Saga - 1981, Blaðsíða 52
50
ALBERT JÓNSSON
viðræðna. Málamiðlun fæli í sér, að reynt væri að finna lausn,
sem báðir aðilar gætu sætt sig við. Luns hefði ekki reynt þetta.1
Wilson og Callaghan voru um þessar mundir i Kaupmannahöfn
á ráðstefnu vestur-evrópskra jafnaðarmannaflokka. Luns mun
hafa haft símasamband við þá, og þar var ákveðið að morgni 19.
janúar að kalla flotann af miðunum. Hattersley sagði, að
ákvörðunin hefði verið „tekin í ljósi skýrslu Luns um ferð hans til
íslands... og vegna þess að búist var við að togararnir yrðu ekki
áreittir....“2 Síðar þennan dag kom Callaghan við í Brussel á leið
til London og átti 3 klst. fund með Luns. Að honum loknum til-
kynnti Callaghan, að flotinn yrði kallaður út fyrir 200 mílurnar og
Geir Hallgrimssyni boðið til viðræðna við Wilson í London. í
orðsendingu hins síðarnefnda til Geirs sagði, að Luns hefði lýst
því sem persónulegu áliti sínu, að togararnir yrðu látnir í friði. í
svari Geirs var sagt, að annað kæmi ekki til greina en íslenskum
lögum yrði framfylgt á miðunum eins og það var orðað.
Ennfremur greiddi það fyrir lausn, ef breskir togarar færu af
miðunum, a.m.k. meðan viðræðurnar stæðu.3
Morgunblaðið fjallaði um ákvörðun Wilsons i forystugrein 21.
janúar. Þar sagði, að nú ætti enginn að þurfa að efast um, hvert
gagn íslendingum væri af verunni í NATO. í Á víðavangi Tímans
22. janúar var Morgunblaðið átalið fyrir að hrósa Luns um of að
áliti höfundar greinarinnar. Bent var á, að „allir, sem hugsa um
þessi mál, vita, að það var ekki fyrr en eftir áhrifaríkar hótanir ís-
lensku ríkisstjórnarinnar um stjórnmálaslit við Breta og kröfu
ýmissa félaga og sveitarstjórna víða um land, að ísland endur-
skoðaði afstöðu sína til Atlantshafsbandalagsins, að hreyfing
kom á málið.“4 Taldi greinarhöfundur illt, að slíkar hótanir
þyrfti til, svo að hlustað væri á íslendinga hjá NATO. Að lokum
var sagt, að erfiðleikar væru á samningum, en vonandi hefði Bret-
um aukist skilningur á málinu, svo að semja mætti um takmarkað
aflamagn. ,,Sú skoðun Alþýðubandalagsmanna, að ekki beri að
1 903 HC Deb., 1140-1141, 20. January 1976.
2 Ibid, 1137-1138.
3 Mbl. 25. janúar 1976.
4 Tíminn 22. janúar 1976. Bls. 5, d.2.