Saga - 1954, Side 73
67
um þessum þegar dæmd refsing, heldur var lagt
fyrir sýslumenn þeirra að grennslast eftir
mönnum þessum.
Þegar barnsfaðernislýsing reyndist röng
vegna synjunareiðs ins lýsta barnsföður, og
eigi er úr því bætt, þá er einnig talið, að flytja
megi barnsmóður til Kaupmannahafnar sam-
kvæmt bréfinu frá 16. des. 1625.*)
Með konungsbréfi 19. des. 1738 var sú breyt-
ing gerð á þessum gömlu ákvæðum, að kona
skyldi vera ákærulaus, þó að lýstur barnsfaðir
ynni synjunareið fyrir áburð hennar, nema hún
yrði sönn að rangri barnsfaðernislýsingu. Þá
skyldi fara um refsingu eftir gildandi ákvæðum.
Þegar sá atburður, sem hér verður gerður að
umtalsefni á eftir, gerðist, þá voru það lög sam-
kvæmt framansögðu, að veita konu, sem ekki
vildi feðra barn sitt, þrjár áminningar, en ef
þær hrifu ekki, þá mátti dæma húðlátsrefsingu,
og ef það hreif 'ekki heldur, þá átti að senda
konuna til Kawpmannahafnar. Þetta þrautaráð
sýnist naumast hafa verið notað, nema reynd
væru áður ráð þau hér í landi, sem nefnd voru,
enda hafi þau ekki komið að notum.
II.
Það var vitanlega á 17. öld og lengi síðan
talið konum mikið ólán, ef þær urðu fyrir barn-
eign í lausaleik, og því fremur, ef barn var get-
ið í hórdómi eða annarskonar meinum. Flestar
slíkar konur hafa verið fátækar og umkomu-
lausar. Engir voldugir menn héldu verndar-
1) Alþb. VI. 147. Sbr. VII. 128, 168.