Saga - 1981, Blaðsíða 312
310
RITFREGNIR
Það geta því aðeins beinir landráðamenn haldið því fram, að
íslandi stafi ekki fyrst og fremst hættan á missi sjálfstæðis síns frá
bresku yfirdrottnunarstefnunni.9
Þannig voru menn vændir um landráð i málgagni Einars fyrir að taka þá
afstöðu, sem hann lætur nú í veðri vaka, að sósíalistar hafi ekki hvikað
frá í styrjöldinni. Þótt Einar sjái sjálfan sig í sporum Mahatmas Gandhis,
virðist hann tregur til að viðurkenna, að vorið 1940 var „baráttan gegn
bresku yfirdrottnuninni“ aftur orðin „aðalatriði í sjálfstæðis-
baráttunni."10 Nú þurfti ekki lengur að biðja Breta um að
tryggja sjálfstæðið og hlutleysið, heldur áttu íslendingar að „reikna með
því sem sjálfsögðu að geta verið hlutlausir í stríðinu.“11 Það jafngilti
landráðum að segja Hitler hættulegri en karlinn með regnhlífina,
Chamberlain. Þess má geta, að Einar telur, að forystumenn lýð-
ræðisflokkanna hafi allir verið „illa að sér í utanríkismálum“ og fylgst
„lítið með heimsviðburðum eins og þeir voru“ (bls. 300)!
Einar Olgeirsson boðaði ötullega þá nýju stefnu Kominterns, sem hann
þykist nú hafa hafnað. Vorið 1940 sagði málgagn hans: „Þessvegna
hljóta allir þeir, sem ekki eru blekktir af stíðsáróðri auðvaldsríkjanna, að
óska eftir friði, friði strax.“12 „Bandamannaauðvaldið“ átti að gefa
vopnabræðrunum Stalín og Hitler frið til að njóta bráðar sinnar. í annað
sinn á fjórum árum hafði Stalín sveigt íslenska kommúnista af stefnu allt
að 180 gráður, en ekki er sú sveigja sýnileg í bók Einars. í lýsingu hans eru
allar brautir flokksins beinar. Ekki gekk það þó áfallalaust að sveigja
Sósíalistaflokkinn af leið. Árás rauða hersins á Finna kynti undir deilu
milli „Héðinsmanna“ og kommúnista, og flokkurinn klofnaði. Einar
víkur að þessum deilum, en getur þess ekki, hvernig þær tengdust
afstöðunni til griðasáttmálans og styrjaldaraðila.
Hvergi er tvískinnungurinn, sem leiðir af flokkshollri marxtrú Einars
og er rauði þráðurinn í bókinni, jafnauðsær og þegar hann ræðir um
vetrarstríðið. Einar er að eigin áliti frumherji í Norðurlandasamstarfi og
„góður þjóðfrelsissinni, ekki aðeins í þágu síns lands, heldur lika annarra
kúgaðra landa“ (bls. 96). En hvað gerðist, þegar stórveldið austræna
réðst á eitt Norðurlandanna? Einar réttlætir enn innrásina í Finnland,
reiði hans beinist gegn þeim, sem fordæmdu sósíalista fyrir stuðninginn
við árásarþjóðina; borgarablöðunum, sem óskuðu „finnskum fasistum
sigurs“ (bls. 124). „Finnagaldur“ heitir það enn, og Einar sneiðir að
Héðni Valdimarssyni og félögum hans, sem vildu „lúffa og hörfa inn í
áróðursbyl afturhaldsins“ (bls. 52). Skrásetjarinn, Jón Guðnason, virðist
eiga jafnbágt með það og Einar að skilja, hvers vegna Héðni ofbauð. Jón
spyr, hvort Héðinn hafi e.t.v. fengið „bendingu frá British Petroleum
Co. að skiljast við Sósíalistaflokkinn“? (bls. 53). Var skilnaður Héðins við
flokkinn eitt af þessum óteljandi samsærum ,,auðvaldsins“? Sögumaður,
Einar, getur ekkert fullyrt um það.