Saga - 1954, Page 51

Saga - 1954, Page 51
45 * laust hefur verið í betri bænda röð, hafi farið til Jórsala. Árið 1241 skýtur upp manni, sem sýnist hafa verið vestfirzkur og Jórsala-Bjarni er nefndur (Sturlungas. II. 408). Sýnist maður þessi einn- ig hafa verið í betri bænda tölu og virðist hafa farið til Jórsala. Loks segir, að Sighvatur Böðvarsson frá Stað á Ölduhrygg, bróðir Þorgils skarða og bróðursonur Sturlu lögmanns Þórðarsonar, hafi farið Jórsalaför úr Noregi 1266, en hann and- aðist í Rauðahafinu á leiðinni þangað (Sturl- ungas. III. 364). Rauðahafið er, eins og kunn- ugt er, milli Afríku og Asíu (Arabíu) og alls ekki á þeirri leið, sem pílagrímar, sem komið hafa frá Italíu eða af Balkanskaga, hafa farið til Jerúsalem. Sögnin um andlát Sigmundar á leiðinni til Jerúsalem er sjálfsagt sönn, en hitt mun missögn vera, að hann hafi andazt í Rauða- hafinu. Hann hefur sennilega andazt í Mið- jarðarhafinu á leið frá Ítalíu eða Balkanskaga. Þann varnagla verður að slá, að vel mega suðurgöngumenn fleiri vera nafngreindir í heimildarritum en hér eru taldir, þó að eg hafi ekki rekið mig á þá. En naumast eru þeir þó margir. Skiptir það og eigi miklu, enda er tak- markið með greinarkorni þessu að veita ein- ungis nokkra yfirsýn um ferðir þessar, takmark þeirra og þýðingu. Eivur Amórsson.

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.