Saga - 1954, Side 84
78
Einars Torfasonar, að Guðrún mætti ekki vist-
um vera þar, enda hefði betur verið, að hún
hefði þangað aldrei farið.1) Um það verður þó
víst ekki sagt, hvort hún hefur þá þegar farið
úr þeirri sveit. En 1688 er hún víst komin að
Tindum. Þá skipar sira Einar henni 1 hundrað
og 15 álnir árlega af landskuld jarðarinnar, og
skyldi hún einnig mega hafa þar 3 kúgildi í
heyjum, meðan hún lifði.1) Verður varla um
villzt, að sira Einar hefur talið sig eiga að
hlynna eitthvað að Guðrúnu, enda var hann
vafalaust aðalorsök í ógæfu þeirri, sem hana
henti. Ekki sést, að Guðrún hafi sætt refsingu
fyrir þráa sinn né ranga barnsfaðernislýsingu,
en vel má þó vera, að svo hafi verið. Og ekki
hefur hún verið gerð útlæg úr landsfjórðungin-
um skamman tíma eða langan, svo að séð verði.
En ef henni hefur verið ákveðin húðlátsrefs-
ing, svo sem lög stóðu til, þá er ekki ósennilegt,
að fengizt hafi lausn undan henni með fégjaldi.
Sjálf hefur hún sennilega átt fé til þessa, enda
vafalítið ýmsir aðrir verið henni nógu góðvilj-
aðir til þess að leggja það fé fram.
Barnsfeðrunarsaga Guðrúnar Halldórsdótt-
ur virðist vera gott sýnishorn af meðferð barns-
faðernismála á 17. öld, ef móðir óskilgetins
barns feðraði það ekki, að því þó frá teknu, að
ekki er víst, að Guðrún hafi verið beitt þeirri
hörku, sem sumar umkomulausar konur í sömu
sporum hafa orðið að sæta, og ekki er þess get-
ið, að komið hafi til orða að flytja hana til Kaup-
mannahafnar samkvæmt bréfinu 16. des. 1625.
E. A.
1) H. Þ. s. st.