Saga - 1954, Page 37

Saga - 1954, Page 37
31 ekki að sækja til páfa til þess að fá leyfi til vígslu. Hallur Teitsson hefur þó líklega sótt á páfagarð, því að svo segir (Biskupas. I. 25), að hann hafi andazt í Trekt (1150), „er þeir fóru aftr“. Kærumál á hendur kirkjuvaldsmönnum kom- ust stundum allt til páfa. Svo var um mál Guð- mundar biskups Arasonar. 1 Guðmundarsögu Arngríms ábóta Brandssonar segir, að það sé „vísvitað", að Kygri-Björn prestur, sem jafn- an var óvinur Guðmundar biskups, hafi farið til Noregs og þaðan eigi miklu fyrir þingið í Lateran (1215) til Rómaborgar með kærur á hendur biskupi (Biskupas. III. 324). Farar þessarar er annars ekki getið í heimildarritum vorum. Þá segir og í sama riti (Biskupas. III. 378 o. s. frv.), að Guðmundur biskup hafi all- löngu síðar (1225) sent prest sinn, Ketil að nafni, úr Noregi til Rómaborgar til þess að greiða mál sín, eins og áður getur. 3. Þegar menn lentu í lífsháska, sóttir gengu yfir eða annar ófarnaður vofði yfir, þá var það algengt, að menn gerðu heit um það að fram- kvæma ýmislegt, sem þeim mátti til erfiðleika eða sjálfsafneitunar horfa, en talið var guði kært, svo sem ölmusugjafir, bænahald og píla- grímsferðir. Var þá trú manna, að guð mundi afstýra þeirri hættu eða ófarnaði, sem yfir vofði. í einni af sögum Guðmundar biskups Arasonar (Biskupas. II. 291, Sturlunga I. 258) er sögn um eitt slíkt heit. Á útsiglingu til bisk- upsvígslu tóku þeir biskupsefni réttu stóra í hafi og bárust mjög afleiðis, svo að þeir þótt- ust mjög í hættu staddir. Þá ræðir biskupsefni, að allir menn á skipinu skyldu ganga til skrifta

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.