Saga - 1981, Blaðsíða 322
320
RITFREGNIR
vitnar í rit um hermálastefnu Bandaríkjanna, þ.á m. í bók Michaels S.
Sherrys, Preparing for the Next War. Flest af því, sem Einar hefur eftir
honum, meðal annars um hernaðaráætlunina Charioteer frá ágúst 1948,
er alls ekki að finna í verkinu, enda nær það aðeins fram til ársins 1945.
Einar virðist hafa farið bókarvillt. Hitt er þó miklu alvarlegra, að Einar
skuli halda því fram, að nafngreind rit staðfesti að Bandaríkjamenn hafi
„linnulaust unnið að því að undirbúa árásarstríð“ gegn Ráðstjórnar-
ríkjunum (bls. 257). Það, sem helst væri hægt að leggja út á þennan veg,
er, að 1945 vildi bandaríska herforingjaráðið vera tilbúið til þess að
„greiða fyrsta höggið,“ ef á þyrfti að halda“ (bls. 256). Að því er best
verður séð, eru þessi ummæli úr drögum, sem herforingjaráðið lagði að
áætlunum um bandaríska hermálastefnu 19. september 1945. Einar nefnir
þetta uppkast áætlun um „undirbúning undir kjarnorkustríð gegn Sovét-
ríkjunum“ (bls. 256). í uppkastinu var þó hvergi minnst einu orði á
kjarnorkusprengjur, og ákvörðun um að nota þær í stríði gegn ráðstjórn-
inni var ekki tekin fyrr en 1948. Einar segir ekki heldur frá því, hver hafi
verið forsenda þess, að Bandaríkjamenn greiddu „fyrsta höggið.“ Hún
var sú, að óvinaárás væri talin vofa yfir. Ef svo horfði, mælti
herforingjaráðið með því, að Bandarikjastjórn leitaði sátta, en væri jafn-
framt reiðubúin til að láta til skarar skríða.28 Þetta höfðu herforingjarnir
lært af óförunum í Pearl Harbor, þegar Japönum var látið frumkvæðið
eftir, þótt vitað væri, að þeir hygðu á árás. Þegar til þess kom, að
Bandaríkjamenn semdu raunverulegar striðsáætlanir, 1948, var hins vegar
gengið að því vísu, að ráðstjórnin hæfi vopnaskipti. í áætluninni
Charioteer, sem Einar vísar einkum til, var t.d. gert ráð fyrir því að Rauði
herinn legði undir sig meginland Norðurálfu, áður en Bandaríkjamenn
greiddu sitt fyrsta högg. Það er því öfugmæli, er Einar segir: „Þannig var
linnulaust unnið að því að undirbúa árásarstríð“ (bls. 257). Sama er að
segja um þá fullyrðingu hans, að Bandaríkjamenn hafi hugsað ser
„Atlantshafsbandalagið sem hreint árásarbandalag“ (bls. 278). Einar
vísar til prentaðra frumheimilda um stofnun NATO, en þær sýna, að
ekkert er hæft í orðum hans. Truman forseti vildi halda ráðstjórninm i
skefjum og koma í veg fyrir, að hún bryti fleiri lönd undir sig, sbr. heitið a
stefnu forsetans containment. Jafnaðarmenn í Norðurálfu höfðu
forgöngu um Atlantshafsáttmálann, sem gaf hverju aðildarríki frjálsar
hendur um þátttöku i hernaði, en veitti Vestur-Evrópuríkjunum það, sem
þau sóttust eftir: hernaðarlega tryggingu Bandaríkjamanna.29 Kenning
Einars Olgeirssonar um tilgang NATO er því sömu ættar og sú, 3
Áburðarverksmiðjan í Gufunesi sé dulbúinn sprengjuverksmiðja am£'
rískra imperíalista.
Meðferð Einars á prentuðum heimildum leiðir hugann að þætti skra-
setjarans, Jóns Guðnasonar. Jón skýrir frá því i formála, að hann ha i
reynt að láta „orðalag Einars og frásagnarhátt haldast eins og frekas