Saga - 1981, Blaðsíða 21
TÍUNDA ÞORSKASTRIÐIÐ 1975—1976
19
NATO. Því þyrfti meirihluti þjóðarinnar að láta í sér heyra.
Hætta væri á ferðum, ef Crosland ætti sér íslenska bandamenn.1
Við útfærsluna 15. október sagði forsætisráðherra, að íslend-
ingar mundu semja eða berjast til sigurs. Engir samningar yrðu
gerðir væru þeir ekki í fullu samræmi við hagsmuni þjóðarinnar.2
Hinn 21. október sagði Harold Wilson, forsætisráðherra Breta,
að stjórn sín væri ákveðin í að tryggja það, sem hann nefndi sann-
gjarnt samkomulag við íslendinga og bætti við, að „ekkert breskt
fiskiskip mun verða óverndað, ef vernd reynist nauðsynleg.“3
Um þetta leyti var birt skýrsla Hafrannsóknarstofnunarinnar,
hin svonefnda Svarta skýrsla. í skýrslunni kom fram, að ástand
fiskstofna, einkum þorsk- og ýsustofna, við ísland var mun
lakara en menn höfðu ætlað og þörf var á mjög róttækum
aðgerðum, ef koma ætti í veg fyrir hrun þessara stofna. Þorsk-
aflinn yrði á árunum 1976—1978, að óbreyttri sókn, 340—360
þús. tonn á ári, en 1979 yrði hrygningarstofninn einungis 1/7 hluti
þess, sem hann var 1970. Þá yrði um verulegan samdrátt afla að
ræða. „Þörfin fyrir minni ásókn í íslenska þorskinn hefur þvi
aldrei verið meiri en nú. Með því að lækka dánartöluna niður í 0,5
að meðaltali og stöðva algjörlega veiðar á fiski, sem er þriggja ára
°g yngri, mun leyfilegur heildarafli verða 230 þús. tonn 1976, 295
þús. tonn 1977 og 376 þús. tonn 1978.“4 í ljósi þess, að
íslendingar sjálfir veiddu árið 1974 238.283 tonn af þorski,5 var
nú ljóst, að í raun var ekkert aflögu handa útlendingum. Þessi
skýrsla olli miklu uppnámi á íslandi og var sífellt til umræðu og í
brennidepli allt þorskastríðið og herti afstöðu ríkisstjórnarinnar
gagnvart Bretum vegna lítils svigrúms til samninga eins og það var
nefnt, enda jók nú stjórnarandstaðan og önnur öfl þrýsting sinn á
1 Þjóðviljinn 8. október 1975. (Forystugrein).
2 Mbl. 15. október 1975.
3 898 HC Deb., 1577, 21. October 1975.
4 Hafrannsóknarstofnunin. ,,The Codstock at Iceland: Present Status and
Some Remarks on the Catches in the Near Future“ í Cod War III Belween
lceland Creai Britain. The Ministry of Fisheries, 1975.
5 The Fishery Limits off lceland. Table 1, bls. 67.