Saga - 1954, Side 12
6
skilið, aS bæði kirkjan og almenningur teldi
slík ferðalög vænleg mönnum til sáluhjálpar.
Þeir, sem aflausn páfans þurftu eða ferð til
heilagra staða var mælt í skriftum, urðu að
takast hana á hendur sér til fullrar lausnar af-
brotum sínum, því að fyrr höfðu þeir ekki frið-
þægt sig við kirkjuvaldið. Þeir, sem hins vegar
tókust þessar ferðir á hendur án allrar laga-
skyldu, hafa verið taldir sýna svo mikla sjálfs-
afneitun og hafa þótt leggja svo mikið í söl-
urnar, að þeim væri sáluhjálpin vís, ef þeir
lifðu annars nokkurn veginn lastalaust. All-
margir pílagríma hafa andazt á suðurgöngu.
Sumir hafa illa þolað loftslag í inum suðlægari
löndum, enda hafa margir ekki mátt við svo
löngu ferðalagi. Sóttarfaraldur herjaði og
stundum þau lönd, sem fara skyldi um. Þekk-
ing á sjúkdómum var þá mjög bágborin, og
sóttvarnir eða læknismennt í nútíma skilningi
voru þá lítt þekktar. Ýmiskonar hindurvitni,
fyrirbænir, heit og meðferð helgra muna voru
þá helztu lækningaráð og sóttvarna. Þeir, sem
létust á ferðum þessum, hafa verið taldir eiga
von álitlegrar heimkomu hinum megin dauðans.
Athvarf manna, sem gengu með sjúkdóma
ýmiskonar, var oft og einatt áheit á helga menn
og meðferð helgra dóma, sem taldir voru meðal
almennings hafa lækningamátt. Fyrir verð-
skuldan helgra manna væntu menn þess, að alls-
valdandi guð mundi líkna þeim í ýmiskonar
nauðum. Menn gátu að vísu haft þenna hátt á
í heimkynnum sínum, en sjálfsagt hefur það
þótt enn vænlegra til árangurs, ef menn fóru
til staða, þar sem leifar heilagra manna hvíldu
eða voru geymdar, eða þar sem munir, sem við