Saga - 1954, Side 46

Saga - 1954, Side 46
40 í Noregi. Á suðurleið andaðist Þórir prestur í Lucca á Ítalíu, en Þórlaug hélt áfram ferðinni og komst til Rómaborgar, en á norðurleið and- aðist hún líka (Sturl. I. 169—170). I sambandi við ferðalag þeirra Þóris prests, er og getið prests nokkurs breiðfirzks, er Jón hét Þórhalls- son og þá var í suðurgöngu. Eftir þau Þóri og barn þeirra varð frægt erfðamál, Deildartungu- málin svonefndu, sem eigi þarf hér að rekja. Á dögum Magnúsar konungs Erlingssonar var við hirð hans íslenzkur maður, að nafni Máni, og var hann skáld. Gekk hann suður, kom aftur stafkarl, „kollóttr, magr ok nær klæð- lauss“ (íslendingas. XII. 196). Svipar sögn þessari að þessu leyti til sagnarinnar um Auð- un Vestfirðing. Rækilegast segir af suðurför ins ágæta höfð- ingja og læknis Hrafns Sveinbjarnarsonar á Eyri við Arnarfjörð. Ferð þá sýnist hann hafa farið nokkru fyrir 1200, því að hún virðist vera farin áður en hann gengur að eiga Hallkötlu Einarsdóttur úr Kallaðarnesi og áður en hann tekur við goðorði eftir föður sinn. Hraín siglir af Noregi til Englands og sótti þar heim inn helga Tómas erkibiskup af Kantaraborg og færði honum tennur úr hval, sem komið hafði á land, en rak aftur út og náðist fyrir áheit á inn helga Tómas. Segir, að Hrafn hafi varið fé sínu þar til musteris, sem sjálfsagt merkir það, að hann hafi gefið þar til kirkju dýrlings- ins, og falið sig undir „þeirra“ bænir. Mun svo eiga að skilja þetta, að gjöfin til kirkjunnar hafi verið með því fororði, að prestar hennar bæðu fyrir honum. Af Englandi fór Hrafn „suðr um haf“ og „sótti heim inn helga Egidi-

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.