Saga - 1954, Page 36

Saga - 1954, Page 36
30 inn, ísleifur Gizurarson, varð að sækja á fund páfa til þess að fá leyfi til að taka biskups- vígslu. Segir sagan, að Isleifur hafi sótt heim keisarann í Saxlandi, gefið honum hvítabjörn, gersemi mikla, og fengið bréf hans til páfa, sem sendi svo bréf sitt með ísleifi til erkibisk- upsins í Bremen, þar sem erkibiskupi var boð- ið að veita Isleifi vígslu. Fór vígslan fram 1056, sem kunnugt er (Biskupas. I. 4). Þá var eigi settur biskupsstóll á Islandi, en ísleifur hefur verið svonefndur episcopus regionalis, en ekki vígður til ákveðins staðar. Eftir andlát ísleifs biskups var Gizur sonur hans kjörinn biskup á alþingi. Gizur fór svo til Saxlands, og hefur ætlað að taka vígslu af erki- biskupi þar. En þá hafði páfi tekið allt embætti af honum, svo að Gizur varð að fara á fund páfa, sem fól öðrum erkibiskupi þýzkum að veita honum vígslu (Biskupas. I. 10). Þetta hefur gerzt árið 1081. Þegar þriðji íslenzki bisk- upinn, Jón ögmundarson, var kjörinn og Hóla- biskupsdæmi hafði verið sett á stofn, og ákvörð- un páfa hefur verið fengin þar um, þá hafði erkibiskupsstóll verið settur í Lundi, og hefði Jón biskupsefni því að venjulegum hætti getað fengið þar biskupsvígslu. En svo var háttað, að biskupsefni hafði átt tvær konur (þ. e. verið tvíkvæntur), og treystist erkibiskup því eigi til þess að vígja hann, með því að leyfi (dispen- satio) páfa þyrfti að koma til. Varð biskups- efni því að sækja á fund páfa til þess að fá leyfi til að taka vígslu. Fékk biskupsefni páfaleyfið, og tók síðan vígslu af erkibiskupi í Lundi, lík- lega árið 1107 (Biskupas. II. 30—33, 93—97). Eftir það þurftu biskupar á lýðveldistímanum

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.