Saga - 1954, Side 22

Saga - 1954, Side 22
16 14 daga ganga til Rómaborgar. Til ferðar frá Rómaborg þessa leið mátti því gera ráð fyrir að minnsta kosti 5 vikum, en vitanlega hlaut tímalengdin til þessarar ferðar mjög að fara eftir því, hvernig byri gaf. Meðan kristnir menn réðu löndum fyrir botni Miðjarðarhafs, eftir fyrstu krossferðina (um 1100), þá var pílagrímsför til Jerúsalem auðvitað greiðari og áhættuminni, en þegar Múhamedstrúarmenn réðu löndum þessum. En eftir að kristnir menn misstu Jerúsalem (1187) hlutu slíkar ferðir að vera áhættusamari, og einkum eftir 1291, er Akka var fallin í hendur Múhamedsmanna, var leiðin ógreiðari, þó að pílagrímsferðir þangað austur héldist enn langan tíma. Á leiðum þessum voru auðvitað mjög margir staðir, sem pílagrímum var hollt að heimsækja. 1 hverri borg svo að segja var kirkja, sem helg- uð var einhverjum helgum manni og átti helg- ar leifar hans eða aðra helga dóma, og víða var þess kostur að afla sér helgra dóma, þó að mest- ar birgðir slíkra hluta væru sjálfsagt í Róma- borg og um tíma líka í Jerúsalem, enda hafa menn á þessum öldum ekki verið sérstaklega heimildavandir um þau efni. Ef fararefni leyfðu og þess var annars kost- ur, svaraði það kostnaði að heimsækja Mikla- garð (Constantinopolis). Þann stað hafa ís- lendingar margir þekkt af sögum íslenzkra Væringja, sem þar höfðu verið og sjálfsagt hafa sagt margt frá dvöl sinni þar og dýrð borgarinnar og mikilleik. Þar hafði Konstantín mikli ráðið ríkjum og gert kristna trú að ríkis- trú í ríki sínu á fyrra hluta fjórðu aldar. Þar var ein höfuðkirkja kristinna landa, er Norður-

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.