Saga - 1954, Page 53

Saga - 1954, Page 53
47 sönnunar er tilfærður eftirfarandi kveðlingur, sem faðir hennar á að hafa kveðið til hennar í æsku: Augun þín eru eins og stampar, í þeim sorgarvatnið skvampar, ■ ofan með nefi kiprast kampar, en kjafturinn eins og á dreka. Mér kemur til hugar kindin mín að koma þér fyrir hjá Léka. Þessi saga er svo ótrúleg, að merkilegt má heita, að henni skyldi vera trúað, jafnvel á hinni mestu hjátrúar- og hindurvitnaöld, sem yfir landið hefur gengið. 1 fyrsta lagi mundi enginn faðir yrkja þessu líkt um sitt eigið barn, enda þótt í gáska ætti að vera. Og í öðru lagi mundi enginn faðir vilja barni sínu svo illt, að nafn þess yrði bendlað við fjölkynngi, því að það var beinlínis lífshættulegt á þeirri öld, og hefði séra Jóni mátt verða það minnisstæð- ur atburður, er fyrsti maðurinn var brenndur fyrir galdra á Islandi, en hann var einmitt úr kirkjusókn hans. Gerðist það að vísu rúmum áratug áður en hann kom að Tjörn, en samt er ekki líklegt, að hann hefði viljað stuðla að því, uð dóttir hans gæti átt slíkan dauðdaga í vænd- um, auk smánarinnar, sem því fylgdi. Á Völlum í Svarfaðardal var um þessar mundir prestur að nafni Jón Egilsson. Kona hans var Þuríður Ólafsdóttir lögréttumanns í Gnúpafelli. Eitt af börnum þeirra var sonur að nafni Árni, talinn fæddur um 1630. Fór hann í Hólaskóla og lauk þaðan stúdentsprófi tvítug- ur árið 1650. Síðan var hann nokkur ár sveinn Gísla sýslumanns Magnússonar (Vísa-Gísla) og

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.