Saga - 1954, Síða 67
61
að útvega sér, og skyldu menn þessir sverja
hyggju sína um það, hvort aðilja væri eiður
sær eða ekki. Svo sýnist þó, sem aðilja hafi
stundum verið nefndir sex menn, er allir ynnu
eiðinn með nefndum hætti. Eiðar þessir voru
unnir fyrir sýslumanni, en þó stundum fyrir
lögmanni. Ef maðurinn kom eiðnum löglega
fram, þá var hann talinn sýkn af áburði barns-
móður.
Inar hörðu refsingar, sem lagðar voru við
frændsemisspellum og sifja og hórdómi, máttu,
ef barn var getið með þeim hætti, vel freista til
rangra faðernislýsinga og meinsæra eða til þess,
að barnsmóðir neitaði alveg að lýsa föður að
barni sínu eða lýsti ókenndan mann föður eða
mann, sem engar reiður mátti henda á o. s. frv.
Og refsingarnar máttu freista til enn verri
brota, svo sem barnsfæðingar í leyni með út-
burði barns eða til tortímingar þess með
öðrum hætti. Refsingar fyrir lausaleiksbrot ein-
ber, sem barnsgetnaður hlauzt af, máttu og
freista til misferla um faðernislýsingu, barns-
fæðingar í leyni og undankomu barns.
I 9. kap. Kristinréttar Árna biskups er gert
ráð fyrir því, að kona vilji ekki segja til fað-
ernis barns síns. Varðaði sú synjun hennar
3 marka (eða 144 álna) sekt til biskups. Önnur
viðurlög eru þar ekki nefnd. Og sýnist vera gert
ráð fyrir því, að svo sé því máli lokið, því að
svo er mælt, að þá skuli barn fylgja móður og
taka rétt eftir móðurföður sínum. En ef nokkur
grunur lék á um það, að barn væri getið í mein-
um, þá hlýtur kirkjuvaldið að hafa gert frekari
gangskör að eftirgrennslan um faðerni með
þeim ráðum, sem það hafði í hendi sér. Síðast-