum breytingum frá degi til dags eftir sí- breytilegum upplýsingum síðna á borð við YouTube, DailyMotion, MySpace eða Metacafe. Notandinn getur svo valið um nokkra flokka, og fengið vinsældalista dagsins flokkaða eftir því hvort myndbandið er aug- lýsing, tónlistarmyndband, skondin heimastikla eða helstu atriði íþrótta- viðburða. Einnig er hægt að sjá vin- sælustu myndbönd síðustu viku, mánaðar eða árs. Eins og hlaupabóla! Notandanum eru veittar upplýs- ingar af ýmsum toga um mynd- skeiðin, um áhrifamikil blogg er myndböndin birtast á og áhorf þeirra frá degi til dags. Síðan birtist línurit er sýnir auknar eða minnkandi vin- sældir myndbandsins síðustu þrjátíu daga. Loks er gefin einnar setningar umsögn þar sem kemur fram hversu vinsælt myndbandið er þá stundina. Vinsælustu myndskeiðin fá umsögn- ina; „spreading across the interweb like Wildfire!“ (óbein þýðing: smitast hraðar á milli manna á netinu en hlaupabóla í leikskóla!). Hægt er að gera leit að eldri myndböndum og er listinn botnlaus. Þá fær notandinn áhugaverðar upp- lýsingar um tiltekið myndband. Þeg- ar myndband lagsins „Allt fyrir ást- ina“ er skoðað er það merkt með orðunum „this video was popular once, but it’s pretty old news now“ (óbein þýðing: veistu ekki hver þetta var?). Þessu fylgja þær upplýsingar að myndbandið hafi verið sótt 226.243 sinnum, að það hafi verið birt á 23 áhrifamiklum bloggsíðum (með lista yfir hverjar þær eru) og að það hafi verið „uppgötvað“ á netinu 13. júlí 2007. Þannig geta t.d. áhuga- samir leikmenn (blaða-, auglýsinga- eða tónlistarfólk og þess háttar) fylgst gaumgæfilega með því hvort almenn vitund á hinu og þessu sé að aukast eða minnka. En skemmtanagildið felst þó auð- vitað ekki í slíkum línuritum eða not- andaupplýsingum, heldur mynd- böndunum sjálfum. Ef eitthvert myndband þeytist á milli síðna á net- inu eru yfirvofandi líkur á því að það endi á vinsældalista Viral Video Chart, svo fremi sem það er ekki klámkyns eða auðmóðgandi. Þetta er því bæði þægileg leið til þess að sjá toppinn á ísjakanum þegar kemur að eftirliti með straumum og stefnum poppmenningar heims eða bara til þess að sjá grátbrosleg myndbönd. biggi@mbl.is Topp 20 mynd- skeið netsins Simpsons Ný kynning þáttanna er eitt vinsælasta myndband netsins. VEFSÍÐA VIKUNNAR: viralvideochart.com» Opið hús Næsta þriðjudag, 24. febrúar, verður opið hús í Menntaskólanum Hraðbraut frá kl. 8.30 - 16.30. Allir sem vilja kynna sér skólann eru velkomnir. T V E I MUR ÁRUM Á UNDAN Faxafeni 10 · 108 Reykjavík · Sími: 517-5040 · www.hradbraut.is Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.