Saga - 1954, Síða 56
50
að láta ekki undir höfuð leggjast að messa þar
á jólunum og segir, að hann geti jafnvel flutt
þangað messu frá Sjávarborg, en séra Jón Gunn-
arsson, tengdafaðir hans, sem þá hefur verið
fluttur til hans, geti lesið guðspjallið heima í
Fagranesi. Bendir þetta til, að eitthvað hafi
biskupi þótt hann daufur eða undarlegur í hátt-
um. Þjóðsögur geta og um alls konar illindi,
sem hann á við sóknarfólk sitt á þessum slóð-
um, og er þar einkum tilnefndur Eyjólfur nokk-
ur Grímólfsson bóndi að Fossárteigi (= Fossi?)
á Reykjaströnd. En víst er um það, að átt hefur
hann í útistöðum við Einar nokkurn Einarsson
bónda á Skarði, því að í bréfabók Gísla biskups
getur þess, að 7. október 1670 hafi fyrir milli-
göngu Hallgríms prófasts Jónssonar í Glaum-
bæ og fleiri góðra manna verið gerð sætt þeirra.
Er því ekki ólíklegt, að séra Árni hafi hrökkl-
azt burt frá Fagranesi fyrir óvinsældir, sem að
einhverju leyti kunna að hafa stafað af geð-
brestum hans, og orðið feginn að hafa brauða-
skipti við séra Þorstein á Hofi, en síðan hafi
brátt sótt í sama horfið, er þangað kom.
Nafngreindir eru f jórir ákærendur séra Árna,
þeir Jón Egilsson, Halldór Jónsson, Sigurður
Jónsson og ívar Ormsson. Þrír hinir fyrst töldu
voru lögréttumenn, og má af því marka, að það
voru engir kotbændur, sem að ofsókninni stóðu.
Kærurnar voru af þeirri tegund, sem algengust
var: tjón á gripum, veikindi á konum og börn-
um, hrakningar á sjó, truflun á heimilisfriði
o. s. frv. Um ákærurnar má lesa nánar í bók
ólafs Davíðssonar: Galdur og galdramál á ís-
landi, bls. 304—306. Það er athyglisvert, að