Saga - 1954, Side 34

Saga - 1954, Side 34
28 Má því með þetta hvort tveggja fyrir augum skipa ferðum þessum í ýmsar greinir, og virð- ist einkum mega skipta þeim, svo sem nú skal greina. 1. Eins og áður segir, felldu menn á sig páfabann með ýmsum brotum sínum. Dæmi slíks eru harðræði þeirra feðga Sighvats Sturlu- sonar og Sturlu sonar hans á Guðmundi biskupi Arasyni. Fyrir þær sakir stefndi erkibiskup þeim feðgum á sinn fund til þess að svara til saka. Sumarið 1234 fer Sturla svo utan fyrir hönd sína og föður síns. Gerði erkibiskup hann, með ráði Hákonar konungs, á páfagarð, og hóf Sturla suðurgöngu sína þá um sumarið. Á suðurleið kom hann við í Danmörku og gekk fyrir Valdemar konung inn gamla og var þar vel tekið. Gaf konungur honum hest og fleiri sæmilegar gjafir. Hefur hestgjöfin komið Sturlu allvel, því að auðvitað hefur hann notað hest- inn á suðurför sinni og hefur að því leyti verið betur farinn en suðurfarar almennt, sem hafa orðið að ferðast fótgangandi, sbr. orðið suður- ganga, sem almennt er haft um ferðir þessar. Sótti Sturla á páfagarð. Gekk hann þar til skrifta og tók lausn fyrir sig og föður sinn. Voru honum settar harðar skriftir, að því er heimildarritin segja. Segir svo, að hann hafi verið leiddur berfættur á millum allra kirkna í Róm — sem hlýtur að vera of mælt og mun átt við höfuðkirkjurnar — og strokinn til blóðs fyrir mörgum höfuðkirkjum þar. Hafi hann borið það drengilega, sem vonlegt var, en svo er þeirri þjóðsögu bætt við, að flest fólk hafi staðið úti og undrazt, barið sér á brjóst og harmað, að svo fríður maður var svo hörmu-

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.