Saga - 1981, Blaðsíða 161
PÁLL MELSTED SKRIFAR ÞÓRHALLI BJARNARSYNI 159
Bréfið yðar er efnisríkt eins og vant er. Þar er margt textaefnið
fyrir mig — ef tíminn leyfði. — „Nú er að koma upp ný kynslóð,“
segið þér, og það er satt. Ég fagna þvi að vísu, einasta, að hún
ryðji sér góða braut, lagfæri og bæti með pieteti fyrir því, sem
gott var í feðrum og öfum, en kasti ekki því góða fyrir borð með
hinu, sem lakara var og mátti og átti að missast. Ef okkar úngu
mönnum tekst að varðveita hjartað, halda við í því kærleikanum,
kristilegum kærleika, þá fer alt vel. En sé það ekki, þá fer alt út
Um þúfur. Mér sýnist fyrir mínum hugskotsaugum — draga upp
'skyggilega bliku yfir Európu, svo mér kemur ekki á óvart þó úr
því verði mesta illviðri „vindöld vargöld,“ eins og þér segið. Að
alt stefnir til Republik, það líkar mér vel, en ég vil ekki að hún
komist á með morðvígum og þessháttar glæpum. Ég hefi enga trú
a því sem sprettur upp af glæpum einum. En sem sagt býzt ég við
nriklu illu, af því trúin og guðsótti eru so viða á förum. Jafnvel sé
e8 þessu hnigna ár frá ári hér í Rvík. Við erum fullkomlega
reiðinnar börn hérna, hugsum mest um skemtanir og veraldlega
muni. Það sézt nú betur þegar fram í sækir hvernig fer. í skól-
anum eru auðþektir úr piltar úr Rvík, úr kaupstöðunum og af ein-
staka sveitaheimili; en yfirhöfuð eru sveitapiltarnir siðprúðastir,
Ufn þeirra hugarfar skal ég ekkert dæma. Ég kom í skóla með lif-
andi, barnslegri trú, fór úr skóla sem góður heiðingi, sigldi
heiðinn og kom aftur inn heiðinn. En þá tók Drottinn í taumana,
°8 sendi mér sótt og dauða. Þetta hvorttveggja vakti mig aftur, og
e8 fann sjálfan mig. Við erum undarlegar skepnur íslendingar; í
aðra röndina seinir og gætnir, tortryggir og vanafastir, aftur erum
v*ð í hina röndina fljótir, manna fljótastir til að herma eftir öðr-
Urn þjóðum, einkum það sem miður má vera, t.d. chikorian, mal-
aða kaffið og allskonar ónýtur og enda skaðlegur varningur. Við
^eygjum burtu fögrum orðum móðurmálsins og tökum í þeirra
stað orðskrípi eftir Dönum, misskilin og afbökuð. Við breytum
ekki eftir þeim, sem vildu reyna og prófa hlutina og velja það
þezta. Léttúðin er hér drotnandi, og ég er hræddur um að hegn-
in8in sé í nánd.
^að er satt: Margur talar nú um mentun, og vill láta menta börn
sin. jafnvel stúlkubörnin. En hvernig er so þessi mentun hjá sum-