Saga - 1954, Side 18

Saga - 1954, Side 18
12 t. d., að á Saxlandi (þá Norðvestur-Þýzkalandi) sé þjóð kurteisust, „ok nema þar Norðmenn margt eftir at breyta“. 1 borginni Lucca á Italíu er sagt, að sé „róða“ (kross) sú, er Nikodemus hafi látið gera eftir „guði sjálfum" (þ. e. Jesú Kristi). Er það krossmark með Kristi á (volto sancto). Hafi hún tvisvar mælt. Annað sinnið hafi hún gefið skó sína aumum manni, en hitt sinnið hafi hún borið vitni rægðum manni. Sjá má nokkurn veginn, hversu margir dag- ar eru ætlaðir til ferðarinnar frá Álaborg á Jótlandi og til Rómaborgar. Eru 45 dagleiðir taldar milli tiltekinna staða, en sumstaðar sýn- ist þó vera sleppt úr dagleiðatali milli borga á Ítalíu. En suðurgöngumenn hafa ekki ferðast hvíldarlaust. Þeir hafa ekki getað hjá því kom- izt að hvíla sig marga daga alls á leiðinni. Lík- legt er, að ferðin frá Álaborg til Rómaborgar hafi varla tekið alls minna en 9—10 vikur. I sögu Guðmundar biskups Arasonar eftir Arngrím ábóta Brandsson segir frá sendiför Ketils nokkurs, prests og þjóns Guðmundar biskups, frá Þrándheimi til Rómaborgar og þaðan aftur til Þrándheims (Biskupasögur III. 378 o. s. frv.). Presti þessum er svo lýst, að hann hafi verið mikill maður vexti og sterkur, og má því ætla, að hann hafi mátt lúka ferð sinni á styttri tíma en pílagrímar almennt, sem verið hafa allmargir veikari burða og sumt kon- ur eða jafnvel sjúkir menn. Lagði Ketill prest- ur upp frá Þrándheimi „litlu eftir Kyndil- messu“ (2. febrúar) árið 1225. Fór hann land- veg til Oslóar og þaðan á skipi til Danmerkur. Þaðan fór hann til Þýzkalands og létti ekki ferð- inni fyrr en hann kemur til Rómaborgar „rétt

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.