Saga - 1981, Blaðsíða 152
150
PALL MELSTED
Reistará. Páll Melsted ólst upp til 6 ára aldurs á Syðri—Reistará í Arnarneshreppi í
Eyjafjarðarsýslu hjá Árna hreppstjóra Árnasyni.
Lambertsen, Guðmundur, kaupmaður í Reykjavik. Bjó þar sem nú er ísafoldar-
húsið á milli Austurvallar og Austurstrætis.
Sigfús Eymundsson f. 1837 d. 1911, bóksali, ljósmyndari o.fl. í Reykjavík.
Stytta Thorvaldsens, sem er nú í Hljómskálagarðinum, var áður á miðjum Austur-
velli, afhjúpuð þar í nóvember 1875.
Jörgensen og Hallberg voru veitingamenn í Reykjavík.
Cesare Cantu f. 1807 d. 1895, ítalskur sagnfræðingur og rithöfundur. Ritaði ver-
aldarsögu í 35 bindum, sem náði mikilli útbreiðslu i Evrópu.
Hannes Þorsteinsson f. 1860 d. 1935, alþm., ritstjóri og þjóðskjalavörður. Eftir
hann liggja geysimikil ritstörf á sviði sagnfræði og ættfræði.
Munch, f. 1810 d. 1863, norskur sagnfræðingur. Höfuðrit hans er Saga Norð-
manna, kom út 1851 — 1863 í 8 bindum.
Davíð Scheving Thorsteinsson f. 1855 d. 1938, læknir. Páll kallar hann frænda
sinn, en ekki voru þeir náskyldir. Ég get ekki fundið nánari skyldleika þeirra en að
4. og 5. frá Hans klausturhaldara Scheving. Hvergi í bréfum þessum kallar Páll
Þórhall frænda sinn, en þeir voru fimmmenningar frá Magnúsi bónda á Espi-
hóli í Eyjafirði Björnssyni, og Páll reyndar í 5. lið frá Magnúsi á tvo vegu.
4. bréf
Reykjavík, 1. júlí 1881■
Minn kæri vinur.
Ég held ég hafi hripað yður línu í mai mán. og þakkað yður
fyrir myndina yðar. Nú hefir Sigfús, faðir ljósanna — liggur mér
við að segja tekið af mér mynd, og sendi ég yður hérmeð eina, en
nú sjáið þér ekki nema roðið og uggana af kallinum, úr þvi þér
eruð so seint á ferð, um og eftir 1880. En ef þér hefðuð verið til,
og viðlátinn 1840, þá lá við að ég væri „mætur maður í miðjum
firði, en nú er ég ekki álnar virði, ellin beygir mig sem gyrði-‘
Davíð Scheving er líkl. farinn frá Khöfn og til íslands. Þegar
Waldimar kemur til Hafnar, og þvi mun eigi duga að bera honum
kveðju mína, og segja, að mig langi líka til að eiga myndina hans,
því ókomin er hún til mín.