Saga - 1954, Page 44
38
felli hafi, er hann var nokkuð hníginn á efra
aldur, farið utan, fyrst til Noregs og þaðan
gengið suður til Rómaborgar. Á heimleið tók
hann sótt í Danmörku og lézt þar. Er hann sagð-
ur hvíla í Hróarskeldu. Gellir var föðurfaðir
Ara fróða, sem alkunnugt er, og hjá honum var
Ari, þar til er Gellir fór utan síðasta sinni, sem
verið hefur 1072, en 1073 sýnist hann hafa and-
azt, svo sem í nokkurum annálum segir, sbr. og
Islendingabók Ara 9. kap.
Sagt er, að Gizur ísleifsson, síðar biskup, og
Steinunn Þorgrímsdóttir, kona hans, hafi bæði
farið suður til Rómaborgar (Biskupasögur I. 9).
Gizur var farmaður mikill um eitt skeið æfi
sinnar, og hafa þau hjón sennilega gengið suð-
ur, meðan Gizur stundaði farmennsku, líklega
milli 1070 og 1080. Annars segir ekkert frá því
ferðalagi.
Af suðurgöngum manna í þessum flokki á
12. öld eru nokkurar dreifðar sagnir.
Árið 1118 segir, að Sigmundur Þorgilsson,
austfirzkur höfðingi af Svínfellingakyni, hafi
andazt í Rómför (Islendingasögur I. 279).
Getið er Þórarins stuttfeldar skálds, er til
Noregs kom á dögum Sigurðar konungs Jórsala-
fara og gengið hafi suður (Islendingas. VII.
194). Hefur för sú verið farin nokkru fyrir
1130.
Nikulás ábóti á Þverá, sem sagður er hafa
sagt fyrir um suðurlönd og leiðir suðurgöngu-
manna, kom út samkvæmt íslenzkum annálum
árið 1154, að því er ætla má úr suðurgöngu.
Hefur hann gengið suður um eða rétt eftir 1150.
Á þessu ferðalagi hefur hann sennilega aflað