Saga - 1981, Blaðsíða 134
132
SIGFÚS HAUKUR ANDRÉSSON
í Iok samþykktarinnar var Iátin í ljós ákveðin von um það, að
kaupmenn eða öllu heldur verzlunarstjórar Kyhns kysu fremur að
gera sanngjarnan verðlagssamning við sýslumann og aðstoðar-
menn hans en láta skipin sigla allt að því tóm til Kaupmanna-
hafnar um haustið. Vísast til árangurs væri, að menn sýndu
einurð og létu engan bilbug á sér finna. Síðan segir: ,,Enn fremr,
skildu Kaupmenn og þeirra Hofdinge, sialfr adal Reidarenn Hr.
Kyhn misþykkia þetta svo miog at þeir fyrer þann skuld og sialfra
þeirra tilvægingárleyse heitudust at gefa Hondlunena her uppá
Bátenn, þá er at láta þá því ráda, og mun vor allranádugaste
Konungr siá oss samt Borged, enn þótt þad svo brigdest, þá eru
menn eins dauder efter [sem] ádr fyrer þeirra Hondlun, og vardar
þad minstu, hvort þad svo skedr einu Áre firr, edr seirna; enn
biode menn þeim ej nokkud birgenn i þessare Gyllene Tid, svo
blessadre til Lands og Sjóvar,..., þá vildum vier sagt hafa at sidr
sitia og gagna oss þesse Brúkarayrde þá menn eru úr Hardendum
og Hondlunar Kúgun, svo at segia sem afvelta ut af dottner, þvi
seint er at birgia Brunnenn þá Barnet er daudt.“22
Kyhn lagði það ekki á sig að fara til íslands á sumrin eins og
ýmsir þeir, er höfðu minna umleikis í verzlun landsins, gerðu
löngum. Aðalfulltrúi hans á Austurlandi var Niels 0rum, verzl-
unarstjóri á Reyðarfirði. Hann mun hafa þekkt Kyhn nægilega
vel til þess að vita, að hann léði alls ekki máls á neinum verðsamn-
ingum við Guðmund Pétursson og menn hans. 0rum gerði það því
ekki heldur.
Kyhn stóð í raun og veru of traustum fótum í íslenzku verzlun-
inni um þessar mundir til þess að unnt væri að þvinga hann til
nokkurra samninga við landsmenn, og það með samtökum Norð-
mýlinga einum sér. Þess vegna reyndi Stefán Þórarinsson að
styðja þessi samtök með hugvekju sinni. Færu Norðlendingar að
þeim tilmælum hans að halda sem mest í sauði sína og fleiri verð-
mætar vörur við kaupmenn og kaupa sem minnst í verzlunum
þeirra, gat það komið hart niður á verzlunum Kyhns á Akureyn
og Siglufirði.
Engar öruggar heimildir eru til um viðbrögð manna norðan-
lands, en þau munu hafa farið eftir því, sem hver og einn taldi ser