Saga - 1954, Qupperneq 20
14
Maríu, þorngjörð Krists, nokkuð af kyrtli hans,
auk margra annarra helgra dóma. Auk þessa
er getið legstaðar ýmissa heilagra manna í ýms-
um af kirkjum borgarinnar.
Rómaborg er um þessar mundir mesta borg
á jörðinni, að vitneskju manna á vesturhluta
hennar. Jörð og stræti eru þar öll sögð roðin
blóði heilagra manna (Alfr. ísl. I. 23). Róm var
þó ekki heimsborg þá með sama hætti sem á
keisaratímabilinu, því að nú var borgin mann-
færri, enda voru þar kristnir menn eingöngu,
en þá ægði þar saman mönnum af ýmiskonar
þjóðernum og ýmiskonar trúflokkum. En
Norðurlandabúum, og þá sérstaklega íslend-
ingum, sem miður voru kunnugir inni ytri
menningu öndvegisþjóða álfunnar, hefur að
vonum mikið fundizt til um dýrðina í Róma-
borg, einkum kirkjurnar þar, sem að vonum
hafa verið miklar og dýrlegar í samanburði við
fátæklegu íslenzku timbur- og torfkirkjurnar.
Péturskirkjan varð suðurgöngumönnum auðvit-
að minnistæðust, því að þar gengu þeir til
skrifta og fengu lausn af vandræðum sínum
(Alfræði íslenzk I. 13—19).
Þá eru raktar leiðir frá Róm suður um Italíu
suður á Sikiley og þaðan leið yfir Grikkland til
Litlu-Asíu eða Palæstínu til Jerúsalem, sem er
kölluð ágætust allra borga í heimi, enda sé um
hana sungið „of alla kristni", því að þar séu
stórmerki píslar Krists. Þar sé kirkja sú, er
gröf drottins sé í og heitir Pulco-kirkja, og
staður sá, er kross hans stóð. Þar sjái glöggt
blóð Krists á steini eins og nýblætt væri, og svo
muni verða til dómsdags. Þar segir, að menn
nái ljósi af himni ofan páskaaftan. Þar er spí-