Saga - 1981, Blaðsíða 78
76
ALBERT JÓNSSON
(og samninga við Breta), en taldi ófyrirgefanlegt, ef ekki ætti nú
að nota það vopn sem bókun 6 væri.1 Forsætisráðherra ítrekaði
fyrra svar sitt og bætti við, að hér kæmi til álita að gefa Þjóðverj-
um tækifæri til að knýja á Breta, til þess að þeir létu af herskipa-
íhlutuninni.2 Virtust fimm mánuðir bersýnilega ekki hafa nægt til
þess. Albert sagði, að verið væri að lítillækka íslendinga, ef ekki
yrði af frestun. Væri eitthvað í gangi, og þá á lokastigi, sem réttlæti
þessa afstöðu stjórnarinnar, ætti þjóðin að fá að vita, hvað það
væri.3 Engin svör fengust við þessu.
Þegar leið á aprílmánuð fjölgaði breskum togurum aftur á mið-
unum, og voru þeir orðnir 53 23. apríl4. Til samanburðar voru þeir
einungis 19 20. mars.5 En nú fjölgaði klippingum verulega og á
tímabilinu frá 24. apríl til og með 5. maí skáru varðskip 12 sinnum á
víra breskra togara. Á sama tíma sigldi herskip aðeins einu sinni á
varðskip, en togara og tveimur dráttarbátum tókst hverjum að sigla
einu sinni á varðskip.6 Afli fór núna minnkandi vegna áreitni
varðskipanna7 og togurum fækkaði þannig, að 8. maí voru einungis
14 þeirra á miðunum.8 Togaramenn kenndu slælegri frammistöðu
herskipanna um þetta ástand og héldu því fram, að flotinn hefði
gefið yfirmönnum freigátanna fyrirmæli um að forðast tjón á
þeim.9 Fulltrúar áhafna og eigenda fóru fram á, að öðru vernduðu
veiðisvæði yrði bætt við það, sem fyrir var, en þeirri kröfu var
hafnað af bresku stjórninni.10 Nú voru 4 freigátur að jafnaði á
miðunum, en til að tryggja það þurfti heildarflota upp á 12 skip.
Fyrir hverja eina freigátu á miðunum þurfti 2 aðrar. Ein var
yfirleitt annaðhvort á leið til Bretlands eða aftur á miðin og önnur
1 Alþt., bls. 3288-3289.
2 Ibid, bls. 3289-3290.
3 Ibid, bls. 3290.
4 Mbl. 24. apríl 1976.
6 The Hull Daily Mail 23. mars 1976.
6 Sjá Björn Þorsteinsson, op.cit., bls. 230-232.
7 910 HC Dep., 446-447, 6th May 1976 (Written Answers).
8 Mbl. 9. maí 1976.
9 The Times 4., 6., og 7. maí 1976 og The Financial Times 7. maí 1976.
10 The Grimsby Evening Telegraph 1. maí 1976.